Fréttablaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 62
46 26. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR „Það er mjög gott fyrir íslenska markaðinn að fá Elite Models Management til Íslands,“ segir Ingibjörg Finnbogadóttir sem ásamt Tinnu Aðalbjörnsdóttur mun sjá um rekstur fyrirtækisins hér á landi. Elite er eitt stærsta fyr- irsætufyrirtæki í heimi og hefur á sínum snærum margar af fremstu fyrirsætum heims. Ingibjörg segir að hugmyndin að opnun Elite hér á landi hafi komið í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Fyrst hafi komið upp hugmynd um að halda aðal fyrirsætukeppni Elite, Elite Model Look, hér en síðan var horfið frá því og byrjað að spá í opnun fyrirtækisins hér á landi. „Bernard Hennet, sem er stjórn- arformaður Elite Worldwide, lýsti þessu þannig fyrir okkur að Ísland hafi komið sér ærlega á kortið með því að stöðva allt flug í heiminum,“ segir Ingibjörg en fyrstu drög- in voru lögð fram á fundum milli athafnamannsins Jóns Ólafsson- ar og áðurnefnds Hennets. „Svo var haft samband við okkur og við beðnar um að taka að okkur dagleg- an rekstur á fyrirtækinu hér á landi og nú er komið að þessu.“ Elite-fyrirtækið sérhæfir sig í að finna ný andlit og áðurnefnd keppni er hluti af þeirri leit en hún fer að þessu sinni fram í Kína í október á þessu ári. „Við ætlum að vera með íslenska forkeppni 26. september þar sem sigurvegarinn mun fara út í aðalkeppnina í Kína,“ segir Tinna en í verðlaun er samming- ur upp á 150.000 dollara eða átján milljónir. „Það besta er að stúlkur sem skrá sig hjá okkur verða hluti af alþjóðlega bókunarnetinu hjá Elite. Þannig að þær verða á skrá með mörgum af heitustu fyrirsæt- unum í dag og geta verið bókaðar út um allan heim,“ segir Tinna en 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 GOTT Á GRILLIÐ LÁRÉTT 2. nægilega, 6. utan, 8. samstæða, 9. endir, 11. tveir eins, 12. gafl, 14. fáni, 16. sjó, 17. hlaup, 18. geislahjúpur, 20. guð, 21. ferðast. LÓÐRÉTT 1. líkamshluti, 3. hróp, 4. alger, 5. sarg, 7. nýta, 10. frostskemmd, 13. námsgrein, 15. drykkjarílát, 16. aum, 19. strit. LAUSN LÁRÉTT: 2. nógu, 6. án, 8. par, 9. lok, 11. gg, 12. stafn, 14. flagg, 16. sæ, 17. gel, 18. ára, 20. ra, 21. rata. LÓÐRÉTT: 1. háls, 3. óp, 4. gagnger, 5. urg, 7. notfæra, 10. kal, 13. fag, 15. glas, 16. sár, 19. at. Átta erlendir sjálfboðaliðar frá SEEDS-samtökunum, sem eru með bækistöðvar í Reykjavík, fundu flöskuskeyti í Viðey á dögunum er þeir unnu við hreinsun strand- lengjunnar. Skeytið var frá krökk- um í leikskólanum Brekkuborg og var sent 25. júní síðastliðinn þegar þeir voru í fjöruferð við Geldinga- nes. Í skeytinu segir: „Hæ hæ, við erum nokkrir hressir krakk- ar á leikskólanum Brekkuborg í Reykjavík. Við erum öll í skólahóp og erum 5-6 ára. Fimmtudaginn 25. júní skruppum við í fjöruferð. Ferðin var haldin að Geldinga- nesi. Þaðan sendum við skeytið. Við eyddum morgninum í að leika okkur og veiða með háfi. Veðrið var frábært, sólskin og í kringum 17°. Þegar þú finnur þetta væri gaman að heyra frá þér.Bestu kveðjur, Tinna Mjöll 5 ára, Kjartan Snær 5 ára, Aldís Dröfn 6 ára, Aþena Rós 5 ára, Olivía 6 ára, Brynjar Ingi 5 ára, Silja 5 ára, Gabríel Máni 5 ára, Aleyna Júlía 5 ára, Gabríel 6 ára, Aþena Ásta 6 ára, Birgir Sveinn 5 ára, Ragnar 5 ára og Bríet 6 ára.“ SEEDS-sjálfboðaliðarnir koma frá Englandi, Þýskalandi, Tékk- landi og Serbíu. Þeir munu halda áfram að hreinsa strandlengjuna og sinna umhverfismálum ásamt því að undirbúa uppskeruhátíð Við- eyjar, Töðugjöld, sem verður hald- in á sunnudaginn. -fb Fundu flöskuskeyti í Viðey MEÐ FLÖSKUSKEYTIÐ Átta erlendir sjálfboðaliðar frá SEEDS-samtökunum með flöskuskeytið sem þeir fundu í Viðey. Kjúklinga- bringur sem pabbi grillar og eru búnar að liggja í eins konar maríneringu, er það sem mér finnst best á grillið. Með kart- öflusalati, venjulegu salati og vatn að drekka með. Einfalt og gott. Ingi Hrafn Hilmarsson, leikari sem reif liðþófa í miðri sýningu á leikritinu In the beginning. „Ég hafði bara séð eina mynd af leggingsbux- um Beyoncé og af þeirri mynd að dæma virtust þetta vera eins leggingsbuxur og okkar. Við sögðumst ætla að skoða málið betur áður en frekari ákvarðanir yrðu teknar og það höfum við gert núna og í ljós kom að það er nokkur munur á hennar leggings og okkar. Það lítur út fyrir að hún hafi sótt innblástur í okkar hönnun og við erum bara stolt af því,“ segir Heba Hall- grímsdóttir, annar eigandi hönnunarmerkisins E-label. Frétt um mögulegan stuld söngkonunn- ar Beyoncé á hönnun E-label hefur farið eins og eldur um sinu um netheima og hafa netmiðlar á borð við Daily Mail, Toronto News og Mode.net fjallað um málið og vitnað í orð Hebu. „Mér finnst sumir þessara miðla hafa tekið þetta úr samhengi og ekki greint nógu vel frá málinu. Þarna eru til dæmis kvót sem ekki eru kláruð,“ segir Heba og bætir við að sér finnist sumar fréttirnar hafa verið skrifaðar í eins konar æsifréttastíl. E-label hefur verið fáanlegt í verslun Tops- hop í London frá því í fyrrahaust og verður nú einnig fáanlegt í tveimur verslunarkeðjum í Þýskalandi og bætist sú þriðja við í lok þess- arar viku. „Það er nú engin reynsla komin á Þýskalandsmarkaðinn ennþá, en þetta lítur vel út og menn eru bjartsýnir á að þetta eigi eftir að ganga vel. Vonandi stenst það,“ segir Heba, en verslunarkeðjurnar sem selja hönnun E- label nefnast Kult, Elb og Olymp & Hads. „Þar munum við selja nýjustu vörurnar í bland við þær vinsælustu og leggingsbuxurnar víðfrægu verða þar á meðal.“ - sm Beyoncé málið búið MÁLIÐ DAUTT Heba Hallgrímsdóttir segist hissa yfir þeirri athygli sem erlendir fjölmiðlar sýndu málinu. Átakið Á allra vörum hefur varla farið fram hjá nokkrum manni en hápunkturinn verður söfn- unarþáttur sem verður í beinni útsendingu Skjás eins á föstu- dags- kvöldið. Fjöldi landsþekktra skemmtikrafta kemur fram en meðal þeirra eru systkinin Páll Óskar og Sigrún Hjálmtýsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir og Guðbjörg Magnúsdóttir auk Helga Björns- sonar og Reiðmanna vindanna. Yngri kynslóðin fær auðvitað einnig sitthvað fyrir sinn snúð en tvær vin- sælustu hjómsveitir landsins ætla að troða upp. Þetta eru auðvitað Hjaltalín og Dikta en Hjaltalín fékk fyrir nokkru frábæra dóma í norskum fjölmiðlum og Dikta keypti nýlega útgáfu- réttinn á annarri hljóðversplötu sinni. Þá hyggst stúlknasveitin Elektra einnig koma fram og Thin Jim and the Castaways. Baltasar Kormákur og tökulið kvikmyndarinnar Djúpið stóðu í ströngu í gærkvöldi en þá var skipskaði myndaður á Suðurnesjum. Bátur, sem var sérstaklega keyptur fyrir kvikmyndina, var settur á hliðina og Ólafur Darri, sem fer með aðalhlutverkið í myndinni, fékk að kynnast hinu ískalda Atlantshafi. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Elite Models management var stofnað árið 1972 og er ein af stærstu fyrirsætuskrifstofum í heimin- um í dag. Skrifstofan er með 800 fyrirsætur á skrá hjá sér og um 35 skrifstofur víðs vegar um heiminn að meðtaldri íslensku skrifstofunni. Höfuðstöðvarnar eru í París en eigandi Elite World er Bertrand Hennet. Fyrirsætur sem starfað hafa fyrir skrifstofuna eru heims- þekktar stjörnur á borð við Heidi Klum, Naomi Campell, Claudiu Schiffer, Gisele Bundchen, Tyru Banks, Cindy Crawford og Elle Macpherson. MEÐ FRÆGAR Á SKRÁ INGIBJÖRG FINNBOGADÓTTIR: VERÐUM GÓÐAR MÓDELMÖMMUR ELITE MODEL MANAG- MENT OPNAÐ Á ÍSLANDI hún mun hafa yfirumsjón með fyr- irsætunum. Elite er búið að fá skrifstofuhús- næði á 3. hæð á Klapparstíg 25-27 og verður opið hús á laugardaginn milli 11 og 17. „Við hvetjum allar þær stúlkur sem telja sig eiga erindi í keppnina og í fyrirsætubransann til að koma og kíkja á okkur á laug- ardaginn,“ segir Tinna og bætir við að þær taki einnig við ábendingum. „Við erum báðar með mikla reynslu á þessu sviði og ætlum okkur að verða góðar módelmömmur,“ segir Ingibjörg. alfrun@frettabladid.is SUÐRÆN SVEIFLA Suðræn sveifla er skemmtileg líkamsrækt fyrir konur á öllum aldri. Námskeiðið byggist upp á mjúkri upphitun, latín dönsum, kvið- æfingum og góðri slökun. Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.30 og miðvikudögum kl. 18:00 og laugardögum kl. 11:00 Kennarar eru Bitgitta Sveinbjörnsdóttir danskennari og Ólöf Björk Björnsdóttir. Skráning er hafi n á námskeið sem hefst 2. september. Kennt verður í Mecca Spa, Nýbílavegi og íþróttasal Hvassaleitisskóla við Stóragerði, og hægt er að skrá sig í síma 899 8669 VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1. Þjófarnir voru fimm. 2. Laxinn veiddist í Laxá í Aðaldal. 3. Um 60 þúsund manns. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I ELITE MEÐ ÚTIBÚ Á ÍSLANDI Tinna Aðalbjörnsdóttir og Ingibjörg Finnbogadóttir sjá um rekstur Elite-fyrirsætuskrifstofunnar á Íslandi sem verður til húsa við Klapparstíg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.