Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.08.2010, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 26.08.2010, Qupperneq 47
FIMMTUDAGUR 26. ágúst 2010 31 Borgarleikhúsið tilkynnti í gær að útvarpsþátturinn Orð skulu standa yrði á litla sviði leikhússins, einu sinni í viku frá 21. september. Höfundur þáttanna segir fyrirmyndina vera fengna frá Ameríku. „Hugmyndin kviknaði bara um leið og við fengum þessi skilaboð frá RÚV að þátturinn yrði ekki á dagskrá,“ segir Karl Th. Birgis- son, stjórnandi útvarpsþáttarins og nú leikhúsþáttarins Orð skulu standa þar sem allir krókar og kimar íslensks máls eru skoðaðir. Það vakti mikla athygli þegar yfir- stjórn Ríkisútvarpsins ákvað að skera niður þáttinn sem notið hafði mikilla vinsælda. Aðdáendur þáttanna geta hins vegar tekið gleði sína að nýju því þátturinn verður á „dagskrá“ Borg- arleikhússins einu sinni í viku á litla sviðinu frá 21. september. Karl segir að þau muni nýta allt það sem leikhúsið hafi upp á að bjóða en listrænn stjórnandi þáttarins verð- ur Hilmir Snær Guðnason. Lifandi tónlist verður í boði undir stjórn Pálma Sigurhjartarsonar auk þess sem áhorfendum gefst kostur á að taka þátt, eins og þeir hafa vilja og áhuga til, að sögn Karls. Ekki er vitað til þess að þetta hafi áður verið gert á Íslandi. En Karl fer ekki leynt með hvaðan hug- myndin er komin. Einhverjir kunna nefnilega að muna eftir myndinni A Prarie Home Companion eftir Robert Altman sem sýnd var á kvik- myndahátíð hér á landi fyrir all- nokkrum árum. Sú mynd byggði á samnefndum útvarpsþætti Garris- ons Keilor sem hefur verið á öldum ljósvakans síðan 1974. „Mér er ljúft að viðurkenna að ég hafi leitað í smiðju Keilors. Hann er mikill snill- ingur og þaðan kemur hugmyndin. Þetta var helgistund á mínu heim- ili í Ameríku þegar sá þáttur var á dagskrá,“ segir Karl en mörgum er enn í fersku minni þegar Keil- or setti upp útvarpsþáttinn í Þjóð- leikhúsinu í tilefni af frumsýningu myndarinnar. Karli til halds og traust á litla sviði Borgarleikhússins verða, eins og undanfarin ár, Davíð Þór Jóns- son og Hlín Agnarsdóttir. „Hlín þarf reyndar að bregða sér frá á einhverju tímabili og þá mun Sól- veig Arnarsdóttir setjast í henn- ar stól.“ Karl vildi ekki gefa upp hverjir yrðu fyrstu gestir þáttarins, þeir myndu þó allir eiga það sam- eiginlegt að hafa eitthvað fram að færa. „Fólkið mun ekki bara sitja og svara einhverjum spurningum um íslenskt mál heldur fær að láta ljós sitt skína.“ -freyrgigja@frettabladid.is Orð fá að standa í leikhúsi Í LEIKHÚSIÐ Orð skulu standa, útvarpsþátturinn vinsæli, verður á litla sviði Borgarleikhússins frá 21. september. Karl Th. Birgisson, Davíð Þór og Hlín Agnarsdóttir verða við stjórnvölinn eins og endranær en listrænn stjórnandi er Hilmir Snær Guðnason. Söfn sem varðveita dýrmæt lista- verk eru ekki nægjanlega vel undir það búin að óprúttnir lista- verkaþjófar láti til skarar skríða. Þetta segir Charles Hill, fyrrver- andi rannsóknarlögreglumaður hjá Metropolitan-listaverkalögregl- unni, í viðtali við BBC. Nýverið var verðmætu listaverki Vincents van Gogh að verðmæti fimmtíu millj- ónir punda stolið úr safni í Kaíró. Menningarmálaráðherra Egypta- lands er talinn vera flæktur í málið en Hill telur að söfn sýni kæruleysi þegar kemur að vörnum gagnvart þjófum. Hill bendir á að ránið í Kaíró sé ekkert einsdæmi. Þegar þjófar létu greipar sópa í nútímalistasafni Par- ísar hafði öryggiskerfið ekki verið virkt svo vikum skipti. Samkvæmt fyrstu rannsóknum í Kaíró bendir allt til þess að aðeins 7 af 43 örygg- ismyndavélum hafi sinnt hlutverki sínu. „Þetta er alltaf sama sagan, stjórnendur listasafna virðast hafa takmarkaðan áhuga á því að vernda listaverkin og það er fremur auð- velt fyrir þjófa að nálgast upplýs- ingar um brotalamir á öryggiskerf- um,“ sagði Hill við BBC Radio 4. Hill telur jafnframt ólíklegt að málverkinu hafi verið stolið fyrir safnara en þetta er ekki í fyrsta skipti sem því er rænt. Árið 1978 var því stolið frá þessu sama safni og fannst ekki fyrr en áratug seinna í Kúveit. - fgg Auðveld bráð þjófa LÍTIL ÖRYGGISGÆSLA Svo virðist sem listaverkaþjófar eigi greiðan aðgang að öryggiskerfum listasafna. Áhugaleikhús atvinnumanna sýnir áttunda örverkið af tólf um áráttur, kenndir og kenjar í dag kl. 12.30 í Útgerð Hugmyndahúss háskól- anna. Verkið, sem heitir Örverk um ágúst eins og hann leggur sig, verð- ur sýnt í beinni útsendingu á Net- inu á síðunni Herbergi408.is en þar er jafnframt hægt að skoða fyrri verk úr örverkaröðinni. Örverk- in 12 taka á áráttum, kenndum og kenjum sem hafa áhrif á mannlega tilvist í Reykjavík og eru kennd við þann mánuð sem þau eru flutt í. Viðfang verkanna ræðst af því sem hrærist í samtímanum og hefur áhrif á líf okkar. Leikstjóri er Steinunn Knúts- dóttir og leikarar eru Aðalbjörg Árnadóttir, Árni Pétur Guðjóns- son, Hannes Óli Ágústsson, Orri Huginn Ágústsson og Sveinn Ólaf- ur Gunnarsson. Áttunda örverkið 60 Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.