Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.08.2010, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 26.08.2010, Qupperneq 34
 26. ÁGÚST 2010 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Ýmissa grasa gætir í íslenskum ullarvör- um og eru stórar og notalegar værðar- voðir þar engin undantekning. Bæði njóta gömlu góðu Álafossteppin stöðugra vin- sælda og svo hafa þekktir hönnuðir hér- lendis lagt fyrir sig hönnun á heimilistepp- um og hafa þau selst afar vel. Þannig eru teppi Lindu Bjargar Árnadóttur, sem hún hannar undir eigin merki, Scintilla, upp- seld en væntanleg í verslanir fyrir jól. -jma Íslenskar værðarvoðir Marý vöruhönnuður hann- aði svokallað Dyggðateppi fyrir nokkrum árum en hugmyndin er sótt til íslenskra dyggðaklæða frá 18. öld. Teppið er vélprjón- að úr íslenskri ull, fáanlegt í þremur litum og fæst meðal annars í Safnverslun Þjóð- minjasafnsins, Birkiland. com og í Sirku á Akureyri. Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður hannar textílvörur fyrir heimilið undir eigin merki, Scintilla, en nýlega var sagt frá því að hönnun Lindu, rúmteppi, gardínur, rúmteppi og fleira, yrði notuð á lúxushóteli í Dúbaí. Teppið er úr þeirri línu og er væntanlegt í verslanirnar Kraum, Aurum og Mýrina í Kringlunni. Vefurinn litlubudirnar.is varð til fyrir hálfu ári. Tilgangurinn með vefnum er að selja vörur handverksmanna og þeirra sem búa til lyf og náttúruvörur úr íslensku hráefni en þýsk útgáfa af vefnum er rétt handan við hornið. Þetta teppi er heklað úr tvöföldum plötulopa af Ágústu Þorvaldsdóttur og er meðal þess sem hægt að kaupa á vefnum. Vöruhönnuðurinn Hanna Jónsdóttir lærði sitt fag við The Design Academy Eind- hoven í Hollandi. Hún er ættuð úr Suðursveit og vinnur með efnivið úr heimahögunum. „Ég er að vinna að nýrri tegund af nælum eða klemmum úr hrein- dýrshornum og við sem ég kalla My pressuse,“ útskýrir Hanna Jónsdóttir vöruhönnuður en næl- urnar sýnir hún á hönnunarýning- unni Náttúran í hönnun í Ljósafoss- virkjun, sem lýkur nú á laugardag- inn. „Ég framleiði nælurnar sjálf en þær eru handunnar. Ég reikna svo með að þær komi á markaðinn með haustinu.“ Hanna er uppalin í Suðursveit og kom sér upp vinnustofu í gamalli verbúð á Höfn í Hornafirði þegar hún kom heim úr námi fyrir einu og hálfu ári. Með haustinu ætlar hún að flytja sig til Reykjavíkur en hún sækir bæði innblástur og efni- við í heimahagana. „Mér hefur alltaf fundist hrein- dýrshorn spennnadi. Horn er sterkt og gott efni að vinna úr og þekktur efniviður í handverki. Ég vildi hins vegar gera það óþekkj- anlegra og nota það sem hráefni frekar en vinna sérstaklega með það sem horn.“ Rekaviður hefur einnig verið Hönnu hugleikinn en á ferð- um sínum um fjöruna rekst hún gjarnan á nýtilegt hráefni. Eins hefur Hanna steypt skál- ar í postulín út frá formum sem fundust í fjörunni. „Hugmynd- irnar vinda gjarnan upp á sig. Ég gerði postulínsskálarnar úr flot- hringjum sem ég sagaði niður og bjó til skúlptúr úr þeim og leir, tók svo mót af því. Þá er alveg óþekkjanlegt hvaðan formið kom í byrjun.“ Hillan Skálatindur og kollurinn Koll af kolli eru afrakstur þátttöku Hönnu í verkefni á vegum Eyjólfs í Epal. Þar var unnið með íslenskt hráefni, birki og lerki og frum- gerðirnar smíðaðar á Austurlandi. Hanna segir það mikilvægt að geta framleitt vörur hér á landi. „Það hentar ekki öllum að senda teikningar til Kína og fá síðan eitthvað til baka. Ég vil vera með hendurnar í ferl- inu. Geta farið á staðinn og séð hvernig varan er fram- leidd.“ Nánar má forvitnast um verk Hönnu á heimasíðunni, www. hannajonsdottir.com. - rat Sækir efni í heimahagana Hanna Jónsdóttir með afa sínum Ingimar Bjarnasyni á vinnustofunni á Höfn MYND/RÓSLÍN ALMA VALDIMARSDÓTTIR „Þéttsetrið er afdrep sem leikur við nánd einstaklinga,“ segir Hanna um bekk sem hún vann úr saltfiskgrindum. My Pressuse er heiti á nælum eða klemmum úr hreindýrshorni sem væntanlegar eru á markaðinn frá Hönnu í haust. Von er á Kolli af kolli á markaðinn í vetur en hann er úr íslensku birki. Jógúrtís eða Frozen Yogurt, sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum árið 1965, hefur verið að ryðja sér til rúms á ný þar í landi síðustu ár og hefur fjöldi jógúrtísbúða og -keðja skotið upp kollinum. Nýr jógúrtís er nú fáan- legur í Ísbúðinni Álfheimum 2-4. „Ísinn er sérframleiddur af Emmessís fyrir búðina. Hann er seldur undir vörumerkinu FroYo og fæst með fjölda bragðtegunda,“ segir Kristinn I. Sigurjónsson eigandi Ísbúðarinnar í Álfheim- um. Hann segir vaxandi áhuga á hollustu og fersku mataræði skýra vinsældir íssins vestanhafs en þar er jógúrtísinn hugsaður sem hollur og spennandi skyndi- biti. „Jógúrtís er fitulítill auk þess sem leitast er við að halda notkun á hvítum sykri í lágmarki. Þá er boðið upp á hollara með- læti en með hefðbundnum ís eins og ávexti, hnetur, og granola svo dæmi séu nefnd. Ísinn okkar er ýmist með 1 eða 3,5 prósent fitu- innihaldi,“ segir Kristinn. Björn Gunnarsson, vöruþró- unarstjóri MS, segir kosti jóg- úrtíss liggja í því að jógúrtin er sýrð með mjólkursýrugerlum sem hafa jákvæð áhrif á meltinga- starfsemina. Hann segir ísinn auk þess næringaríkan og inni- halda prótein, kalk, B-vítamín og steinefni í ríkum mæli. - ve Jógúrtísinn sækir í sig veðrið Jógúrtísinn er girnilegur á að líta. Álafossteppin hafa alltaf notið mikilla vinsælda. Ullarvinnslan í Mosfellsbæ hefur starfar samfleytt frá árinu 1896 en Ístex tók við starfseminni árið 1991. Teppin fást í ýmsum verslunum víða um land en sölustaði má finna á heima- síðu Ístex, istex.is. www.nordicaspa - s ími 444 5090 - nordicaspa@nordicaspa. is MARAÞON N O R D I C A S P A fitness Komdu og prófaðu! Einföld spor – allir geta verið með Gestakennari: Taina Grimstad frá Danmörku ZUMBA-maraþonið hefst kl. 17.30 Frábær tilboð á árskortum og annarri þjónustu Hlökkum til að sjá ykkur! OPIÐ HÚS Föstudaginn 27. ágúst kl. 17–20 OG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.