Fréttablaðið - 26.08.2010, Síða 18
18 26. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR
hagur heimilanna
Arthur Bogason lumar á húsráði sem
hann kveðst hafa lært fyrir skömmu. Í
heimsókn hjá honum var
franskur ferðamaður sem
furðaði sig á því hvernig
gengið væri frá tómötum
í pakkningar hér. „Hann
benti mér á bannað væri að pakka
tómötum með rassgatið upp. Þeir eigi
að vera með laufhliðina upp og það á
ekki að plokka af þeim laufin eins og
alltaf er gert hér,“ segir Arthur, sem nú
kveðst byrja á því þegar heim er komið
með tómata úr búðinni að snúa þeim
öllum við í pakkningunni. „Og þá end-
ast þeir helmingi lengur,“ segir hann.
GÓÐ HÚSRÁÐ
TÓMÖTUNUM SNÚIÐ
■ Arthur Bogason, formaður Lands-
sambands smábátaeigenda.
Innflutningur á ostum
og kjöti er nær útilokað-
ur eftir að landbúnaðar-
ráðherra breytti aðferð
við álagningu tolla.
Neytendur borga þús-
undum króna meira fyr-
ir hvert kíló af innfluttri
vöru eftir breytingu.
Íslensk stjórnvöld hafa valið dýrustu
leiðina fyrir neytendur við álagn-
ingu tolla á innflutt matvæli síð-
ustu tvö ár. Neytendur borga þús-
undum króna meira fyrir hvert
kíló af erlendum ostum og kjöti en
ef stjórnvöld beittu annarri mögu-
legri aðferð við álagningu tollanna.
Eins og kunnugt er gilda mjög
strangar takmarkanir um innflutn-
ing á mjólkurvörum og kjöti. Til að
vernda samkeppnisstöðu innlendrar
framleiðslu eru lagðir á háir tollar
jafnvel þegar magnið sem flytja má
inn er bundið takmörkunum.
Samtök verslunar og þjónustu
standa í stappi við stjórnvöld vegna
þess hvernig tollum hefur verið
beitt síðustu tvö ár. Andrés Magn-
ússon, framkvæmdastjóri samtak-
anna, segir að alveg frá árinu 1995
til ársins 2008 hafi stjórnvöld beitt
magntollum á erlendu framleiðsl-
una, þ.e.a.s. ákveðið að tollarnir
væru föst krónutala á hvert kíló.
Núverandi landbúnaðarráðherra
hafi hins vegar ákveðið í fyrra að
hætta aðferð forveranna og nýta
gamla heimild í alþjóðasamningi
til þess að beita verðtollum. Vegna
þessa geta tollarnir nú numið 180-
200% ofan á innkaupsverð.
„Þessir tollar hafa leitt til þess
að það er nánast útilokað að flytja
þessar vörur til landsins,“ segir
Andrés. Auk tolla landbúnaðarráð-
herrans sjái gengisþróunin undan-
farin ár um að verðleggja innflutta
osta og kjöt út úr innlendum mat-
vöruverslunum.
Samtök verslunar og þjónustu
hafa gert útreikningana sem birtir
eru í töflu með fréttinni sem sýna
hvernig verð á innfluttum rjóma-
osti og kjúklingabringum er miðað
við eldri aðferð við tollaálagningu
annars vegar og miðað við aðferðina
sem nú er beitt hins vegar. Miðað
er við 20% álagningu í heildsölu og
smásölu, sem Andrés segist telja
raunhæft, og 7% vsk. á matvæli.
Niðurstaðan er allt að 3.000 króna
munur á kílói af rjómaosti eftir því
hvort eldri eða nýrri tollaaðferðin
er notuð og um 1.800 króna munur
á kílóverði innfluttra kjúklinga-
bringna.
Andrés var boðaður á fund í land-
búnaðarráðuneytinu í gær til þess
að ræða tollamálin og sagðist ætla
að gera þær kröfur þar við ráðherr-
ann að verðtollar verði aflagðir og
aðeins magntollum beitt.
peturg@frettabladid.is.
Ofurtollum beitt
gegn samkeppni
FUNDUR Í RÁÐUNEYTI Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og
þjónustu, var boðaður á fund Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra vegna tolla-
mála í gær ásamt fulltrúum Félags atvinnurekenda.
Munar þúsundum á kílóverði
Verðmunur á innfluttum rjómaosti og kjúklingabringum eftir því hvort beitt er
magntollum, líkt og árin 1995-2008, eða verðtollum sem beitt hefur verið í ár og
í fyrra.
Vara* Verð nú áður tollur nú+ tollur áður**
rjómaostur 5.941 2.279 2.507 130
kjúklingabringur 3.604 1.724 1.401 181
* 1 kg. + verðtollar, 185,9% ofan á innkaupsverð rjómaostsins, 149,44% ofan á innkaups-
verð kjúklingabringna.
** magntollar, sem heimilt er að beita, 130 kr. á innkaupsverð rjómaosts en 181 kr. á inn-
kaupsverð kjúklingabringna.
Heimild: Samtök verslunar og þjónustu
NEYTENDUR Neytendastofa sekt-
aði fyrirtækin Tal og Vodafone á
mánudag fyrir brot á samkeppn-
islögum, um tvær og hálfa millj-
ón hvort. Síminn kvartaði til Neyt-
endastofu vegna auglýsinga sem
birtar voru í útvarpi og á netinu.
Neytendastofa sektaði Tal fyrir
rangar fullyrðingar í auglýsingum
sínum og Vodafone fyrir marg-
vísleg brot gegn lögum um eftirlit
með viðskiptaháttum og markaðs-
setningu. Kári Gunndórsson, sér-
fræðingur neytendaréttarsviðs hjá
Neytendastofu, segir að Vodafone
hafi áður borist kæra frá Neyt-
endastofu en þetta sé í fyrsta sinn
sem Tal sé sektað. „Það er mikil
samkeppni á þessum markaði
og menn eru oft að fullyrða eitt-
hvað sem getur ekki alltaf stað-
ist,“ segir Kári. Vodafone sendi
frá sér yfirlýsingu vegna málsins
þar sem fram kemur að fyrirtæk-
ið sé ósammála þeirri túlkun að
það hafi brotið gegn lögum og að
umræddar auglýsingar byggðust á
raunverulegum dæmum. Vodafone
hyggst kæra ákvörðunina til áfrýj-
unarnefndar neytendamála.
Vodafone var sektað fyrir aug-
lýsingu sem ber saman verð fyrir
þjónustu Símans annars vegar og
Vodafone hins vegar. Brýtur það
gegn lögum að mati Neytenda-
stofu. - sv
Síminn kvartaði vegna auglýsinga samkeppnisaðila:
Neytendastofa sektar
Vodafone og Tal
VODAFONE Fyrirtækið hyggst kæra
ákvörðunina til áfrýjunarnefndar.
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Í lok árs 2009 voru samþykkt lög á Alþingi um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki,
nr.152/2009. Lögin kveða á um að nýsköpunarfyrirtæki geti fengið skattfrádrátt vegna
kostnaðar við rannsóknir og þróunarstarf og að fjárfestar fái skattafslátt vegna fjárfestingar
í nýsköpunarfyrirtækjum. Til að skattyfirvöld veiti slíka ívilnun er gerð krafa um að Rannís
veiti staðfestingu á að um nýsköpunarfyrirtæki sé að ræða í samræmi við ákvæði laganna.
Gildir afgreiðslan fyrir yfirstandandi almanaksár.
Rannís hefur komið upp rafrænu umsóknarkerfi á slóðinni http://rannis.is/sjodir/
skattivilnun/ í tengslum við lögin um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Umsóknarfrestur
er til 1. september nk. Fyrirtæki þurfa að skrá sig í umsóknarkerfið fyrir þann tíma, en
að þessu sinni er gefinn kostur á að ljúka umsóknum til 20. september nk.
Á heimasíðu Rannís er handbók með leiðbeiningum og upplýsingum um umsóknar-
ferlið, en þar má einnig finna fyrrgreind lög auk reglugerða nr. 592 og 593 frá 2010.
Rannís mun leggja mat á hvort umsóknir uppfylli skilyrði laganna og tilkynna viðkomandi
fyrirtæki niðurstöðuna auk tilkynningar til Ríkisskattstjóra.
Frekari upplýsingar um lögin og umsóknarferlið veitir Sigurður Björnsson
hjá Rannís í síma 515 5800, eða sigurdur@rannis.is.
Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd
vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis
vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s.
Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og
nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt
sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og
tæknisamfélagsins.
skattfrádráttur vegna þróunarstarfs og
skattafsláttur vegna fjárfestinga
Stuðningur við
nýsköpunarfyrirtæki
Verðmerkingar á söfnum í borginni
eru að mestu í góðu lagi. Könnun
Neytendastofu leiðir þetta í ljós.
Aðeins eitt af 21 safni á höfuðborgar-
svæðinu var með ófullnægjandi
verðmerkingar þegar Neytendastofa
fór á stúfana fyrir skömmu. Það var
Hönnunarsafn Íslands við Garðatorg.
Þar var hvergi að finna upplýsingar
um aðgangseyri. Í öllum tilfellum
reyndust verðmerkingar á minjagrip-
um og öðrum sambærilegum vörum
hins vegar í lagi. Verðmerkingum í
veitingasölum var hins vegar ábóta-
vant á fjórum stöðum af sjö þar sem
kannað var.
„Í veitingasölum Árbæjarsafns
í Dillonshúsi og Gerðarsafns voru
veitingar og drykkir meira og minna
óverðmerktir og jafnframt voru vörur
í kæli Kaffitárs í Þjóðminjasafninu og
Súpubarsins í Listasafni Reykjavíkur
óverðmerktar. Aftur á móti voru verð-
merkingar í góðu lagi í veitingasölum
Kjarvalsstaða, Listasafns Íslands og
Víkurinnar - Sjóminjasafns Reykjavík-
ur,“ segir í frétt á vef Neytendastofu.
Neytendastofa hyggst halda áfram
eftirliti með verðmerkingum og hvet-
ur neytendur eindregið til að koma
ábendingum til skila á vef stofunnar.
■ Söfn dugleg að merkja
„Bestu kaup mín var Martin-gítar sem ég keypti á
uppboði í Malmö í Svíþjóð árið 1980. Ég ætlaði
ekki að kaupa hann, var þarna ásamt öðrum. Ég
var ungur, 24 ára, hafði aldrei komið á uppboð og
var ekki að leita að gítar. Við vorum fátækt náms-
fólk í Lundi og hann var sleginn mér. Ég keypti
hann á fimmtíu þúsund krónur, sem var heilmikil
upphæð þá,“ segir tónlistarmaðurinn Kristján
Kristjánsson, löngum þekktur sem KK. Þessa
dagana undirbýr hann stórtónleika í Háskóla-
bíói 11. september næstkomandi auk
þess að halda daglega úti þættinum
Morgunstundin á Rás 1.
Kristján segir Martin-gítarinn
verða í aðalhlutverki á tónleikunum í
september. „Ég á hann ennþá, þetta er
aðalgítarinn minn, ég nota hann alltaf,“
segir KK og bætir við að gítarinn góði hafi komið
á markað árið 1976. „Þessir gítarar eru þannig að
þegar þeir eldast kemur í ljós hvað þeir eru góðir.“
KK viðurkennir að hann hafi gert mörg slæm
kaup um dagana. Ein þeirra voru kaup á áratuga-
gömlu eintaki af Renault L4. Það var líka í Svíþjóð.
„Hann kostaði eitt þúsund sænskar krónur,
sem voru eitthvað um tíu þúsund íslenskar
krónur. Þetta voru skemmti-
legir bílar. En þessi bræddi
næstum úr sér á leiðinni
heim. Ég hvarf í reykjarmökk og
varð að láta draga hann restina
af leiðinni. Hann var samt ekki
alveg ónýtur. Við gátum tjaslað
honum saman og seldum hann viku
síðar.“
NEYTANDINN: Kristján Kristjánsson, tónlistar- og útvarpsmaður
Keypti óvart gítar á uppboði
Útgjöldin
> Verðþróun á pakka af Cornflakes-morgunkorni
síðastliðin tíu ár.
Heimild: Hagstofa Íslands
2000 2005 2010
45
2
kr
.
57
2
kr
.
76
6
kr
.