Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.08.2010, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 26.08.2010, Qupperneq 18
18 26. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Arthur Bogason lumar á húsráði sem hann kveðst hafa lært fyrir skömmu. Í heimsókn hjá honum var franskur ferðamaður sem furðaði sig á því hvernig gengið væri frá tómötum í pakkningar hér. „Hann benti mér á bannað væri að pakka tómötum með rassgatið upp. Þeir eigi að vera með laufhliðina upp og það á ekki að plokka af þeim laufin eins og alltaf er gert hér,“ segir Arthur, sem nú kveðst byrja á því þegar heim er komið með tómata úr búðinni að snúa þeim öllum við í pakkningunni. „Og þá end- ast þeir helmingi lengur,“ segir hann. GÓÐ HÚSRÁÐ TÓMÖTUNUM SNÚIÐ ■ Arthur Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda. Innflutningur á ostum og kjöti er nær útilokað- ur eftir að landbúnaðar- ráðherra breytti aðferð við álagningu tolla. Neytendur borga þús- undum króna meira fyr- ir hvert kíló af innfluttri vöru eftir breytingu. Íslensk stjórnvöld hafa valið dýrustu leiðina fyrir neytendur við álagn- ingu tolla á innflutt matvæli síð- ustu tvö ár. Neytendur borga þús- undum króna meira fyrir hvert kíló af erlendum ostum og kjöti en ef stjórnvöld beittu annarri mögu- legri aðferð við álagningu tollanna. Eins og kunnugt er gilda mjög strangar takmarkanir um innflutn- ing á mjólkurvörum og kjöti. Til að vernda samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu eru lagðir á háir tollar jafnvel þegar magnið sem flytja má inn er bundið takmörkunum. Samtök verslunar og þjónustu standa í stappi við stjórnvöld vegna þess hvernig tollum hefur verið beitt síðustu tvö ár. Andrés Magn- ússon, framkvæmdastjóri samtak- anna, segir að alveg frá árinu 1995 til ársins 2008 hafi stjórnvöld beitt magntollum á erlendu framleiðsl- una, þ.e.a.s. ákveðið að tollarnir væru föst krónutala á hvert kíló. Núverandi landbúnaðarráðherra hafi hins vegar ákveðið í fyrra að hætta aðferð forveranna og nýta gamla heimild í alþjóðasamningi til þess að beita verðtollum. Vegna þessa geta tollarnir nú numið 180- 200% ofan á innkaupsverð. „Þessir tollar hafa leitt til þess að það er nánast útilokað að flytja þessar vörur til landsins,“ segir Andrés. Auk tolla landbúnaðarráð- herrans sjái gengisþróunin undan- farin ár um að verðleggja innflutta osta og kjöt út úr innlendum mat- vöruverslunum. Samtök verslunar og þjónustu hafa gert útreikningana sem birtir eru í töflu með fréttinni sem sýna hvernig verð á innfluttum rjóma- osti og kjúklingabringum er miðað við eldri aðferð við tollaálagningu annars vegar og miðað við aðferðina sem nú er beitt hins vegar. Miðað er við 20% álagningu í heildsölu og smásölu, sem Andrés segist telja raunhæft, og 7% vsk. á matvæli. Niðurstaðan er allt að 3.000 króna munur á kílói af rjómaosti eftir því hvort eldri eða nýrri tollaaðferðin er notuð og um 1.800 króna munur á kílóverði innfluttra kjúklinga- bringna. Andrés var boðaður á fund í land- búnaðarráðuneytinu í gær til þess að ræða tollamálin og sagðist ætla að gera þær kröfur þar við ráðherr- ann að verðtollar verði aflagðir og aðeins magntollum beitt. peturg@frettabladid.is. Ofurtollum beitt gegn samkeppni FUNDUR Í RÁÐUNEYTI Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, var boðaður á fund Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra vegna tolla- mála í gær ásamt fulltrúum Félags atvinnurekenda. Munar þúsundum á kílóverði Verðmunur á innfluttum rjómaosti og kjúklingabringum eftir því hvort beitt er magntollum, líkt og árin 1995-2008, eða verðtollum sem beitt hefur verið í ár og í fyrra. Vara* Verð nú áður tollur nú+ tollur áður** rjómaostur 5.941 2.279 2.507 130 kjúklingabringur 3.604 1.724 1.401 181 * 1 kg. + verðtollar, 185,9% ofan á innkaupsverð rjómaostsins, 149,44% ofan á innkaups- verð kjúklingabringna. ** magntollar, sem heimilt er að beita, 130 kr. á innkaupsverð rjómaosts en 181 kr. á inn- kaupsverð kjúklingabringna. Heimild: Samtök verslunar og þjónustu NEYTENDUR Neytendastofa sekt- aði fyrirtækin Tal og Vodafone á mánudag fyrir brot á samkeppn- islögum, um tvær og hálfa millj- ón hvort. Síminn kvartaði til Neyt- endastofu vegna auglýsinga sem birtar voru í útvarpi og á netinu. Neytendastofa sektaði Tal fyrir rangar fullyrðingar í auglýsingum sínum og Vodafone fyrir marg- vísleg brot gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðs- setningu. Kári Gunndórsson, sér- fræðingur neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu, segir að Vodafone hafi áður borist kæra frá Neyt- endastofu en þetta sé í fyrsta sinn sem Tal sé sektað. „Það er mikil samkeppni á þessum markaði og menn eru oft að fullyrða eitt- hvað sem getur ekki alltaf stað- ist,“ segir Kári. Vodafone sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kemur að fyrirtæk- ið sé ósammála þeirri túlkun að það hafi brotið gegn lögum og að umræddar auglýsingar byggðust á raunverulegum dæmum. Vodafone hyggst kæra ákvörðunina til áfrýj- unarnefndar neytendamála. Vodafone var sektað fyrir aug- lýsingu sem ber saman verð fyrir þjónustu Símans annars vegar og Vodafone hins vegar. Brýtur það gegn lögum að mati Neytenda- stofu. - sv Síminn kvartaði vegna auglýsinga samkeppnisaðila: Neytendastofa sektar Vodafone og Tal VODAFONE Fyrirtækið hyggst kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar. Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Í lok árs 2009 voru samþykkt lög á Alþingi um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr.152/2009. Lögin kveða á um að nýsköpunarfyrirtæki geti fengið skattfrádrátt vegna kostnaðar við rannsóknir og þróunarstarf og að fjárfestar fái skattafslátt vegna fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum. Til að skattyfirvöld veiti slíka ívilnun er gerð krafa um að Rannís veiti staðfestingu á að um nýsköpunarfyrirtæki sé að ræða í samræmi við ákvæði laganna. Gildir afgreiðslan fyrir yfirstandandi almanaksár. Rannís hefur komið upp rafrænu umsóknarkerfi á slóðinni http://rannis.is/sjodir/ skattivilnun/ í tengslum við lögin um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Umsóknarfrestur er til 1. september nk. Fyrirtæki þurfa að skrá sig í umsóknarkerfið fyrir þann tíma, en að þessu sinni er gefinn kostur á að ljúka umsóknum til 20. september nk. Á heimasíðu Rannís er handbók með leiðbeiningum og upplýsingum um umsóknar- ferlið, en þar má einnig finna fyrrgreind lög auk reglugerða nr. 592 og 593 frá 2010. Rannís mun leggja mat á hvort umsóknir uppfylli skilyrði laganna og tilkynna viðkomandi fyrirtæki niðurstöðuna auk tilkynningar til Ríkisskattstjóra. Frekari upplýsingar um lögin og umsóknarferlið veitir Sigurður Björnsson hjá Rannís í síma 515 5800, eða sigurdur@rannis.is. Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. skattfrádráttur vegna þróunarstarfs og skattafsláttur vegna fjárfestinga Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki Verðmerkingar á söfnum í borginni eru að mestu í góðu lagi. Könnun Neytendastofu leiðir þetta í ljós. Aðeins eitt af 21 safni á höfuðborgar- svæðinu var með ófullnægjandi verðmerkingar þegar Neytendastofa fór á stúfana fyrir skömmu. Það var Hönnunarsafn Íslands við Garðatorg. Þar var hvergi að finna upplýsingar um aðgangseyri. Í öllum tilfellum reyndust verðmerkingar á minjagrip- um og öðrum sambærilegum vörum hins vegar í lagi. Verðmerkingum í veitingasölum var hins vegar ábóta- vant á fjórum stöðum af sjö þar sem kannað var. „Í veitingasölum Árbæjarsafns í Dillonshúsi og Gerðarsafns voru veitingar og drykkir meira og minna óverðmerktir og jafnframt voru vörur í kæli Kaffitárs í Þjóðminjasafninu og Súpubarsins í Listasafni Reykjavíkur óverðmerktar. Aftur á móti voru verð- merkingar í góðu lagi í veitingasölum Kjarvalsstaða, Listasafns Íslands og Víkurinnar - Sjóminjasafns Reykjavík- ur,“ segir í frétt á vef Neytendastofu. Neytendastofa hyggst halda áfram eftirliti með verðmerkingum og hvet- ur neytendur eindregið til að koma ábendingum til skila á vef stofunnar. ■ Söfn dugleg að merkja „Bestu kaup mín var Martin-gítar sem ég keypti á uppboði í Malmö í Svíþjóð árið 1980. Ég ætlaði ekki að kaupa hann, var þarna ásamt öðrum. Ég var ungur, 24 ára, hafði aldrei komið á uppboð og var ekki að leita að gítar. Við vorum fátækt náms- fólk í Lundi og hann var sleginn mér. Ég keypti hann á fimmtíu þúsund krónur, sem var heilmikil upphæð þá,“ segir tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, löngum þekktur sem KK. Þessa dagana undirbýr hann stórtónleika í Háskóla- bíói 11. september næstkomandi auk þess að halda daglega úti þættinum Morgunstundin á Rás 1. Kristján segir Martin-gítarinn verða í aðalhlutverki á tónleikunum í september. „Ég á hann ennþá, þetta er aðalgítarinn minn, ég nota hann alltaf,“ segir KK og bætir við að gítarinn góði hafi komið á markað árið 1976. „Þessir gítarar eru þannig að þegar þeir eldast kemur í ljós hvað þeir eru góðir.“ KK viðurkennir að hann hafi gert mörg slæm kaup um dagana. Ein þeirra voru kaup á áratuga- gömlu eintaki af Renault L4. Það var líka í Svíþjóð. „Hann kostaði eitt þúsund sænskar krónur, sem voru eitthvað um tíu þúsund íslenskar krónur. Þetta voru skemmti- legir bílar. En þessi bræddi næstum úr sér á leiðinni heim. Ég hvarf í reykjarmökk og varð að láta draga hann restina af leiðinni. Hann var samt ekki alveg ónýtur. Við gátum tjaslað honum saman og seldum hann viku síðar.“ NEYTANDINN: Kristján Kristjánsson, tónlistar- og útvarpsmaður Keypti óvart gítar á uppboði Útgjöldin > Verðþróun á pakka af Cornflakes-morgunkorni síðastliðin tíu ár. Heimild: Hagstofa Íslands 2000 2005 2010 45 2 kr . 57 2 kr . 76 6 kr .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.