Fréttablaðið - 26.08.2010, Qupperneq 58
26. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR42
golfogveidi@frettabladid.is
G
O
LF
&
H
EI
LS
A
Hollráð Hinna
Varabolti
Ein misskildasta reglan í golfinu er hvernig á að leika varabolta. Hinrik
Gunnar Hilmarsson, sem annast hefur eftirlit, vallarvörslu og dómgæslu hjá
GR, útskýrir regluna svona:
1. Leikmaður má taka varabolta ef bolti hans gæti verið týndur utan vatns-
torfæru eða hann gæti verið út af. Hann verður að tilkynna það skýrt að
hann ætli að taka varabolta. Geri hann það ekki og leiki öðrum bolta
verður sá bolti, bolti í leik, með víti, höggi og fjarlægð, og upphaflegi
boltinn er týndur.
2. Leikmenn ættu alltaf að taka varabolta við þessar aðstæður til þess að
flýta leik. Athuga samt að það þarf að vera nánast öruggt að boltinn sé
ekki í vatnstorfæru.
3. Eftir að leikmaður hefur hafið leit að upphaflega boltanum má hann
leita í 5 mínútur og alls ekki lengur. Leikmenn ættu því að temja sér
þann góða sið að taka tímann og hafa hann á hreinu frá því að leit hefst.
Klukkan er eina gilda verkfærið til þess að mæla 5 mínútur, tilfinning um
lengd þess tíma sem búið er að leita gildir ekki. Leiki leikmaður boltanum
eftir að 5 mínútur eru liðnar fær hann 2 högg í víti. Leið-
rétti hann það ekki áður en hann hefur leik af næsta
teig fær hann frávísun. Leikmaður VERÐUR því að vita
hvað tímanum líður.
4. Finni leikmaður upphaflega boltann áður en 5
mínútur eru liðnar verður hann að leika honum. Sé
boltinn ósláanlegur verður leikmaður að nota
hann og taka víti; til baka gegn víti og fjarlægð,
láta boltann falla innan tveggja kylfulengda til
hliðar gegn víti eða sem þriðja möguleika
láta boltann falla handan við þann stað
þar sem boltinn lá í beina línu milli hol-
unnar og þess staðar og eins langt aftur
og hann vill innan vallar.
5. Varaboltann má ekki nota finnist upphaf-
legi boltinn.
Rannsóknir sýna að kylfingur getur
aukið sveifluhraðann með því að
bæta styrktarþjálfun og liðleika-
þjálfun við æfingakerfi sitt.
„Til að geta slegið boltann lengra
verður þú að hafa stöðugleika og
styrk í neðri hluta líkamans, jafnt
sem efri hluta líkamans og í hönd-
um. Styrkur er aðeins grunnurinn;
styrkur gefur þér möguleika á að
framkvæma snúninginn og dregur
klárlega úr líkum á meiðslum, en
án liðleika og jafnvægis munt þú
ekki geta aukið sveifluhraðann. Ef
þú bætir styrk og eykur vöðva-
massa án liðleikaþjálfunar þá
getur þú misst það sem kallað er
rétt tímasetning og sveifluhraðinn
verður hægari. Flestir hafa nægan
styrk til að sveifla golfkylfu en oftar
er liðleikaþjálfuninni ábótavant.
Að lokum, prófaðu að standa á
öðrum fæti, hafðu hendur niður
með síðum og horfðu beint fram.
Þetta átt þú að geta gert vand-
ræðalaust í 30 sekúndur. Ef ekki,
gerðu þá þessa æfingu á hverjum
degi. Þannig öðlast þú það jafn-
vægi sem er svo mikilvægur hluti
af golfsveiflunni.“
Höfundur starfaði með PGA-golfkenn-
aranum Justin Stout í Bandaríkjunum
árið 2007 við að hreyfi- og styrktar-
greina nemendur hans.
Aukinn
sveifluhraði
Magni M. Bernhardsson,
kírópraktor með sérhæfingu í
golfmeiðslum og öðrum íþrótta-
meiðslum.
■ að golfboltinn er 46 grömm.
■ að golfboltinn er 0,0005 sekúndur á kylfuhausnum þegar hann er sleginn.
■ að hraði kylfuhauss þegar kylfan hittir boltann er 200 km/klst.
■ að boltinn flýgur á 250 km/klst. af kylfuhausnum.
■ að kylfuhaus í kyrrstöðu er um 200 grömm.
■ að rétt áður en kylfan hittir boltann er
kylfuhausinn um 40 kíló.
■ að hendur sveiflast á um 42 km/klst. í
200 metra upphafshöggi.
■ að hendur sveiflast á um 41 km/klst. í
120 metra höggi með 9 járni.
■ að kylfingur notar um fjögur hestöfl í löngu
upphafshöggi.
Heimild/GKj.is
Vissir þú?
Golfklúbburinn Kjölur var stofn-
aður 7. desember 1980. Skráðir
stofnfélagar voru 95 en við stofn-
un klúbbsins lá ekkert fyrir um
hvort, hvenær eða hvar yrði leikið
golf á hans vegum. Var því fljót-
lega hafist handa við að reyna
að útvega land fyrir golfvöll en í
fyrstu var leikið golf á landi sem
fékkst að láni í Leirvogstungu.
Haukur Hafsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Kjalar, segir að
strax á fyrsta stjórnarfundi
klúbbsins var ákveðið að sækj-
ast eftir því
landi sem golf-
völlurinn er nú
á. Í maí 1983
var undirritað-
ur samningur
milli Mosfells-
hrepps og golf-
klúbbsins um
leigu á landinu
til tuttugu ára.
Hannes Þor-
steinsson var
fenginn til þess
að hanna völl-
inn og strax um sumarið var haf-
ist handa. Sú framkvæmd var að
mestu leyti unnin í sjálfboðalið-
svinnu og lauk ekki fyrr en 1986.
Sú vinna var ekki létt þar sem
aðeins hluti þess var ræktaður.
Fóru því ófáir klukkutímarnir í
sáningu og grjóttínslu. Hlíðavöll-
ur var formlega tekinn í notkun í
júlí 1986 en völlurinn hefur tekið
algjörum stakkaskiptum frá þeim
tíma.
Árið 2004 var hafist handa við
að stækka Hlíðavöll í 18 holur.
Árið 2008 voru fimm nýjar holur
teknar í notkun á miðju sumri og
þótti takast vel til. Framkvæmd-
ir stöðvuðust síðan tímabundið
þegar kreppan knúði dyra.
„Þrátt fyrir kreppuástand er
nú komin á koppinn ný áætlun
um opnun vallarins í samvinnu
við Landsbankann,“ segir Hauk-
ur. „Mosfellsbær stendur líka við
bakið á okkur.“
Stefnt er að því að opna nýja
völlinn haustið 2011. „Það verður
kannski ekki hægt að opna á full-
kláruðum velli. Til dæmis bíðum
við eftir mold í 14. brautina en við
erum háð því að fá afgangsmold úr
framkvæmdum. Það er ekki mikið
um slíkt þessa dagana,“ segir
Haukur. Í sumar kemur til greina
að spila afmælismót og boðsmót á
16. holu velli og þá bætast við ell-
efta og átjánda holan á nýja vellin-
um. Haukur vill þó engu lofa eða
nefna dagsetningar.
Skráðir félagar í klúbbnum eru
um 650 í dag. Með nýjum velli er
stefnan að fjölga félögum í eitt
þúsund. „Við teljum það raunhæft.
Sérstaklega þegar litið er til golf-
sprengjunnar sem hefur orðið á
síðustu árum. Fólk veit af upp-
byggingunni hér og hringir mikið
til að spyrjast fyrir. Það hræðist
að sitja eftir á biðlista.“
svavar@frettabladid.is
Stefnt á að opna nýjan
Hlíðavöll haustið 2011
Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir. Það er viðeigandi að nú hillir undir
að nýr glæsilegur 18 holu völlur verði opnaður og má segja að klúbburinn hafi þá loks slitið barnsskónum.
10. HOLA Þessi glæsilega hola verður sú tíunda á fullkláruðum velli. Enginn getur
velkst í vafa um að nýr völlur verði eftirsóttur. MYND/EWIN ROALD
NÝR HLÍÐAVÖLLUR Hönnuðurinn, Edwin Roald, og Onno ehf., unnu þessa mynd af stækkun vallarins. Holurnar sem eru óklárað-
ar eru allar á Blikastaðanesi og númeraðar frá 12 til 15. Nýju brautirnar eru í forgrunni, sem og nýtt æfingasvæði, áhaldahús auk
aðstöðu fyrir hestamenn sem var hluti hönnunarinnar. Nýlega var lokið við að tyrfa síðustu fjórar flatirnar. MYND/EDWIN ROALD - ONNO EHF.
HAUKUR
HAFSTEINSSON
Tiger Woods leikur í fyrsta ráshóp á The
Barclays-mótinu sem hefst á PGA-mótaröð-
inni í dag. Aðrir í ráshópnum eru Cameron
Beckman og Troy Matteson og hefja leik
um klukkan sjö að staðartíma, eins og segir
á kylfingi.is.
Woods hefur ekki áður leikið í fyrsta rás-
hóp sem jafnan er fyrir lakari kylfinga
á mótaröðinni. Ástæðan fyrir því að
hann er settur í ráshópinn er
staða hans á FedEx-bikar-list-
anum þar sem Woods er í
112. sæti.
Tiger Woods:
Í fyrsta sinn í fyrsta ráshóp
GOLFKLÚBBURINN KJÖLUR
10 hola: Par 4 – 283/251 metrar
11 hola: Par 4 – 344/280 metrar
12 hola: Par 5 – 494/432 metrar
13 hola: Par 4 – 437/376 metrar
14 hola: Par 4 – 317/269 metrar
15 hola: Par 3 – 171/127 metrar
16 hola: Par 4 – 279/236 metrar
17 hola: Par4 – 322/289 metrar
18 hola: Par 3 – 146/118 metrar
högg var allt og sumt sem Guðlaugur Guðlaugsson, úr Golfklúbbi
Flúða, þurfti til að klára 16. brautina á Selsvelli á Flúðum. Hann not-
aði 4 járn á þessari braut sem er 172 metrar af gulum teigum.
361 dagar eru þar til Ryder-bikarkeppnin hefst á The Celtic Manor-vellinum í
Newport í Wales.
Hlíðavöllur
18 holur
Opnun:
Haustið 2011
Hönnuður:
Edwin Roald