Fréttablaðið - 27.08.2010, Page 26

Fréttablaðið - 27.08.2010, Page 26
 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR4 Akureyrarvaka verður sett í átt- unda skipti í dag og hafa viðburðir hennar aldrei verið fleiri. Vakan, sem er alltaf haldin í kringum afmæli Akureyrarbæjar hefur verið kölluð menningarnótt Eyfirð- inga og verður af nægu að taka. „Um sextíu viðburðir eru á dag- skrá og voru nýir að bætast við allt fram á síðasta dag,“ segir Guðrún Þórsdóttir, verkefnastjóri vökunn- ar, en vegna fjölda viðburða hefur vakan, sem markar endalokin á Listasumri listahátíðar, verið lengd úr tveimur dögum í þrjá. Guðrún segir vígslu Menningarhússins Hofs á laugardag og mikinn fjölda tónlistaratriða einkenna hátíðina í ár. „Hátíðin verður formlega sett í Lystigarðinum klukkan átta í kvöld en hann verður að venju ljósum prýddur auk þess sem fjöldi atriða verður á dagskrá. Eins munu Lay Low og gestir halda tvenna tónleika í Menningarhúsinu Hofi og leggja sérstaka áherslu á eyfirsk skáld,“ segir Guðrún innt eftir helstu við- burðum í dag. Menningarhúsið Hof verður formlega opnað á morgun klukk- an 16. Þar verður fjöldi listvið- burða alla dagana sem enda með hátíðartónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands og Víkings Heiðars Ólafssonar á sunnudag. „Menningarhúsið mun þó ekki gleypa alla viðburðina heldur verða þeir úti um allan bæ jafnt úti sem inni,“ segir Guðrún og nefnir markað í miðbænum þar sem meðal annars verður kynning á Kvenna- frídeginum 25. október, snyrtivöru- söfnun og margt fleira. Síðustu ár hefur miðbæ Akureyr- ar verið breytt í útileikhús á laugar- dagskvöldinu. Viðburðurinn hefur fengið nafnið Taumlaust karnival og í ár verður ekkert gefið eftir. Leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir stýrir dagskránni og verður hægt að hlýða á brasssveit, marimba- sveit, óperusöng, rokk frá Blood- group og Sjálfsprottinni Spévísi ásamt því að horfa á sirkus Art- ika og atriði úr Rocky Horror svo dæmi séu nefnd. Pönkhljómsveit- in Buxnaskjónar slær svo botninn í hátíðina með tónleikum í Sundhöll Akureyrar á sunnudag. Guðrún segir flytjendur og listamenn sem taka þátt í hátíð- inni aðallega koma frá Akureyri og nærsveitum þótt vissulega séu undantekningar á því og að allir séu velkomnir. „Þetta er engu að síður okkar partý og ég held að það eigi allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi enda boðið upp á alls kyns listviðburði og allt frá klassík yfir í pönk.“ vera@frettabladid.is Klassík, karnival og pönk Mikil menningarveisla er í uppsiglingu á Akureyri enda Akureyrarvaka sett í áttunda skipti í kvöld. Menningarhúsið Hof verður vígt á morgun og aldrei hafa fleiri viðburðir verið á dagskrá. Guðrún á Húna II sem mun fara með leikskólabörn frá leikskólanum Hólmasól í sigl- ingu annað árið í röð. Í fyrra tóku þau þátt í friðarverkefni og sendu út flöskuskeyti með friðarboðskap. Þau fengu svar að utan og munu endurtaka leikinn í ár. MYND/HEIDA.IS EINN ROSA GÓÐUR Í NÝJUM LIT Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, Lokað á laugardögum í sumar Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur teg. 81103 - létt fylltir í BC skálum á kr. 4.350,- buxur í stíl á kr. 1.990,- 1.990 • 3.990 • 4.990 AÐEINS ÞRJÚ VERÐ Í BÚÐINNI 50—70% AFSLÁTTUR NÝJAR VÖRUR BEINT Á ÚTSÖLUNA Sími 534 0073 Erum með opið á lau. kl. 11—16 Heilsusetur Þórgunnu 552 1850 / 896 9653 · www.heilsusetur.is Viðurkenndur sérmenntaður kennari með 20 ára reynslu UNGBARNANUDD Námskeið 2 september nk. BAKNUDDNÁMSKEIÐ Námskeið 2 september nk. ANDLITS- OG HÖFUÐNUDD Námskeið 10 september nk. Upplýsingar í síma 896-9653 og á www.heilsusetur.is. Rope Yoga • elin.is • Bæjarhrauni 2 Hfj. • Sími: 696 4419 www.elin.is námskeið hefjast 30. ágúst Skráning er hafin Upplýsingar á www.elin.is og í síma 696 4419 Í boði eru Rope Yoga, TRX og lyftinganámskeið. Skipholti 29b • S. 551 0770 Síðustu dagar Útsölunnar 27. ágúst – 4. september Allar Útsöluvörur á 50% afslætti Ný sending af vetrarvörum frá Basler LaugardagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.