Fréttablaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 26. ágúst 2010 21
Um stjórnmál eru ævinlega skiptar skoðanir, svo sem
liggur í hlutarins eðli. Sum atriði
eru þó hafin yfir skynsamlegan
ágreining í okkar samfélagi.
Þannig er lýðræðisskipanin hafin
yfir allan vafa. Um þetta sagði
George Brown, utanríkisráð-
herra Bretlands 1966-68: „There
shall be no one to stop us from
being stupid if stupid we want to
be.“ Með öðrum orðum: Lýðræði
er algilt og óvefengjanlegt líkt
og önnur mannréttindi og leyfir
engin frávik, engar undantekning-
ar. Lýðræði er æðra öðru stjórn-
skipulagi óháð því, hvort það skil-
ar almenningi betri kjörum en til
dæmis einræði, fáræði eða þjó-
fræði (e. kleptocracy). Lýðræði er
samt ekki alltaf samfelldur dans
á rósum, segja sumir. Um þetta
sagði Winston Churchill, forsætis-
ráðherra Bretlands í stríðinu:
„Lýðræði er versta stjórnskipu-
lagið, nema allt hitt er enn verra.“
Lýðræði og hagsæld
Er lýðræði aflvaki almennrar hag-
sældar? Um þetta er deilt. Sumir
benda á Kína og halda því fram, að
einræðisstjórn Kínverska komm-
únistaflokksins frá 1949 hefði ekki
getað náð að skapa svo frjó skil-
yrði til örs hagvaxtar eftir 1978,
hefði hún átt á hættu að missa
völdin í lýðræðislegum kosning-
um. Aðrir benda á, að Kína sé und-
antekningin, sem sanni regluna,
þá reglu, að lýðræðisríki búa þegn-
um sínum yfirleitt mun betri lífs-
kjör en einræðislönd. Þetta stafar
meðal annars af því, að lýðræði
greiðir fyrir samfelldri endurnýj-
un á vettvangi stjórnmálanna og
þá um leið í efnahagslífinu með
því að auðvelda stjórnarskipti,
þegar stjórnvöld bregðast vonum
kjósenda. Þaulseta á valdastólum
er sjaldgæf í lýðræðisríkjum og
sums staðar beinlínis bönnuð með
lögum. Þaulseta í óþökk almenn-
ings er þvert á móti algeng í ein-
ræðislöndum. Einræðisherrar
bæla krafta og kæfa raddir, sem
betra væri að virkja og hlusta á.
Sviðin jörð: Borgar það sig?
Einræði býður upp á óvelkomnar
þaulsetur við völd, sem einræð-
isherrar og klíkur í kringum þá
nota iðulega til að láta greipar
sópa um eigur annarra. Einræð-
isherrar fara þó misilla með völd
sín. Til að bregða birtu á ólík blæ-
brigði einræðis og ólíkt háttalag
einvalda gerði bandaríski stjórn-
málafræðingurinn Mancur Olson
greinarmun á staðarbófum (e.
stationary bandits) og farandbóf-
um (e. roving bandits).
Staðarbófar eru harðstjórar,
sem halda kyrru fyrir á sínum
stað og hafa því ekki hag af að
stela öllu steini léttara, heldur
skilja þeir eitthvað eftir, af því
að þeir ætla sér að vera áfram á
staðnum. Þeir stilla skattheimtu í
hóf. Þeir leggja ekki þyngri skatt
á fyrirtæki en sem nemur arðin-
um, sem reksturinn gefur af sér.
Þeir slátra helzt ekki mjólkurkún-
um. Þeir hegða sér eins og harðs-
víruð einokunarfyrirtæki sam-
kvæmt kenningu Olsons og reyna
að ná sem mestum afrakstri af
valdasetunni handa sér og sínum.
Hagsýni kallar þá á framsýna for-
sjá, á sjálfbærar gripdeildir, sem
hægt er að halda áfram ár eftir ár.
Farandbófar færa sig stað úr
stað til að leggja undir sig nýjar
lendur. Þeir stela öllu, sem hönd
á festir. Þeir hafa engan hag af
að stilla gripdeildunum í hóf, því
að á morgun verða þeir komnir á
annan stað að stela þar öllu, sem
þeir komast yfir. Sviðin jörð borg-
ar sig frá þeirra bæjardyrum séð.
Olson leit svo á, að ribbaldinn,
sem verður staðarbófi frekar en
farandbófi, hafi hag af að hægja
á illvirkjum sínum. Stjórnleysi
farandabófanna vék smám saman
fyrir einveldi staðarbófa sam-
kvæmt þróunarkenningu Olsons
um stjórnarfar. Það var að sínu
leyti framför. Einræði víkur síðan
fyrir lýðræði, þótt hægt gangi.
Bófakenningin og farandveiðimenn
Kenningin um staðarbófa og far-
andbófa hljómar vel, en hún haltr-
ar. Stalín og Maó voru staðarbófar,
en þeir voru hagblindir báðir tveir,
og enginn þorði að segja þeim til.
Þeir lögðu þungar byrðar á þegna
sína og drápu þá í hrönnum, enda
sigldi kommúnisminn í strand á
báðum stöðum. Rússland og Kína
eru nú markaðsbúskaparlönd að
heita má, þótt Kínverski kommún-
istaflokkurinn sitji enn að völdum
í Kína og telji sig geta tengt fram
hjá lýðræðinu. Genghis Khan,
landsfaðir Mongólíu, var einn
frægasti farandbófi allra tíma.
Hann rændi, myrti og ruplaði, en
innleiddi einnig ýmsar umbætur.
Alþjóðaflugvöllurinn í Úlan Bator,
höfuðborg Mongólíu, ber nú nafn
hans, og mynd hans prýðir mong-
ólska peningaseðla.
Bófakenning Olsons skýrir hætt-
una, sem fylgir því að selja útlend-
ingum og öðrum eftirlitslausan
aðgang að fiskimiðum. Hví skyldu
farandveiðimenn ganga vel um
annarra mið? Hví skyldu innlendir
útvegsmenn ganga vel um miðin, ef
þeir treysta því ekki að fá að veiða
þar áfram í friði? Stjórnvöld í lýð-
ræðisríki geta ekki veitt útvegs-
mönnum trúverðugan, varanleg-
an aðgang að þjóðareign, þar eð ný
stjórnvöld hljóta að áskilja sér rétt
til að marka nýja stefnu. Kvótahaf-
ar hafa því ævinlega hag af ofveiði
og brottkasti hvað sem þeir segja.
Staðarbófar og farandbófar
Þorvaldur Gylfason
prófessor
Í DAG
Hví skyldu farandveiðimenn ganga vel
um annarra mið? Hví skyldu innlendir
útvegsmenn ganga vel um miðin, ef
þeir treysta því ekki að fá að veiða þar
áfram í friði?
AF NETINU
Skriftarstóllinn
Hvellurinn út af Geirs Waage-málinu
vekur upp ýmsar spurningar fyrir okkur
sem ekki þekkjum launhelgar kirkjunnar.
Þegar er búið að spyrja augljósu
spurningarinnar: hvort sr. Geir myndi
virkilega ekki tilkynna það ef hann fengi
upplýsingar um pedófíl? Geir segir svo ekki vera. Næsta
spurning væri svo til sr. Bjarna Karlssonar og félaga,
sem krefjast brottreksturs kollega síns: hvar þeir vilji þá
setja mörkin varðandi trúnaðarskylduna? Erum við bara
að tala um brot sem snúa að börnum? Myndi sr. Bjarni
tilkynna um líkamsárás gagnvart fullorðnum einstaklingi?
Myndi hann fletta ofanaf fíkniefnasala? – Þetta þarf
sr. Bjarni að skilgreina býsna nákvæmlega. Annars er
þagnarskylda hans nálega ónýt, eins og sr. Geir bendir á.
Þriðja og stærsta spurningin hlýtur þó að vera sú: hvort
nokkur maður skrifti hjá lútersku þjóðkirkjunni? Einhvern
veginn hljómar það frekar eins og óskhyggja kirkjunnar
að skúrkar landsins keppist við að trúa sóknarprestum
sínum fyrir ódæðum sem farið hafa fram hjá löggunni
og félagsmálayfirvöldum? Eru menn ekki frekar að lýsa
plotti úr e-m Law & Order-þættinum en hversdagslegum
veruleika íslenskra sálnahirða?
kaninka.net/stefan
Stefán Pálsson
Pantaðu
í síma
565 600
0
eða á w
ww.som
i.is
Frí heim
sending
*
FERSKT & ÞÆGILEGT
TORTILLA
VEISLUBAKKI
EÐALBAKKI
LÚXUSBAKKI
DESERTBAKKI
GAMLI GÓÐI
TORTILLA OSTABAKKI
30 bitar
30 bitar
20 bitar
20 bitar
20 bitar
50 bitar
Fyrir 10 manns
ÁVAXTABAKKI
Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm.
*Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar.
Skoðaðu nánar á somi.is
DUNLOP
Fóðruð og heilsteypt stígvél með grófum sóla.
Létt og hlý. Þola -20°C.
fóðruð stígvél
Verð: 6.800 kr.
(Stærð: 19-28)
Verð: 7.800 kr.
(Stærð: 29-37)
Verð: 24.500 kr.
(Stærð: 4-14 ára)
Verð bolur:
5.900 kr.
Verð buxur:
4.700 kr.
VA LHÖL L
ullarnærföt
MAGNI
parka
Hlý vattfóðruð úlpa úr 100% Nylon.
Hentar vel fyrir börn á köldum vetrardögum.
Hlý og létt nærföt úr 100% Merino ull.
Kláðafrí ull.
PU e
fni
Einnig í rauðu
FYRIR
229 KRÓNUR
FÆRÐ ÞÚ: Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins 229 krónur á dag.
Tryggðu þér áskrift í dag!
eða
frábæra skemmtun í
heilan sólarhring fyrir
alla fjölskylduna
tertusneið
í bakaríi