Fréttablaðið - 21.08.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 21.08.2010, Blaðsíða 36
36 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR ræða. Litið sé á hraðahindranir við vegamót sem gönguleið. Komi öku- maður að slíkri hraðahindrun og sé að beygja skuli hann stöðva bíl- inn og hleypa gangandi vegfaranda yfir hraðahindrunina, rétt eins og um gangbraut væri að ræða. „Við höfum rætt um að hafa gangbrautir alls staðar þar sem er bara ein akrein í hvora átt og þrjátíu kílómetra hámarkshraði og jafnvel þar sem er fimmtíu kílómetra hraði. En það verður að taka fram í þessu samhengi að slysum á gangandi vegfarend- um hefur fækkað á höfuðborgar- svæðinu síðustu ár,“ segir Guð- brandur. Almennt sé góð reynsla af hraðahindrununum, til að draga úr hraða. Þó séu þær auðvitað ekki allar jafn góðar. Spurður hvort ekki geti verið að laga mætti merkingar göngu- leiða og gangbrauta í borginni, segir aðalvarðstjórinn að lögregl- an óski alltaf eftir því að merking- ar og leiðir séu eins skýrar og leið- beinandi og hægt er. Bílar alltaf í forgangi Ásbjörn Ólafs- son hjá Samtök- um um bíllausan lífsstíl, segir að „í raun virðist okkur með nán- ast allar tegund- ir gönguleiða að það sé verið að tryggja leið bílanna frekar en gangandi vegfarenda.“ Göngu- stígar séu til dæmis ekki lagðir af sama metnaði og bílagötur. Um kenningu borgarinnar um að gangbrautir veiti „falskt öryggi“ segir Ásbjörn: „Gangandi vegfarandi ætti að geta reiknað með að farið sé eftir umferðarlögum og á gangbraut er hann í forgangi en ekki á hraða- hindrun. Þetta er skrýtið orðalag sem segir okkur að það eru í raun bílarnir sem eru í forgangi,“ segir hann. Þó virðist sem svo að þessi hugs- un sé eitthvað að breytast í rétta átt með nýju fólki, segir Ásbjörn í lokin. Honum lítist best á sameigin- legt rými allrar umferðar, án bíla- stæða og gangbrauta. Breyta þarf menningunni F u l lt r ú i nýs fólks í umhverf- is- og samgöngu- ráði er Karl Sig- urðsson úr Besta flokki og honum líst einnig vel á hið sameigin- lega rými. Sam- kvæmt stefnu- skrá Besta flokks og Samfylkingar á að bæta aðstöðu gangandi veg- farenda í borginni. Karl segir að sú stefna hafi einhvern tíma verið sett að gera Reykjavík að bílaborg. Ekki sé alltaf tekið fyllilegt tillit til gang- andi vegfarenda. „Og þess vegna erum við öll að kaupa okkur bíla og enginn þorir að labba. En um þetta falska öryggi hef ég reyndar heyrt að of mikið af merkingum og boðum og bönnum verði til þess að fólk stóli á að aðrir fylgi merkingunum. Mér finnst áhugaverðar hugmyndir um að götur og gatnamót verði minna merktar og fólk þurfi bara að bera virðingu fyrir annarri tegund af umferð en þeirra eigin.“ Þetta kristallist í sam- eða deili- rýminu (sem Ásbjörn vísaði til hér fyrir framan) þar sem fólk þurfi að virða aðra í umferðinni. Gang- andi vegfarendur og hjólandi og bílstjórar þurfa að vera vakandi fyrir öðrum. Þetta ætti að virka til dæmis í minni götum, þar sem er þrjátíu kílómetra hámarkshraði. „Þetta snýst um menningu og að fólk geri sér grein fyrir að það er til önnur umferð en bílar og að þeir séu ekki alltaf rétthæstir í umferðinni,“ segir Karl. Hann segir það kunna að vera að gamlar og góðar gangbrautir gætu einnig komið að notum í samrým- inu, þó með þeim fyrirvara að það gangi í raun gegn grunnhugmynd- inni. Sé gangbraut á einum stað gætu bílstjórar talið sig hafa frítt spil alls staðar annars staðar. Borgarfulltrúinn tekur undir að hraðahindranir virðist ekki virka sem skyldi en telur til dæmis blikkljós, sem minna fólk á hversu hratt það keyrir, hafa gefið góða raun. Gangbraut- ir virki aftur best þar sem lítil umferð er. „Þetta þarf að gerast í smá- skrefum en við þurfum að breyta menningunni okkar.“ segir Karl. Hellulögð upphækkuð hraðahindrun, með köflóttu mynstri í jöðrum. Hellulögð upphækkuð hraðahindrun með gang- brautarskilti og köflóttu mynstri í jöðrum. Hellulögð upphækkuð rauðlituð hraðahindrun með gangbrautarskilti og þríhyrningsmynstri í jöðr- um. Rauði liturinn afmarkar 30 km. hámarkshraða. Hellulögð upphækkuð rauðlituð hraðahindrun. Þríhyrningsmynstur í jöðrum. Hellulögð lítillega upphækkuð rönd þar sem gangstétt endar öðrum megin Suðurgötunnar. Rendur tvískipta þessari gönguleið, innan í mun víðfeðmari „hraðahindrun“ við Hallgrímskirkju. Viðmiðunarpláss fyrir gönguleið, ómerkt annars. Gönguleið yfir umferðargötu, tvískipt, ómerkt og löng. Umferð úr tveimur áttum. Gönguleið yfir stærri götu, tvískipt og án hnapps. Gangbrautarljós með hnappi.Gönguleið yfir stærri götu, tvískipt og með hnappi. FRAMHALD AF SÍÐU 40 ■ FRUMSKÓGUR GÖNGULEIÐA FJÓRAR GÖTUR, FJÓRAR GANGBRAUTIR Þessi mynd er tekin í Noregi, í Frogner-hverfinu í Ósló. Þar má sjá norsku leiðina yfir götu. Gangandi vegfarendur eru í forgangi á hverju horni. Á þriggja vikna rölti um borgina tók blaðamaður ekki eftir því að nokkur bílstjóri vanvirti þennan rétt. Fátítt var líka að sjá gangandi vegfarendur fara yfir götur á öðrum stöðum. MYND/GUGGA Hellulögð upphækkuð hraðahindrun, án merkinga í jöðrum. Í umferðarlögum frá 1987 eru nokkur ákvæði sem fjalla um skyldur ökumanna gagnvart gangandi vegfarendum á gangbrautum og eru sérstaklega hugsuð til að vernda gangandi vegfarendur fyrir ökutækjum. Gangbraut er skil- greind sem „sérstaklega merktur hluti vegar, sem ætlaður er gangandi vegfarendum til að komast yfir akbraut“. Þar er ekki fjallað um hraðahindranir. Engar hraðahindranir í umferðarlögum KARL SIGURÐSSON ÁSBJÖRN ÓLAFSSON ➜ Gangandi vegfarandi skal nota gangbraut, göng eða brú fyrir gangandi vegfarendur, ef fyrir hendi er. Að öðrum kosti skal hann leitast við að fara yfir akbrautina sem næst vegamótum. ➜ Þegar ökumaður ætlar að beygja á vegamótum, ber honum að veita forgang þeirri umferð, sem á móti kemur, svo og gangandi vegfarendum og hjólreiðamönnum. Ökumaður má ekki valda þeim hættu eða óþægindum. ➜ Ökumaður skal sýna gangandi vegfaranda sérstaka tillitssemi og víkja fyrir honum. Hann má ekki valda honum hættu eða óþægindum. Gangandi vegfarandi má eigi hindra för ökutækis að óþörfu. ➜ Gangandi vegfarandi, sem ætlar yfir götu, skal gæta sérstaklega að ökutækjum, sem nálgast. Hann skal fara yfir götuna án óþarfrar tafar. ➜ Ökumaður, sem mætir eða ekur fram hjá gang- andi vegfaranda, skal gefa honum tíma til að víkja til hliðar og veita honum nægilegt rými á veginum. ➜ Ökumaður, sem ætlar að aka yfir gangstétt eða gangstíg eða að aka út á akbraut frá lóð eða svæði við veginn, skal bíða meðan gangandi vegfarandi fer fram hjá. ➜ Þegar farið er yfir götu skal nota gangbraut, ef hún er nálæg. Einnig göng og brýr fyrir gangandi vegfarendur. Að öðrum kosti skal ganga þvert yfir akbraut og að jafnaði sem næst vegamótum. ➜ Eigi má aka fram úr ökutæki rétt áður en komið er að gangbraut eða á henni. Ef umferð við gang- braut er stjórnað af lögreglu eða með umferðar- ljósum, má þó aka fram úr ökutæki, ef það hindrar ekki útsýni yfir gangbrautina. Ekki má stoppa eða leggja bíl á gangbraut eða í fimm metra fjarlægð áður en að henni er komið. ➜ Skylda hvílir á ökumanni að aka nógu hægt miðað við aðstæður áður en komið er að gangbraut. ➜ Hjólreiðamaður á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.