Fréttablaðið - 26.08.2010, Síða 48

Fréttablaðið - 26.08.2010, Síða 48
32 26. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Haldið var upp á hundrað ára afmæli íslensku hljómplötunnar með sýn- ingu og dagskrá í Norræna húsinu á mánudaginn. Almenn ánægja var með dagskrána yfir daginn og þótti hún bæði fróðleg og skemmtileg. Fyrir marga átti boðuð endurkoma nokkurra af meðlimum hljómsveit- arinnar Þeyr um kvöldið svo að verða hápunkturinn, en mikil stemmn- ing hafði myndast fyrir henni. Gestir fóru að tínast inn í Norræna húsið klukkutíma fyrir auglýstan tíma, enda salurinn lítill og ekki ráðlegt að hætta á að verða af þessum stórviðburði. Þegar á hólminn var komið fólst „end- urkoman“ hinsvegar í sýningu á kvik- mynd um sögu sveitarinnar og flutn- ingi á þremur lögunum hennar í nýjum útsetningum. Eini meðlimur Þeys sem tók þátt í dagskránni var Guðlaugur Kristinn Óttarsson sem kynnti flytj- endur en tók ekki þátt í sjálfum tónlist- arflutningnum. „Þetta eru ekki Þeyr, þetta er hann!“ eins og einn tónleika- gesturinn heyrðist segja. Þeyr er að mínu mati flottasta hljóm- sveit Íslandssögunnar. Hún gerði frábærar plötur og var stórkostleg tónleikasveit. Þess vegna er kannski bara gott að hún kom ekki saman í einhverri bæklaðri mynd í Norræna húsinu á mánudagskvöldið. Ef Þeys- endurkoma á að standa undir nafni þurfa allir meðlimirnir að vera með og þá þarf að gera þetta almennilega. Hálfkák er verra en ekkert. Eins og fram kom í kvikmyndinni Þeyr the Movie (sem enn er á vinnslu- stigi) þá kom hin endanlega útgáfa Þeys fram á sjónarsviðið 1981 og verður því 30 ára á næsta ári. Það mætti vel halda upp á þau tímamót með kombakki, en það mætti líka fagna þeim með endurútgáfu á plötum bandsins og bæta við fágætu efni og tónleikaupptökum. Þetta er allt of gott efni til að láta það rykfalla í einhverjum skúmaskotum. Þó að tónlistaratriðin hafi verið ágæt þá stóð Þeys-dagskráin í Nor- ræna húsinu ekki undir væntingum. Hún vakti hins vegar athygli á þess- ari frábæru sveit sem er besta mál. Hann og Þeyr ÞEYR Ein flottasta hljómsveit Íslands- sögunnar. > Í SPILARANUM Sufjan Stevens - All Delighted People EP Best Coast - Crazy For You Tired Pony - The Place We Ran From Arcade Fire - The Suburbs ARCADE FIRESUFJAN STEVENS Enska rokksveitin The Liberti- nes hélt sína fyrstu tónleika í sex ár í HMV-höllinni í London fyrir framan um þrjú hundruð vini og ættingja. Sveitin hætti árið 2004, aðallega vegna vaxandi eiturlyfja- notkunar söngvarans Pete Doherty, og töldu margir að hún ætti ekki afturkvæmt. Doherty og hinn forsprakki sveitarinnar, Carl Barat, virð- ast hafa grafið stríðsöxina langt niður í jörðina því þeir náðu vel saman á tónleikunum. Spiluð voru 22 lög, bæði af fyrstu plötunni Up the Bracket frá árinu 2002 og af þeirri næstu, The Libertines. Sveitin var að sjálfsögðu klöppuð upp og spilaði þá tvö lög af fyrstu smáskífu sinni, What a Waster og I Get Along. Liðsmenn The Libertines litu á tónleikana sem nokkurs konar æfingu, enda umvafðir fólki sem þeir þekktu. Í kvöld verða aðrir tónleikar á sama stað fyrir aðdá- endur sem unnu miða á Netinu. Alvaran hefst síðan á morgun þegar Doherty og félagar spila á Leeds- tónlistarhátíðinni. Annað kvöld er síðan röðin komin að Reading- hátíðinni heimsfrægu. Þar stígur sveitin næstsíðust á svið á undan hinni kanadísku Arcade Fire. Fyrstu tónleikarnir í sex ár THE LIBERTINES Hljómsveitin The Libertines hélt sína fyrstu tónleika í sex ár í London. Tired Pony er nýjasta ofurgrúppan sem lítur dagsins ljós. Liðsmenn R.E.M., Snow Patrol og Belle & Sebastian eru þar í aðalhlutverkum. Ofurgrúppur virðast vera í mik- illi tísku um þessar mundir. Rokk- arinn Jack White reið á vaðið með The Dead Weather sem er skipuð meðlimum The White Stripes, The Kills og Queens of the Stone Age og í kjölfarið steig fram í dags- ljósið Them Crooked Vultures, kröftug rokksveit með þríeykinu Dave Grohl, Josh Homme og John Paul Jones, fyrrum bassaleikara Led Zeppelin. Núna er röðin komin að popp- kántríbandinu Tired Pony. Með- limir hennar eru Gary Lightbody, forsprakki hinnar norður-írsku Snow Patrol, Peter Buck, gítar- leikari R.E.M., Richard Colburn, trommari Belle & Sebastian, og þeir Ian Archer, Jacknife Lee, Scott McCaughey og Troy Stew- art sem eru allir reyndir úr tón- listarbransanum. Lightbody er maðurinn á bak við Tired Pony. Hann byrjaði að semja lög fyrir ímyndaða kántrí- hljómsveit þegar Snow Patrol var á tónleikaferð til að fylgja eftir sinni síðustu hljóðversplötu, A Hundred Million Suns. Það var síðan í maí í fyrra sem Tired Pony komst fyrst í fréttirnar eftir að Lightbody játaði ást sína á sveitatónlist. Hann útskýrði að hann hefði gengið með kántrí- plötu í maganum í langan tíma og að hún yrði hans næsta verkefni. Hljómsveitin varð síðan að veruleika 4. janúar síðastliðinn þegar hópi tónlistarmanna var hóað saman í hljóðver í Portland í Bandaríkjunum undir handleiðslu upptökustjórans Garrett „Jack- nife“ Lee sem stjórnaði einmitt upptökum á A Hundred Million Suns. Hann hefur unnið náið með R.E.M. í gegnum árin og í gegn- um hann gengu þeir Pete Buck og Scott McCaughey, sem hefur spil- að með R.E.M. á tónleikum síðan 1994, til liðs við Tired Pony. Hópurinn náði sérlega vel saman og fyrsta plata Tired Pony, hin prýðilega The Place We Ran From, kom út í Bretlandi í síðasta mánuði. Fyrstu tónleikar sveitar- innar voru síðan í London 14. júlí. Góðir gestir stigu þar á svið, eða Lisa Hannigan, sem hefur sungið með Damien Rice, og Tom Smith, söngvari Editors, sem kemur ein- mitt við sögu á plötunni. freyr@frettabladid.is Ofurgrúppan Tired Pony TIRED PONY Gary Lightbody og Peter Buck á fyrstu tónleikum Tired Pony í London í síðasta mánuði. NORDICPHOTOS/GETTY Tónlistarhátíðin Melodica Acoustic Festival verður haldin í fimmta skipti í Reykjavík núna um helgina. Í þetta skipti verða um fimmtíu atriði á dag- skrá, þar af þrír erlendir tónlistar- menn. Meðal nýjunga í ár eru órafmagn- aðir tónleikar hljómsveita sem hingað til hafa verið þekktari fyrir rafmagn- aðri uppákomur. Má þar telja Morðingj- ana, Ultra Mega Technobandið Stefán, Sykur og Bloodgroup. Önnur nýjung er lagasmíðavinnustofa Melodica-hátíð- arinnar. Fjórir listamenn, þau Jona Byron, Halla Norðfjörð, Daníel Jón Jónsson og Jóhann Kristinsson, dvelja nú á Hótel Djúpavík þar sem þau semja saman lög í tvo daga. Þau kynna afurð- irnar á föstudagskvöld á Café Rosen- berg. Melodica fer þannig fram í ár að á föstudag og laugardag hefst dagskráin kl. 16 á Hemma og Valda og stendur þar til kl. 22.30. Dagskráin á Rósenberg hefst kl. 21 og stendur yfir til kl. eitt eftir mið- nætti. Á sunnudag verður síðan slakað á í Slippsalnum við Mýrargötu 2 frá kl. 18 til 23. Ókeypis er á hátíðina en frjáls framlög eru vel þegin. Tilgangur Melodica-hátíðarinnar er að hjálpa listamönnum úr grasrót- inni að kynnast betur og vinna saman. Enn fremur að kynna unga og upprenn- andi tónlistarmenn og skapa þeim vett- vang til að koma fram. Hátíðin er nú haldin víða um heim, meðal annars í Melbourne, Sydney, Hamborg, Berlín, Árósum, Brighton og brátt í New York og Amsterdam. Melodica-hátíð í fimmta sinn MORÐINGJARNIR Pönkararnir verða órafmagn- aðir á Melodica Acoustic Festival.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.