Fréttablaðið - 19.08.2010, Page 64

Fréttablaðið - 19.08.2010, Page 64
36 19. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Leikarahópurinn í kringum fyrstu myndina um Lisbeth Salander og Mik- ael Blomkvist er smám saman að skýr- ast. Fjölmiðlar vestra greindu frá því í gær að viðræður við sænska stórleik- arann Max von Sydow væru hafnar en hann ætti að leika Henrik Vanger, höfuð Vanger-fjölskyldunnar sem leitar að týndri frænku sinni. Þetta þykir nokkuð fyrirsjáanlegt enda væru fáir jafngóðir í hlutverk Vangers og Sydow, hann er enda sænskur eins og höfundur bókanna, Stieg Larsson. Eins og kom fram í fjölmiðl- um í gær hreppti bandaríska leikkona Rooney Mara hið eftir- sótta hlutverk Salander en margir hafa lýst því yfir að þetta sé eitt heitasta kvenhlutverk seinni tíma. Fjölmiðlar fjölluðu mikið um leikkonuna en hún er svo mikið smástirni að einn vefur- inn ruglaðist á henni og systur hennar. Efasemdarmenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum af vali leikstjórans, Dav- ids Fincher, en samkvæmt vefmæling- um hafa skrif um Rooney Mara verið mun oftar jákvæð en neikvæð sem bendir til þess að aðdáendur bókanna séu almennt ánægðir. Einn kvikmynda- spekúlant sagðist einfaldlega vonast til þess að myndin fylgdi söguþræðinum, annars kæmi Larsson til með að snúa sér við í gröfinni. Nokkuð fyrirsjáanlegt leikaraval The Expendables hefur vakið gríðarlega lukku meðal karlmanna sem hafa lengi þráð að sjá testóster- ónið flæða unnvörpum. Kvikmyndin virðist hafa uppfyllt allar þær óskir því The Expendables hefur fengið frábæra dóma og ótrúlega aðsókn. Leikarahópur The Expendables er einstakur og þótt margir hafi eingöngu látið sig dreyma um að sjá Arnold Schwarzenegger og Sylvester Stallone saman á hvíta tjaldinu þá efuðust flestir um að sá draumur yrði að veruleika. Sér- staklega eftir að sá fyrrnefndi tók við ríkisstjórastöðunni í Kali- forníu. En nú hefur draumurinn ræst, einhverjir tala um svipað- an menningarviðburð og þegar Al Pacino og Robert De Niro töl- uðu fyrst hvor við annan á hvíta tjaldinu í Heat. Þótt Adda Svakanagg og Sly Stallone bregði fyrir aðeins í stuttan tíma saman þá birtast has- armyndastjörnurnar á færibandi í myndinni. Bruce Willis, sem fyrir löngu hefur sýnt að hann er snill- ingur í að drepa með sitt víðfræga glott að vopni, birtist í myndinni og ofurtöffarinn Mickey Rourke lætur sitt ekki eftir liggja. Þá má ekki gleyma Dolph Lundgren, Jet Li og Jason Statham sem stimpl- ar sig endanlega inn í þennan sér- staka leikarahóp; að vera hasar- myndastjarna. Til gamans má svo geta að reynsluboltarnir í myndinni, Sly, Schwarzenegger og Lundgren skipa efstu sætin á hinum ýmsu listum internetsins yfir hvaða leikarar eigi flest morð á hvíta tjaldinu. Kannski kemur það á óvart að Lundgren er talinn vera sá sem hefur murkað lífið úr flestum en þær tölur voru reynd- ar gerðar fyrir síðustu Rambo- mynd. En þar náði tala látinna nýjum hæðum. Að kalla saman svona hasar- myndahóp er engin nýlunda þótt vissulega sé langt um liðið síðan karlpeningurinn fékk slíka snemmbúna jólagjöf. Á árunum 1960 til 1970 uppgötvuðu menn nefnilega að það væri markaður fyrir slíkar karlmennskumyndir. Fyrst reið á vaðið kúrekamynd- in The Magnificent Seven með James Coburn, Charles Bronson og Steve McQueen. Myndin fór svo vel ofan í áhorfendur að The Great Escape var gerð aðeins þremur árum síðar; Coburn, Bronson og McQueen voru á sínum stað og seinni heimsstyrj- öldin þótti tilvalin bakgrunn- ur fyrir hetjudáðir og hárbeitt- an húmor á kostnað nasista. Í kjölfarið komu áþekkar myndir á borð við The Dirty Dozen og Kelly‘s Hero, allt myndir þar sem nærvera aðal-harðhausa á borð við Clint Eastwood, Bronson og Coburn nægði. Velgengni The Expendables mun því að öllum líkindum hafa nokkur áhrif á kvikmyndagerð í Hollywood. Hugsanlega verður afturhvarf til stjörnumprýddra hasarmynda sjöunda áratugarins þar sem vöðvabúnt sýna áhorf- endum hvernig eigi að sigrast á hinu illa í heiminum. Ef ekki, þá virðist myndin vera velheppnaður óður til hins hreinræktaða hasar- myndaforms. - fgg Sögulegur menn- ingarviðburður ENGAR VEIMILTÍTUR Dolph Lundgren og Sly Stallone börðust í Rocky en snúa núna bökum saman. Arnold Schwarzenegger og Stallone háðu harða baráttu um konungs tign Hollywood á níunda áratugnum en leika nú á móti hvor öðrum. The Expendables er mynd sem alla aðdáendur hasarmyndanna dreymdi um að sjá en trúðu aldrei að gæti orðið að veruleika. > ROTTURNAR GERÐU ÚTSLAGIÐ Eli Roth sagði í bloggi á vefsíðunni Craignco.com að rottugangurinn í íbúð hans í New York hefði orðið til þess að hann ákvað að slá í gegn í Hollywood. „Ég átti engan pening og þreif upp dauðar rottur í íbúðinni minni. Þá fékk ég nóg og ákvað að láta verða eitthvað úr mér.“ HENRIK VANGER Max von Sydow kemur sterklega til greina sem Henrik Vanger, höfuð Vanger-fjölskyldunnar, í Karlar sem hata konur. NORDIC PHOTOS/GETTY Flestum ætti að vera kunnugt um stirt samband hunda og katta. Þessu stríði voru gerð skil í kvikmyndinni Hundar og kettir og nú er fram- haldsmyndin af þeim ævintýrum komin í bíó. Og það þarf væntan- lega ekki að koma neinum á óvart að hún er í þrívídd. Að þessu sinni þurfa þó hundarnir og kettirnir að grafa stríðöxina og berjast gegn sameiginlegum óvini, Kitty Galore, sem hyggst ná heimsyfirráðum. Nokkrir þekktir leikarar ljá loðnu ferfætlingunum röddu sína, helst ber kannski að telja Bette Midler sem talar fyrir Kitty Galore. Leikstjórarnir Jason Friedberg og Aron Seltzer eru ekki hátt skrif- aðir kvikmyndagerðarmenn hjá kvikmyndagagnrýnendum sem hafa undantekningarlaust hakkað myndir þeirra í sig. Friedberg og Seltzer hafa engu síður náð frægð og frama hjá peningamaskínunni Hollywood en þeirra aðallífsviður- væri er að gera bíómyndir sem eru grínútgáfur af vinsælum myndum. Þeirra nýjasta afurð heitir Vamp- ires Suck og eins og nafnið gefur til kynna er hugsunin sú að gera grín að vampírumyndum sem hafa tröll- riðið kvikmyndahúsum síðan Twi- light-serían hóf göngu sína. Hundar og kettir í þrívídd ENN EITT RUGLIÐ Hinir sömu og komu að gerð Scary Movie, Epic Movie og allra þeirra mynda eru mættir aftur með Vampires Suck. HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.