Fréttablaðið - 21.08.2010, Page 78

Fréttablaðið - 21.08.2010, Page 78
38 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR P ottþétt þriggja stiga spurning í Popppunkti er að leika brot úr lagi af fyrstu plötu Þeys, Þagað í hel sem kom út hjá SG-hljómplöt- um árið 1980, og inna keppendur eftir því um hvaða hljómsveit sé að ræða. Líklegt er að fátt verði um svör nema hjá allra hörðustu tónlistarspekingum, því platan er að flestu leyti gjörólík því sem heyrðist frá Þey á annarri breið- skífu sveitarinnar, Mjötviður Mær, einungis ári síðar. Það merkilega gerðist nefnilega í miðju upptökuferli fyrrnefndu plöt- unnar að tónlist Þeys stökkbreyttist úr léttu seventís-poppi með greini- legum diskó-áhrifum yfir í fram- sækið og drungalegt nýbylgjurokk sem sótti áhrif sín að verulegu leyti í póst-pönkið svokallaða, bönd á borð við Joy Division og fleiri sem urðu til í kjölfar pönkbylgjunnar í Eng- landi undir lok áttunda áratugarins. Raunar hefur vafist fyrir fólki að skilgreina tónlist Þeys niður í kjöl- inn, en víst er að létt/þunga bland- an sem boðið var upp á á Þagað í hel ruglaði ýmsa í ríminu. Ekki er óalgengt að þeir sem á annað borð lögðu við hlustir lýsi verkinu sem geðklofa, en platan hefur aldrei verið endurútgefin og verður ekki úr þessu, þótt vissulega sé hún stór- merkileg í poppsögulegu tilliti. Róttækar breytingar Á nýbylgjutónleikum sem haldn- ir voru undir einkunnarorðaleikn- um „Barðir til róbóta“ í Gamla bíói fyrir jólin 1980, um það leyti sem Þagað í hel kom út, komu Þeysar- ar fram ásamt Utangarðsmönn- um, Fræbbblunum og fleirum. Í umfjöllun sinni um hljómleikana lýsir blaðamaður Vísis sveitinni sem efnilegri. „Mér skilst að þeir hafi hljóm- sveitarstrákarnir – og stelpan, verið að spila hugljúfa blásverk- stónlist þar til fyrir skömmu: upp- götvað þá hvað slíkt er leiðinlegt og farið að rokka, skipað söngvar- anum að syngja falskt. Lofaði góðu ... Ekki svo að skilja að ég álíti Þey pönkhljómsveit – það verður hljóm- sveitin að eiga við sjálfa sig – en ég tók eftir því að Þeyr hafði lokið sér af púuðu menn annaðhvort eða hrópuðu skefjalaust húrra,“ segir í Vísi 20. desember 1980. Þegar þarna var komið sögu hafði Guðlaugur Kristinn Óttars- son gengið til liðs við Þeysara, en stofnmeðlimirnir Elín Reynisdótt- ir og Jóhann Helgason sögðu skilið við sveitina stuttu síðar. Gítarsnill- ingurinn Þorsteinn Magnússon úr Eik bættist í hópinn stuttu síðar og var þá komin sú liðskipan sem hélst óbreytt þar til sveitin liðaðist í sundur vorið 1983, en fyrir höfðu verið þeir Magnús Guðmundsson söngvari, Hilmar Örn Agnarsson bassaleikari, Sigtryggur Baldurs- son trommari. Hilmar Örn Hilm- arsson, síðar allsherjargoði, og Guðni Rúnar Agnarsson voru hug- myndafræðingar sveitarinnar og Hilmar samdi flesta textana. Mikil afköst á einu ári Svona skipuð fór hljómsveitin fljót- lega að vekja verulega athygli fyrir nýstárlega tónlistarsköpun og enn nýbylgjulegri sviðsframkomu. Mikið var um pælingar í hópnum og óspart sótt í sarp ýmiss konar dul- og heimspeki, auk þess sem Guðlaugur gítarleikari þótti flest- um fróðari um eðlisfræði og tengd mál. Litla platan Útfrymi kom út undir merkjum Eskvímó, sem var hljóm- plötufyrirtæki sveitarinnar sjálfrar, um vorið 1981 við fögnuð margra og kjarninn sem sótti tónleika Þeysara stækkaði ört. Tíutommuplatan Iður til fóta kom út í september sama ár og jók enn á þær vonir að Þeyr ætti eftir að gera risastóra hluti á tónlistarsviðinu. Í desember 1981 gaf sveitin svo út breiðskífuna Mjötviður mær sem var meðal annars lýst sem tíma- mótaplötu af gagnrýnendum. Plat- an sú virðist hafa lifað bestu lífi af afurðum Þeys, í vitund almennings Úr seventíspoppi í nýbylgjurokk Í miðjum upptökum á fyrstu hljómplötu Þeys gekkst sveitin undir miklar breytingar, einar þær róttækustu í íslenskri dægurtón- listarsögu. Í tilefni þrjátíu ára starfsafmælis hins eiginlega Þeys kemur sveitin fram í Norræna húsinu á mánudagskvöld í dagskrá tileinkaðri aldarafmæli íslensku hljómplötunnar. Kjartan Guðmundsson leit yfir feril þessarar goðsagnakenndu hljómsveitar. Poppfræðingurinn Jens Guðmundsson, sem fjall-aði meðal annars um hljómsveitina Þey í bók sinni Poppbókin: Í fyrsta sæti frá 1983, hikar ekki við að kalla tónleika sveitarinnar í Norræna hús- inu á mánudag merkustu endurkomu hljómsveitar í rokksögu Íslands. „Þeyr skar sig úr öðrum nýbylgjusveitum á ýmsan hátt, meðal annars vegna þess hversu góðir hljóð- færaleikarar þeir voru, en það skipti líka máli að þeir vildu alls ekki vera fyrirsjáanlegir í því sem þeir gerðu. Engin hljómsveit, hvorki fyrr né síðar, hefur hljómað neitt í líkingu við Þeysara,“ segir Jens. Hann segir ekki nokkurn vafa leika á því að Þeyr hafi haft alla burði til að slá í gegn erlendis. „Í textum Þeys var að finna mikla ádeilu á nasisma, en einhverra hluta vegna fengu margir þá hugmynd í koll- inn að meðlimir hljómsveitarinnar væru að daðra við nasisma. Mikið til var þetta húmor, eins og til dæmis að kalla Adolf Hitler „Rúdolf“, og þótt mörgum Íslendingum þyki í lagi að grínast með svona hluti og taka slíkt ekki mjög alvarlega þá er allt annað upp á teningnum erlend- is. Í Bretlandi og Bandaríkjunum er það til dæmis þegjandi samkomu- lag meðal poppskríbenta að fjalla ekki um nasista í músík. Þessi mis- skilningur kom klárlega í veg fyrir frama Þeysara erlendis. Það sama gerðist með hljómsveitina Ham, þegar sú sveit var í þeirri góðu stöðu að spila með Sykurmolunum í útlöndum. Ham grínaðist með nasisma og þess vegna voru þeir sniðgengnir af popppressunni.“ MERKASTA ENDURKOMA HLJÓMSVEITAR Það var mikil tónlistarleg opinberun fyrir mig að heyra í Þey í fyrsta skipti. Ég þræddi safn- arabúðirnar og linnti ekki látum fyrr en ég hafði eignast allar plöturnar þeirra á vínyl, nema As Above. Hana fann ég því miður aldrei,“ segir Páll Ragnar Pálsson, fyrrum gítarleikari í Maus, sem nú nemur tónsmíðar í Tallinn í Eistlandi. Páll kynntist tónlist Þeysara í gegnum eldri bróður sinn, sem mat- aði fróðleiksfúsan tónlistaráhugamanninn á pönki og nýbylgju strax á unglingsárum. „Ég heillaðist gjörsamlega af þessu kuldarokks-sándi,“ heldur Páll áfram. „Ef maður reynir að setja þetta í samhengi þá var kalda stríðið auðvitað í fullum gangi á þessum tíma, menn voru að pæla í hvenær kjarnorkusprengjan félli og kannski réði það stemningunni á vissan hátt. Ógnin var yfirvofandi og allt var dálítið kalt og nöturlegt. Svo er einhver draumkennd stemning í tónlistinni sem er mjög sérstök, sérstaklega á Mjötviður mær. Heillandi blanda af krafti og mystík, djúpum pælingum og líka húmor.“ Páll nefnir sérstaklega trommuleik Sigtryggs og samleik gítarleik- aranna Guðlaugs og Þorsteins sem dæmi um snilli Þeysara. „Gítarleik- ararnir hafa hvor sinn karakterinn, en blandan er alveg stórkostleg. Tónlist Þeys hafði hiklaust mikil áhrif á það hvernig ég spilaði á gítar í árdaga Maus, sérstaklega á fyrstu tveimur plötunum,“ segir Páll. TÓNLISTARLEG OPINBERUN KILLER BOOGIE Þeyr á tónleikum á Lækjartorgi í september árið 1981. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR hið minnsta, og var meðal annars í 34. sæti yfir hundrað bestu plötur Íslandsögunnar í kosningu Rásar 2, Félags íslenskra hljómplötufram- leiðenda og Tónlistar.is á síðasta ári. Mjötviður mær skartar einn- ig þekktasta lagi Þeysara, Rúdolf, sem einnig kom út á plötu með tón- list úr kvikmyndinni Rokk í Reykja- vík árið 1982. Undirheimar stórborgar Milli útkomu Iður til fóta og Mjöt- viður mær brugðu Þeysarar sér til Bretlands. Þeir höfðu kynnst þeim Geordie og Jaz Coleman úr hinni heimsþekktu nýbylgjusveit Killing Joke og hugðust nýta sér samböndin ytra, en lítið varð þó úr spilamennsku í ferðinni. Í bók- inni Eru ekki allir í stuði?: Rokk á Íslandi á síðustu öld eftir Dr. Gunna kemur fram að sveitinni var boðið að hita upp fyrir The Cure á hljóm- leikaferðalagi en treysti sér ekki í slíkt ævintýri. Þá stóð á tímabili til að stór hluti Þeysara rynni inn í Killing Joke, en ekki varð úr því. Þeyr krækti sér þó í útgáfusamn- ing við Shout Records, sem árið eftir gaf út úrval af lögum Þeys á plötunni As Above. Svanasöngurinn Eftir hljómleikaferðalög um Skand- inavíu og stanslausa spilamennsku árið 1982 virðist sem liðsmenn Þeys hafi farið að þreytast nokkuð á harkinu, enda seldust breiðskífur sveitarinnar fráleitt í línulegu hlut- falli við frábær viðbrögð gagnrýn- enda. Tólftomman The Fourth Reich kom út í desember það ár og reynd- ist svanasöngur sveitarinnar hvað útgáfu varðaði. Eins og áður sagði liðaðist bandið hljóðlega í sundur vorið 1983. Sigtryggur og Guðlaugur gengu í Kuklið, sem síðar þróaðist yfir í Sykurmolana. Magnús stofnaði hljómsveitina með Nöktum, Þor- steinn sendi frá sér sólóplötuna Líf, en Hilmar Örn Agnarsson lærði til orgelleikara og starfar sem slíkur í Skálholtskirkju.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.