Fréttablaðið - 26.08.2010, Page 41

Fréttablaðið - 26.08.2010, Page 41
FIMMTUDAGUR 26. ágúst 2010 25 Landssamtök lífeyrissjóða til-kynntu föstudaginn 20.08.2010 að ríkissáttasemjari hefði skipað rannsóknarnefnd um starfsemi lífeyrissjóðanna í landinu. Megin markmið nefndarinnar er að rann- saka fjárfestingastefnu, ákvarð- anatöku og lagalegt umhverfi líf- eyrissjóðanna. Það hljómar mjög vel að skoða eigi starfsemi lífeyrissjóðanna. Það eitt að frumkvæðið komi frá Landssamtökunum vakti aftur á móti undrun mína þar sem ég trúi að lífeyrissjóðirnir láti ekki gera svona skýrslu nema að niðurstað- an sé þegar tryggð? Aðkoma ríkissáttasemjara er ein og sér sérstök en hvernig kom Hrafn Bragason, fyrrverandi hæstaréttardómari, til sögunnar í huga sáttasemjara? Hrafn er eflaust vel að sér í lögum. En var Hrafn Bragason, formaður nefndarinnar, ekki leið- beinandi nýráðins starfsmanns nefndarinnar, Kristjáns Geirs Péturssonar, þegar Kristján skrif- aði meistaraprófsritgerð er heitir „Lífeyrissjóðir sem hluthafar“ og kom út 4.5.2010? Fram kemur á netslóðinni, http:// skemman.is/item/view/1946/4925 að ritgerðin fjalli einmitt um áþekk atriði sem nú á að fara rannsaka, eins og fjárfestingastefnu, lagalegt umhverfi og stjórnkerfi sjóðanna. Þegar þannig er, að nú þegar er til skýrsla sem fjallar um sömu mál, unnin af sömu aðilum og sæti eiga í nefndinni þá vakna frekari spurn- ingar um þau atriði er ríkissátta- semjari átti að hafa til grundvallar við skipun aðila í nefndina. Eru þeir Hrafn og Kristján hæfir til verksins? Hvers vegna valdi ríkissáttasemjari Hrafn? Voru það kannski Landssamtök lífeyris- sjóða sem hlutuðust til um hverjir völdust í nefndina? Hver eru raun- veruleg tengsl þessara manna við Landssamtökin og lífeyrissjóðina? Hafa þessir ágætu menn ekki þegið greiðslur fyrir meistaraprófsrit- gerð Kristjáns frá Lífeyrissjóðun- um? Er það álit mitt að best sé að þessi nefnd ljúki nú þegar störfum og hið opinbera sýni almenningi í landinu þann sóma að hlutast til um að fram fari opinber rannsókn á Lífeyrissjóðunum þar sem ekk- ert verði dregið undan og engum hlíft. Aðkoma ríkissáttasemjara er ein og sér sérstök en hvernig kom Hrafn Braga- son, fyrrverandi hæstaréttardómari, til sögunnar í huga sáttasemjara? Órói virðist hafa aukist innan Vinstri grænna vegna stjórn- arsamvinnunnar við Samfylking- una. Síðasta upphlaup VG vegna Magma málsins var stórt og ekki enn séð fyrir endann á því. Stuttu áður var upphlaup hjá VG vegna umsóknarinnar um aðild að ESB en því máli var frestað til hausts. Það var þó í stjórnarsáttmálan- um að sækja ætti um aðild að ESB þannig að ekki var ástæða til þess að efna til upphlaups út af því máli. Stærsta upphlaupið var þó vegna Icesave-málsins en þar var ágrein- ingur svo mikill, að Ögmundur Jónasson þá heilbrigðisráðherra, sagði af sér ráðherraembætti í mótmælaskyni við stefnu ríkis- stjórnarinnar í málinu. Stöðug upphlaup órólegu deild- arinnar í VG veikja að sjálfsögðu ríkisstjórnina.Eðlilegra væri að að leysa ágreiningsmál stjórnarflokk- annan innan stjórnarflokkanna í stað þess að bera þau alltaf á torg. En engu er líkara en VG kunni ekki að vera í ríkisstjórn. VG virð- ist halda, að flokkurinn geti bæði verið með og móti ríkisstjórninni. Það gengur ekki til lengdar. Ekki betra að rifta samningum við Magma Órólega deildin í VG hefur lagt mikla áherslu á að rifta samn- ingnum við Magma um kaup á meirihluta í HS Orku.Sagt er,að samningurinn sé ógildur, þar eð um „skúffufyrirtæki“ hafi verið að ræða í Svíþjóð,sem keypt hafi hlutinn í HS Orku. Ég tel að vísu að fyrirtækið í Svíþjóð sé lögleg- ur lögaðili og að ekkert sé í lögum sem skyldi félagið í Svíþjóð til þess að hafa aðra starfsemi með hönd- um en eignarhald.En ef rannsókn ríkisstjórnarinnar leiðir í ljós,að samningurinn við sænska félag- ið sé ólöglegur þá telst samning- urinn ógildur og verður felldur úr gildi. En fari svo tekur Glitnir eða kröfuhafar félagsins við HS Orku á ný en þar er einnig um útlend- inga að ræða. Það verður því farið úr öskunni í eldinn. Órólega deild- in í VG gerði litlar athugasemd- ir þegar samningur Magma var gerður við HS Orku í sumar. Upp- hlaupið hófst ekki fyrr en að samn- ingsgerð lokinni. VG verður að virða stjórnarsátt- málann Upphlaup órólegu deildar VG á flokksráðsfundi vegna ESB umsóknar er enn undarlegra. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, tók það skýrt fram þegar ríkisstjórnin var mynduð, að það væri gott að fá að vita hvað í boði væri hjá ESB og þess vegna hefði VG fallist á, að sótt yrði um aðild að sambandinu. Síðan yrði málið lagt undir þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðin látin skera úr um það hvort Ísland ætti að ganga í ESB. En hvers vegna er órólega deild- in í VG þá að efna til upphlaups um þetta mál, sem flokkurinn var búinn að semja við Samfylkinguna um. Málið er alveg skýrt í stjórnar- sáttmálanum. Það er brot á stjórn- arsáttmálanum, ef einstakir þing- menn VG samþykkja að draga eigi umsókn um aðild að ESB til baka. Icesave málið er eitt málið, sem mikill ágreiningur er um innan VG. Ögmundur Jónasson hefur verið fremstur í flokki andstæð- inga stefnu stjórnarinnar í málinu. Margir telja nauðsynlegt að veita honum sæti í ríkisstjórninni á ný og að þá sé líklegra að unnt verði að leysa ágreining um Icesave innan ríkisstjórnarinnar. Ef til vill er það rétt. Raunar tel ég, að Ögmund- ur hefði aldrei átt að segja sig úr stjórninni. Það voru mstök, að hann skyldi fara úr stjórninni. Samfylkingin getur misst þolin- mæðina Órólega deildin í VG verður að gera upp við sig hvort hún ætlar að styðja stjórnina eða ekki. Sam- fylkingin getur misst þolinmæð- ina, ef þessi stöðugu upphlaup halda áfram. Ríkisstjórnin verður ekki starfhæf, ef einhverjir þing- menn VG eru stöðugt að lýsa því yfir, að þeir hætti að styðja stjórn- ina, ef þeir fái ekki þessu og þessu framgengt. Slík vinnubrögð ganga ekki áfram. Vill órólega deild VG fella stjórnina? Stjórnmál Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur Var rannsóknarskýrsla líf- eyrissjóðanna tilbúin í vor? Lífeyrissjóðir Bjarki Steingrímsson stjórnarmaður og fyrrum varaformaður í VR Ríkisstjórnin verður ekki starfhæf, ef einhverjir þingmenn VG eru stöðugt að lýsa því yfir, að þeir hætti að styðja stjórnina, ef þeir fái ekki þessu og þessu framgengt. H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA 1 0- 12 30 Lán til góðra verka * Vextir skv. vaxtatöflu Íslandsbanka 1. júlí 2010. Vextir taka mið af kjörvöxtum óverðtryggðra skuldabréfalána en veittur er fastur 2% vaxtafrádráttur frá þeim. 5,75%

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.