Fréttablaðið - 19.08.2010, Qupperneq 74
46 19. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR
golfogveidi@frettabladid.is
FL
U
G
A
N
A
F
B
A
K
K
A
N
U
M
Veiðistaðurinn - Myrkhylur í Norðurá
70.000
Sjóbirtingurinn er nú víða farinn að láta sjá sig í töluverðum mæli í Vestur-Skafta-
fellssýslu. Á sunnudag var fyrsta sjóbirtingnum í Geirlandsá landað en undan-
farna daga hefur sjóbirtingur einnig veiðst í Tungulæk og Steinsmýrarvötnum.
Í Steinsmýrarvötnum veiddi hollið, sem þar var um síðustu helgi, 25 sjóbirtinga.
Reyndar hafa stöku sjóbirtingar fengist í Steinsmýrarvötnum frá því í lok júli en
nú er veiðin heldur betur farin að glæðast þar.
Sjóbirtingsveiði farin að glæðast
Sjóbirtingur er einnig farinn að ganga í Varmá en þar hefur verið
ágætis veiði undanfarið. Reyndar hefur borið á veiðiþjófum í Varmá
og eru þar ekki á ferðinni börn eða unglingspiltar. Veiðimaður sem
hafði keypt sér leyfi í síðustu viku, og átti að vera einn í ánni, kom að
tveimur fullorðnum mönnum, með flugugræjur við veiðar. Þeir voru
ekki með veiðileyfi og voru því reknir úr ánni.
Veiðiþjófar í Varmá
60
Laxveiðiferill hins danska Steens
Foldberg byrjaði heldur betur
fjörlega. Hann fékk maríulaxinn í
fyrradag á Nessvæðunum í Laxá
í Aðaldal þar sem hann landaði
109 sentímetra hæng sem sam-
kvæmt viðmiðunarkvarða Veiði-
málastofnunar er 25,5 pund.
Daninn veiddi laxinn á
Sker flúðum á svæði 2. Laxinn
tók fluguna Hair Mary Brown
númer 4 og stóð viðureignin yfir
í 40 mínútur. Völundur Hermóðs-
son í Álftanesi var leiðsögumað-
ur Foldbergs. Menn hafa marg-
ir orðið varir við stórlaxa í ánni
í sumar og hafa nokkrir stórir
sloppið á Knútsstaðatúni og
Grundarhorni en báðir veiðistað-
irnir eru á svæði 6. - th
Fjörleg veiði í Laxá í Aðaldal:
Dani landaði
risamaríulaxi
25,5 PUNDA HÆNGUR Steed Foldberg
og Völundur Hermóðsson með laxinn á
bökkum Laxár í Aðaldal.
Tachyon XC
Fullkomin myndbandsupptökuvél til að taka
upp myndskeið af áhugamálinu án þess að nota
hendurnar því þú festir vélina á
hjálminn, byssuna, húfuna
stýrið eða köfunargleraugun.
Vélin er vatnsheld að
30 metra dýpi og
ótrúlega sterk.
Fjörið sýnir þú svo
á Facebook eða
YouTube.
Verð frá 33.900
Dakota
Harðgert, lófastórt útivistartæki með
snertiskjá, næmum GPS-móttakara
með HotFix™ gervihnattaútreikningi,
hæðarmæli, rafeindaáttavita,
SD-kortalesara, 3-ása
rafeindaáttaavita og grunnkorti
af heiminum. Dakota staðsetur þig
fljótt, örugglega og nákvæmlega.
Verð frá 49.900
Oregon
GPS staðsetningartæki með einfaldri
og aðgengilegri valmynd, alvöru
þrívíddarkorti, snertiskjá, hágæða
GPS-móttakara, hæðarmæli, 3-ása
rafeindaáttavita, SD-kortalesara,
myndaskoðun o.fl. Oregon veitir
góða tilfinningu fyrir landslaginu og
er fullkominn ferðafélagi hvert sem
förinni er heitið.
Verð frá 74.900
Surefire vasaljós
Surefire vasaljós er ekki það sama og
vasaljós því ljósið er ótrúlega bjart úr
ekki stærra vasaljósi. Surefire notar
nýjustu og bestu tækni sem völ er á
til að þróa enn betri ljós en þekkst
hafa.
Amerísk gæði tryggja styrk og
endingu, hvort sem er í handljósum
eða höfuðljósum.
Verð frá 16.900
LEGGÐU EKKI AF STAÐ ÁN ÞEIRRA
Frábær búnaður í skotveiðina
Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is GARMIN BÚÐIN
Þeir eru töluvert margir
veiðimennirnir sem ár-
lega snúa frá Stóru-Laxá í
Hreppum án þess að hafa
sett í fisk. Þeir sem eru
henni trúir geta hins vegar
upplifað ævintýri sem fátt
skákar þegar kemur að
stangveiði.
Hópur veiðimanna sem var við
veiðar á svæði I og II í tvo daga
síðla júlímánaðar er meðal þeirra
sem engan lax fengu og sáu lítið.
Hins vegar er náttúran við Laxá
með þeim ólíkindum að enginn
þeirra átta veiðimanna sem þar
komu í fyrsta skipti fóru ósáttir.
Allir ætla að snúa aftur og und-
irritaður er einn þeirra. Er það
kannski ekki síst vegna færslu í
gestabókinni sem hefst á orðunum
„Loks var okkur launað erfiðið.
Eftir áralanga tryggð og margar
veiðiferðir í Stóru-Laxá var stór-
veiði raunin.“
Það var Gunnar Örlygsson, fyrr-
verandi alþingismaður, sem þar
hélt á penna og er einn þeirra sem
hafa tekið ástfóstri við Stóru-Laxá.
Það er ekki erfitt að finna virðing-
una sem hann ber fyrir ánni þegar
hann ritaði færsluna í gestabók-
ina 28. september í fyrra. Þá höfð-
ui hann og félagar hans landað og
sleppt 53 löxum og áttu eina vakt
eftir. Vekur athygli að bjartir og
lúsugir fiskar voru innan um í
aflanum sem er með ólíkindum á
þessum árstíma. Eins var óhugn-
anlega hátt hlutfall veiðinnar ríg-
vænn tveggja ára lax; sannkallað-
ur stórlax. „Þessi á er sannkallaður
helgidómur veiðimanna“ skrifaði
Gunnar í niðurlagi færslunnar.
Þegar Gunnar er inntur eftir
minningum frá Stóru-Laxá þessa
daga í september segist hann
varla vita hvar á að byrja. „Þetta
var auðvitað stórkostlegt og ég hef
aldrei lent í öðru eins. Það kemur
þér varla á óvart að ég pantaði á
sama tíma að ári. Baráttan við
þessa fiska var ógleymanleg.“
Gunnar lýsir því að aðstæður við
ána hafi verið fullkomnar. Fiskur-
inn var að koma upp úr jökulvatn-
inu í Hvítá inn á heimaslóðirnar.
Áin var að jafna sig eftir miklar
rigningar og fiskurinn í tökustuði
sem vart verði lýst. „Ein ljúfasta
minningin tengist því líka að ég
var í ánni með æskufélaga mínum
sem aldrei hafði veitt 20 punda
fisk. Hann fékk tvo sama daginn.“
Gunnar segist hafa kynnst því
hversu dyntótt áin er, en hann
hefur veitt í Stóru-Laxá í tvo ára-
tugi og oft komið þaðan fisklaus.
„Ég hef engu að síður alltaf sömu
ástríðu fyrir þessari á, hvernig
sem aflatölurnar líta út í það og það
skiptið. Það sem ræður því er nátt-
úran. Víða er fallegt við íslenskar
ár en fátt ef nokkuð stenst saman-
burð við Stóru-Laxá. Hún gaf mér
líka minn stærsta lax sem var 21
pund.“ svavar@frettabladid.is
„Loks var okkur launað erfiðið“
ÆVINTÝRI Á BÖKKUM STÓRU-LAXÁR Gunnar segir að þessi mynd lýsi veiðitúrnum
vel. Stórlax í hendi og gleði veiðimanna fölskvalaus. Af tæplega 60 löxum sem komu
á land var meira en helmingurinn tveggja ára fiskur; margir voru yfir 20 pund eins og
sá sem Arthur Galvez heldur hér á. Gunnar samgleðst félaga sínum.
The Crazy Twin er hönnuð af
Ásmundi Helgasyni. Nafnið er til
komið vegna geðillsku Gunnars
tvíburabróður hans sem var ekki
par ánægður með að Ási mokaði
upp löxum fyrir framan nefið á
honum á þessa flugu. Flugan er
búin að sanna sig sem góð veiði-
fluga, ekki síst í Laxá í Aðaldal.
Geðillskan gaf
flugunni nafn
THE CRAZY TWIN
manns eða stór hluti landsmanna sem getur haldið
hjálparlaust á stöng, eru taldir stunda stangveiði í ám
og vötnum landsins ár hvert.
laxar veiddust að jafnaði í Eystri- og Ytri Rangá fyrir
tíma seiðasleppinga. Eins og kunnugt er veiðast fleiri
laxar daglega í ánum þegar veiði stendur sem hæst.
Bjarni Júlíusson, fyrrverandi formaður SVFR, þekkir Norðurá betur en margur
og lýsir aðstæðum þannig:
„Myrkhylur er án efa einn af betri hyljum Norðurár. Fyrri hluta sumars
stoppar þarna lax í göngu, sérstaklega ef vatnið er ekki of mikið. Þó Myrkhyl-
ur sé fyrst og fremst staður sem gefur laxa í göngu, í júní eða júlí.
Hylurinn er skemmtilegastur þegar ekki er of mikið vatn í ánni. Venjulega
er hann veiddur vestan frá. Best er að byrja efst í strengnum og standa fyrir
ofan stóra steininn sem þar er. Margir setja flottúbu með gárubragði eða
reyna að strippa Kolskegg, Collie Dog eða Sunray Shadow ofarlega í strengn-
um sjálfum.
Þegar fullreynt er efst í strengnum, er gott að fara niður fyrir steininn og
vaða aðeins út í og kasta á spegilinn sjálfan.
Síðan er vaðið niður eftir og kastað niður hylinn. Ekki fara of langt út í, því
þegar neðar dregur er rás eða gjá stutt frá landi og fyrir miðri rásinni er dálítill
bolli og þar liggur oft lax. Beint fyrir ofan bollann er kletturinn Skyggnir. Veiði-
menn geta farið varlega upp með klettinum og skyggnt hylinn og þá ættu
þeir að sjá hvar sá silfraði liggur. Í göngu má oft setja í lax neðan við hylinn
sjálfan þar sem gjáin endar og lygna vatnið og dýpið byrjar.
Munið – Þetta er einn af þeim hyljum sem veiðimenn skulu alls ekki
ganga fram hjá án þess að kasta á hann!“ - shá
YFIR 20 PUNDIN Hér heldur Gunnar á einum risahængnum rétt áður en honum var
rennt út í hylinn að nýju. Flestir veiðimenn njóta þess aldrei að handfjatla fisk eins
og þennan. Gunnar veiddi þrjár hrygnur á veiðistaðnum Reykhólma sem voru 90 til
98 sentimetrar. Engin mynd er þó til af þeim drottningum. MYNDIR/GUNNAR ÖRLYGSSON
Það kemur þér varla á
óvart að ég pantaði á
sama tíma að ári.
GUNNAR ÖRLYGSSON
FYRRV. ALÞINGISMAÐUR
GLÆSILEG BYRJUN Þórdís Klara Bridde landaði 73 sentimetra hrygnu við opnun
Norðurár í sumar. MYND/BJARNI JÚLÍUSSON