Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.09.2010, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 03.09.2010, Qupperneq 58
38 3. september 2010 FÖSTUDAGUR FÓTBOLTI Fjölmargir leikir fara fram í undankeppni EM 2012 í kvöld og ljóst að margra augu verða á leik Englands og Búlgaríu. Enska landsliðið beið skipbrot á HM í Suður-Afríku undir stjórn Ítalans Fabio Capello. Ítalinn er þrátt fyrir það enn við stjórnvöl- inn og fær annað tækifæri með enska liðið. Það hefur mikið gengið á síðan HM lauk. Einhverjir leikmenn eru hættir að gefa kost á sér, umræð- an í kringum landsliðið hefur ekki verið góð og Capello hefur mátt þola margs konar persónulega gagnrýni. Hann stefnir á að yngja liðið upp en hefur engu að síður skilið unga og efnilega leikmenn fyrir utan hópinn. Það er því mikil pressa á Capello í kvöld. „Það er hluti af starfinu að vera undir pressu. Þegar ég vinn leiki er ég besti þjálfari í heimi en þegar ég tapa þá er ég sá lélegasti,“ sagði Capello sem hefur marga fjöruna sopið á löngum ferli. „Auðvitað lærði ég mikið af HM. Maður lærir alltaf með hverri reynslu. Ég hef breytt ýmsu en ekki miklu. Við verð- um samt að leika án ótta. Mér finnst leik- mennirnir taka vel á því á æfingum, þeir eru með fínt sjálfstraust og vonandi skilar það sér inn í leikinn. Búlgarar verða erfiðir enda með fínt lið sem kann þá list vel að verjast. Við verð- um samt að vinna og ég vona að stuðningsmenn- irnir standi með okkur.“ Capello fékk góð tíð- indi um helgina er Wayne Rooney skoraði loksins. Reyndar skor- aði hann aðeins úr víti en mark er mark og þetta mark létti press- unni örlítið af fram- herjanum. „Ég var að fylgj- ast með þessum leik. Hann var góður, hann er kominn til baka og ég gleðst yfir því að hann hafi skor- að,“ sagði Capello sem hótaði reyndar að hætta að gefa viðtöl eftir mjög óvægna meðferð sem hann fékk hjá slúðurblaðinu The Sun á dögunum. „Rooney hleypur mikið á vellin- um og hann má fara þangað sem hann vill. Rooney mun spila þenn- an leik gegn Búlgörum með stæl.“ Capello hefur verið mikið gagn- rýndur fyrir það hvernig hann lokaði dyrunum á David Beck- ham. Hann hefur dregið í land þar og ítrekaði aftur í gær að dyrnar stæðu opnar fyrir Beckham eins og aðra leikmenn landsliðsins. Phil Jagielka, leikmaður Evert- on, mun væntanlega leika í miðju ensku varnarinnar þar sem vant- ar bæði John Terry og Rio Ferd- inand. Capello segist vera langt kominn með að velja byrjunar- liðið. „Joe Hart verður í markinu. Svo eru það Rooney, Gerrard, Gareth Barry, Ashley Cole, Glen Johnson og Jagielka. Ég er líklega búinn að velja tíu leikmenn í liðið. Það er smá vafi með eitt sæti,“ sagði Fabio Capello. henry@frettabladid.is Við verðum að spila án ótta Enski landsliðsþjálfarinn Fabio Capello er undir pressu í kvöld þegar enska landsliðið reynir að rétta úr kútnum eftir vonbrigðin á HM. Landsliðsþjálfarinn óskar eftir stuðningi áhorfenda þó svo þeir séu ósáttir. FANN SIG EKKI Á HM Rooney komst aldrei í gang á HM og vill eflaust ólmur skora í kvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY UNDIR PRESSU Stuðningsmenn enska landsliðsins hafa margir hverjir snúið bakinu við Fabio Capello landsliðsþjálf- ara. Hans verk er að ná þeim aftur á sitt band. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Þjálfarar óskast hjá Handknattleiksdeild HK Vegna mikillar stækkunar á handknattleiksdeild HK vantar bæði þjálfara og aðstoðarþjálfar fyrir veturinn 2010 2011. Við leitum bæði eftir þjálfurum með og án reynslu. Íþrótta- og/eða uppeldismen- ntun er kostur. Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Finnbogason yfirþjálfari í olafur@veidifor.is eða 822 2307 Þjálfarastyrkir ÍSÍ haust 2010 Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki vegna menntunar erlendis. Umsóknir berist á þar til gerðum eyðublöðum fyrir 21. sept. nk. Upplýsingar gefur sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ í síma 460 1467 og á vidar@isi.is eða FYRIR 229 KRÓNUR FÆRÐ ÞÚ: frábæra skemmtun í heilan sólarhring fyrir alla fjölskylduna Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins 229 krónur á dag. Tryggðu þér áskrift í dag! vhs spólu í kolaportinu FÓTBOLTI Þó svo að íbúafjöldi Nor- egs sé tæplega fimm milljónir má gera ráð fyrir að fleiri Íslending- ar en Norðmenn hafi aðgang að leik landanna á morgun í sjón- varpstækjum sínum. Leikurinn verður sýndur á Canal+ í Noregi og er talið að 50-100 þúsund Norðmenn hafi áskrift að stöðinni. Menningar- málaráðherra Noregs, Anniken Huitfeldt er óánægð með þetta. „Það er mjög mikil synd að fáir eigi möguleika á að horfa á jafn mikilvægan leik hjá norska landsliðinu,“ sagði hún við norska fjölmiðla í gær. Canal+ yfirbauð bæði NRK, norska ríkissjónvarpið, og TV2 og sagði einn dagskrárgerðarmanna NRK að stöðin hefði borgað á bil- inu 150-200 milljónir króna fyrir útsendinguna af leiknum í kvöld. „Það er bara markaðurinn sem ræður för í þessu,“ segir hann. Einn forráðamanna TV2 segir þetta ótrúlega upphæð. „Ef þetta er rétt fá þeir aldrei peninginn sinn til baka.“ - esá Borguðu 150-200 milljónir: Fáir Norðmenn sjá leikinn NORSKAR STJÖRNUR Aldrei hafa færri átt kost á að sjá alvöruleik með norska knattspyrnulandsliðinu, fullyrða norskir fjölmiðlar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Þór komst á topp 1. deild- ar karla í knattspyrnu eftir sigur á grönnum sínum á KA á Akur- eyri í gær. Þór er með 40 stig á toppnum og á tvo leiki eftir en Leiknir og Víkingur eru með 39 og eiga leik til góða á Þór. Alls voru 1.550 manns á vellin- um í gær og þeir sáu Þór komast yfir strax á þriðju mínútu. Atli Sigurjónsson skoraði þá af stuttu færi og tuttugu mínútum síðar tvöfaldaði Þorsteinn Ingason forystu Þórs. Sigurður Marinó Kristjánsson skoraði síðasta mark leiksins af löngu færi og allt ætlaði um koll að keyra á meðal stuðnings- manna Þórs, enda rígurinn á milli félaganna mikill. Þór á eftir að mæta HK og Fjarðabyggð, Leiknir spilar við HK á morgun, Fjarðabyggð og loks Fjölni en Víkingar við ÍR á morgun, KA og svo HK. - hþh 1. deild karla í knattspyrnu: Þór á toppinn eftir sigur á KA FÓTBOLTI Veigar Páll Gunnarsson hefur leikið frábærlega í Nor- egi allan sinn feril og fær sinn skerf af athygli þarlendra fjöl- miðla fyrir leik Íslands og Noregs í kvöld. Veigar hefur verið heitur með Stabæk undanfarið. Jon Knudsen verður í marki Norðmanna en hann spilar með Stabæk líkt og Veigar og segir samherja sinn vera góðan leik- mann. „En ég er ekki að missa neinn svefn yfir honum,“ sagði Knudsen og bætti við að sjálfs- traustið í hópnum væri mikið eftir sigur á Frökkum í vináttu- leik í ágúst. Veigar er eflaust staðráðinn í að framkalla martraðir fyrir hann næstu daga með góðum leik í kvöld. Aftenbladet býst við því að Ísland stilli upp í 4-2-3-1 leikkerfi með tvo djúpa miðjumenn og að Veigar spili fyrir aftan Heiðar Helguson „í Guðjohnsen-stöðunni“ eins og þeir kalla hana. „Það hent- ar Veigari vel,“ segja þeir. Alls eru sex leikmenn í íslenska hópnum á mála hjá liðum í Noregi. Aftenbladet slær því föstu að Birk- ir Bjarnason og Indriði Sigurðs- son, samherjarnir hjá Viking, byrji báðir leikinn, ásamt Kristjáni Erni Sigurðssyni. Flestir fjölmiðlar eru varkárir en segja þó að ef allt sé eðlilegt eigi norska liðið að vinna. Aftenbla- det segir þó að riðillinn megi alls ekki hefjast á því að liðið „kasti frá sér stigum gegn lélegasta liðinu í riðlinum“. - hþh Norskir fjölmiðlar eru varkárir en heimta sigur í kvöld: Missi engan svefn yfir Veigari Páli SKOT Samherji Veigars hjá Stabæk skaut létt á hann í norskum fjölmiðlum í gær. Veigar þarf að hefna sín með í leiknum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.