Fréttablaðið - 03.09.2010, Page 50

Fréttablaðið - 03.09.2010, Page 50
30 3. september 2010 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is > Ekki missa af ... Duttlungum, málverkasýn- ingu, Þrándar Þórarinsson- ar á Laugavegi 26 (áður Skífan) lýkur á sunnudag. Duttlungar eru fjórða einkasýning Þrándar og samanstendur af olíu- málverkum sem eru óður til Reykjavíkur og sýna borgina eins og Þrándur vildi hafa hana. „Þetta er sagan mín og ég legg öll spilin á borðið,“ segir Kristján Jóhannsson tenór um væntan- lega ævisögu sína, Il grande ten- ore. Þórunn Sigurðardóttir skráir söguna og fer yfir feril söngvar- ans, allt frá æskuárum hans á Akureyri til dagsins í dag. Í bókinni segir Kristján meðal annars frá því, að hann ætlaði sér aldrei að koma aftur til Íslands eftir fjaðrafokið sem varð út af umdeildum styrktar- tónleikum í Hallgrímskirkju um árið og frægu Kastljósviðtali í kjölfarið. „Það halda margir að þeir þekki mig af því að ég hef verið mikið í sviðsljósinu,” segir Kristján. „En ímyndin sem fjölmiðlar skapa er ekki allt. Ég hef lifað viðburðaríku lífi, upplifað glæsta sigra en líka afar erfiða tíma. Þar sem ég er bæði skapstór og ekki orðvar maður kem ég mér oft í vandræði. Það veldur því kannski líka að þjóðin vilji stundum misskilja mig.“ Þá ræðir Kristján líka um veikindi eiginkonu sinnar, sem ollu því að um tíma gat hann ekki sungið. Forlagið gefur út ævisögu Kristjáns, sem kemur út í byrjun nóvember. Kristján leggur spilin á borðið KRISTJÁN JÓHANNSSON Leikhús ★★★ Nígeríusvindlið 16 elskendur 16 elskendur spruttu fram á svið- ið í Kassanum þó þeir væru bara tíu. Það var kannski fyrsta svindl- ið. Þjóðleikhúsið hóf leikárið með því að bjóða upp á blandaðan hóp ungra áhugasamra leikara sem sjálfir settu saman hraðnámskeið í að græða á vitleysingum og beita þá brögðum sem þegar eru þekkt meðal svikahrappa. Nígeríusvindlið gerir hópurinn að sínu yrkisefni og heimfærir upp á Ísland. Að leysa öll þau vandamál sem nú hafa upp komið með svik- um á svik ofan, er það sem þau sjá fyrir sér. Hópurinn bregður sér í ýmis gervi og það er bongotrommustuð þó þau veltist um á öskuhaugum þriðja heimsins í plastpokahrúgum sem mynda tvö fjöll á sviðinu. Að fá fólk til þess að borga inn á einhverja reikninga einhvers staðar í von um fúlgur á móti er jú fyrir- bæri sem allflestir hafa lent í. Slík- ar fúlgur komu fljúgandi í Níger- íusvindlinu, inn á reikninga hjá útsmognum (eða sjálfbjarga) aðil- um sem buðu vesalingum í hinni heimsku Evrópu að ættleiða bónda- garm sem orðið hafði hvað verst úti í gosinu undir Eyjafjöllum. Hugmyndirnar voru margar hverjar brilljant og hlátrasköllin létu ekki á sér standa. Þau unnu verkið eins og dansverk og stund- um með tækni kórsins. Margt var smart unnið en eins og oft vill verða þegar enginn einn er við stjórnvölinn voru sum atriði hrein- lega of matreidd oní mannskapinn eins og þegar þau halda hvert sína ræðuna á námskeiði sem áhorfend- um var boðið á; í stað þess að gera það kannski einu sinni eða tvisvar gerðu þau það sex sinnum. Frammistaða leikaranna var jöfn þó svo að þau Hlynur Páll og Aðal- björg Þóra hefðu leikið einna best á salinn. Það verður athyglisvert að sjá hverjum þau vefja inn í leikinn síðar en á fyrstu sýningunni voru það Stefán Jónsson leikstjóri og Þórarinn Eldjárn skáld sem birtust og urðu hluti af verkinu fyrir svo utan að áherslupenninn Vilhjálm- ur Bjarnason bregður upp miklum mafíósahatti og vitnar í Stein Stein- arr um draum sérhvers manns. Þetta var á köflum mjög fyndið og hugmyndin að gera eymd Afríku og allra þriðjaheimsvesalinga að okkar stórgróða er svo sem ekkert ný. Draumurinn rætist; við verðum fjármálaöskuhaugur. Hvað erum við ekki búin að gera mikið grín að vitlausum Ameríkönum sem ætt- leiða hvali? María þýska Volfendorf eða hvað hún nú hét sem ættleiddi íslenskan bónda var líklega sú sem kitlaði hláturtaugar áhorfenda hvað mest. Þetta var ágætt en hefði mátt vinna betur og með aðeins meiri auðmýkt gagnvart efninu. Öskur og gassagangur verður því miður oft bara öskur og gassagangur. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Hugmyndaríkt verk og á köflum bráðfyndið en hefði mátt vinna betur. Fjármálaöskuhaugar Danshátíðin Reykjavík Dance Festival hófst á mið- vikudag og stendur fram á sunnudag. Hátíðin er sú umfangsmesta til þessa og stefnir í að aðsóknarmet frá því í fyrra verði slegið. Þetta er í sjöunda sinn sem Reykjavík Dance Festival er hald- in. Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, sem situr í stjórn hátíðarinnar, segir hana einkennast af meiri breidd í ár en oft áður. Hátíðin byrjaði af krafti á mið- vikudagskvöld. Krökkt var út úr dyrum á opnunarkvöldinu. „Hátíðin hefur farið stækk- andi frá ári til árs og miðað við mætinguna á opnunarkvöld sýn- ist mér allt stefna í að aðsóknar- metið frá því í fyrra verði slegið,“ segir Lovísa. Mest allt í sjálfboðavinnu Vöxtur Reykjavík Dance Festival er eitt dæmi um hvernig vegur danslista hefur vaxið hér á landi á liðnum árum, sem Lovísa þakk- ar tilkomu Listaháskóla Íslands. „Það útskrifast sífellt fleiri danslistamenn og hópurinn stækkar smám saman og þéttist. Það er mikil samstaða innan stétt- arinnar og mikil gróska og sköp- unarkraftur, öðruvísi væri ekki hægt að halda þessa hátíð.“ Stjórn Reykjavík Dance Festi- val hefur úr litlu fé að moða og hátíðin er að stóru leyti skipulögð í sjálfboðavinnu. „Við fáum styrki frá borginni og menntamálaráðuneytinu sem hrökkva fyrir hluta af yfirbygg- ingunni. Annað er gert í sjálf- boðavinnu. Þetta er mikið álag en helgast af því að hátíðin hefur sprungið út, sem er auðvitað jákvætt.“ Vaxandi orðstír Eitt af meginmarkmiðum hátíðar- innar er að stækka markaðssvæði íslenskra dansverka. Undanfar- in þrjú ár hafa skipuleggjend- ur varið hluta af því fé sem er til umráða í að bjóða skipuleggjend- um erlendra hátíða á Reykjavík Dance Festival. „Orðstír okkar er augljóslega að aukast,“ segir Lovísa. „Fyrsta árið þurfti nánast að draga erlenda skipuleggjendur hingað. Í fyrra komu aðeins fleiri og í ár tökum við eftir að auk skipuleggjendanna sem við bjóðum mæta fleiri á eigin vegum. Það eru allmörg dæmi um verk sem hafa verið sýnd á hátíð- inni sem hafa verið keypt á aðrar hátíðir erlendis og ferðast um alla Evrópu..“ Sýningar hátíðarinnar fara fram á þremur stöðum: Hafnarhúsinu, Norðurpólnum á Seltjarnarnesi og Brimhúsinu en boðið verður upp á strætóferðir frá Hafnarhúsi út á Seltjarnarnes og til baka. bergsteinn@frettabladid.is REYKJAVÍK DANCE FESTIVAL SPRENGIR AF SÉR BÖNDIN Á hátíðinni verða frumsýnd ný sviðsverk, auk vídeóverka og dansgjörninga. Höfundar verkanna í ár eru: Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson, Margrét Sara Guðjónsdóttir, Ólöf Ingólfsdóttir, Steinunn Ketilsdóttir, Isabelle Schad og Laurent Goldring (Þýskaland/Frakkland) Saga Sigurðardóttir og Anat Eisenberg (Ísrael), Dansfélagið Krummi, Valgerður Rúnarsdóttir, Hrafn- hildur Einarsdóttir og Muscle And Hate Crew (Svíþjóð). Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á dancefestival.is. LISTAMENN Á REYKJAVÍK DANCE FESTIVAL LOVÍSA ÓSK Sífellt fleiri skipuleggjendur erlendra danshátíða mæta á Reykjavík Dance Festival til að kynna sér íslenska danslist. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hristu þig í haustgírinn með 5 á Richter og Lísu föstudags- og laugardagskvöld Leiftur frá liðinni tíð Klukkan 10 til 16 Í kúlunni í Ásmundarsafni stendur nú yfir innsetning Ráð- hildar Ingadóttur sem nefnist Svefnljós. Ásmundarsafn er opið daglega í september frá kl. 10-16. Á sunnudag mun Ráðhildur ræða verk sitt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.