Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.09.2010, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 11.09.2010, Qupperneq 4
4 11. september 2010 LAUGARDAGUR Umhverfis landið Ranglega var farið með nafn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur alþingis- manns í kynningu með aðsendri grein sem birtist á leiðaraopnu blaðsins í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Niðurskurður stjórnvalda hjá Háskóla Íslands sem fjallað var um í blaðinu í gær nær til áranna 2009 til 2011, ekki næstu þriggja ára líkt og hermt var í fréttinni. LEIÐRÉTTING BOLUNGARVÍK Brimbrettakappar vöktu athygli á sandinum í Bolungar- vík í fyrradag, að því er greint er frá á vefnum bb.is. Þar munu hafa verið á ferð fjögur kanadísk ungmenni sem öll stunda nám í haf- og strandsvæða- stjórnun hjá Háskólasetri Vestfjarða. Brimbrettaíþróttin hefur ekki notið mikilla vinsælda hér á landi, en það þótti Kanadamönnunum sérkennilegt að heyra, enda væru aðstæður til iðkunar hér hinar bestu. Sjórinn er þó býsna kaldur og því þurftu brimararnir að halda sér sæmilega þurrum með því að klæðast blautbúningum. Brimuðu í Bolungarvík AKUREYRI Tekist var á um staðsetningu nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri á íbúafundi í bænum fyrir skemmstu. Í samtali við vefmiðilinn Vikudag segir Oddur Helgi Halldórsson, formaður bæjarráðs, að fundurinn hafi verið góður en að vissulega hafi komið fram skiptar skoðanir. Þar var kynnt ný stefna í málefnum aldraðra, svokölluð Edenstefna, fjallað var um nýja staðsetn- ingu og arkitekt heimilisins kynnti sínar hugmyndir. Fyrstu hugmyndir um hjúkrunarheimilið gerðu ráð fyrir að það yrði í Naustahverfi, nú er rætt um lóð við Vestursíðu og loks hafa menn nefnt Oddeyri sem ákjósanlegan stað. Oddur Helgi telur Síðuhverfið henta best. Tekist á um hjúkrunarheimili VATNSNES Í vikunni afhentu Húsfreyjurnar á Vatnsnesi fjall- skilastjórninni á staðnum 45 endurskinsvesti sem líklega munu koma sér vel í göngunum sem fram undan eru, að því er segir á vefmiðlinum nordanatt.is. Smalað verður á Vatnsnesi í dag. Húsfreyjurnar er félagsskapur sem stend- ur reglulega fyrir ýmsum viðburðum til styrktar góðum málefnum. Húsfreyjur gáfu endurskinsvesti STÖÐVARFJÖRÐUR Forstjóri Landsbank- ans segir að minni viðskipti á Stöðvarfirði hafi orðið til þess að ákveðið var að loka útibúi bankans á staðnum. Þetta kemur fram í svarbréfi sem bankastjórinn, Steinþór Pálsson, sendi sveitarfé- laginu þegar lokuninni var mótmælt, að því er segir á vef Austurglugg- ans. Þar segir Steinþór að bankanum þyki ákvörðunin miður en hún sé þó óhjá- kvæmileg. Þá hafi verið reynt að tryggja að starfsfólk útibúsins héldi vinnu sinni þótt útibúinu væri lokað. Enn fremur er því hafn- að að Landsbankinn hafi gengið fram fyrir skjöldu í að draga úr þjónustu í bænum, því aðrir hafi orðið þar fyrri til eins og sveitar- stjórnarmönnum sé kunnugt um. Þykir miður að loka þurfti á Stöðvarfirði VOPNAFJÖRÐUR Paola, drottning Belgíu, kom óvænt til Vopnafjarðar með skemmtiferðaskipinu Vessel Plancius síðastliðinn þriðjudag. Drottningin skoð- aði sig um á norðausturhorni landsins og hófst skoðunarferðin í Mývatnssveit, að því er fram kemur á vefnum austur- landid.is. Fulltrúar frá sérsveit Ríkislög- reglustjóra fylgdu drottningunni hvert fótmál, en haft er eftir leiðsögumannin- um Ágústu Þorkelsdóttur að hún hafi verið virðuleg en jafnframt hin alþýðleg- asta. Belgíudrottning á Vopnafirði VESTMANNAEYJAR Skógræktarfélag Íslands hefur valið álm við Heiðarveg 35 í Vestmannaeyjum sem tré ársins 2010. Íbúum hússins var veitt viðurkenning við hátíðlega athöfn og lúðraþyt síðdegis í gær. Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, fór þar fögrum orðum um tréð og skráði það á spjöld sögunnar, að því er sagði á fréttavefnum eyjafrettir.is. Álmur við Heiðarveg valið tré ársins VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 22° 22° 17° 23° 23° 19° 19° 24° 20° 28° 24° 35° 15° 25° 20° 18° Á MORGUN 8-15 m/s S- og V-til. MÁNUDAGUR 5-10 m/s. 13 13 14 14 14 13 11 12 9 11 13 4 3 2 2 2 4 2 1 3 5 2 12 12 13 13 14 12 12 11 11 10 LEIÐINLEGT FRAMUNDAN Gengur í vaxandi suðaustanátt með talsverðri rigningu sunnan og vestan- lands seint í nótt. Fínt veður fyrir norðan og austan á morgun en annað kvöld fer einnig að rigna duglega norðaustan til. Kólnar lítillega í veðri í dag. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður ÖRYGGISMÁL Mistök voru gerð hjá Neyðarlínunni á fimmtudags- kvöld þegar starfskona á KFC í Kópavogi hringdi þangað vegna þriggja starfsbræðra sinna sem brenndust af gufu úr potti. Mennirnir þrír komu sér sjálfir á bráðamóttöku. Dagný Halldórsdóttir, aðstoð- arframkvæmdastjóri Neyðarlín- unnar, segir konuna sem hringdi ekki hafa óskað eftir aðstoð held- ur sett fram fyrirspurn. „Það var spurt hvort ekki væri rétt að fara á neyðarmót- tökuna vegna bruna af völdum heits vatns. Neyðarvörðurinn tók undir það og þannig lauk samtali þeirra,“ segir Dagný sem kveður viðbrögð neyðarvarðarins ekki hafa verið samkvæmt bókinni. „Hann hefði átt að taka betur stjórn á símtalinu; afla upplýs- inga um hvað væri um að vera og alvarleika áverkanna. Þetta hefði líklega leitt til þess að sjúkrabíl- ar hefðu verið sendir,“ útskýr- ir Dagný. Aðspurð segir hún að samkvæmt upplýsingum frá lækni hafi þessi mistök þó ekki komið að sök. Mennirnir hafi komist fljótt á sjúkrahús. Samkvæmt yfirlýsingu frá Helga Vilhjálmssyni, eiganda KFC, var það neyðarvörður sem átt frum- kvæðið í samtalinu. „Spurði starfs- maður Neyðarlínunnar hvort við- komandi væri þannig á sig kominn að annað starfsfólk treysti sér til að aka viðkomandi á neyðarmót- töku í Fossvogi. Það væri fljótleg- asta leiðin,“ segir í yfirlýsingunni. Tveir starfsmannanna sem brennd- ust hafa verið útskrifaðir af sjúkra- húsi og sá þriðji er á batavegi. - gar Neyðarlínan viðurkennir mistök þegar hringt var frá KFC vegna brunasára: Gleymdi að spyrja um áverka LANDSPÍTALINN FOSSVOGI Starfsmaður sem brenndist illa af gufu úr potti á KFC á fimmtudagskvöld fór með félögum sínum á bráðamóttöku. Hann er á bata- vegi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UMHVERFISMÁL Leik- og grunnskól- ar borgarinnar hafa hafið átak til að draga úr magni sorps sem fell- ur til frá þeim. Þetta verður gert með því að flokka sorp og endur- nýta í meiri mæli. Í greinargerð með þessari til- lögu, sem var samþykkt á fundi menntaráðs á dögunum, segir að fyrir utan kosti þess að gera umhverfissjónarmiðum hátt undir höfði í uppeldi og menntun barna og ungmenna, hafi verkefnið einn- ig kosti frá rekstrarsjónarmiði. Þannig kemur fram að þeir skólar sem ynnu meðvitað að úrgangs- málum greiddu talsvert minna í sorphirðu en skólar sem ekki gerðu slíkt. - þj Stefnt að minni úrgangi: Reykvískir skól- ar endurvinna Í ENDURVINNSLUNNI Menntaráð Reykja- víkur vill gera umhverfissjónarmiðum hærra undir höfði í menntun barna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 10.09.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,1526 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 118,09 118,65 182,38 183,26 182,38 183,26 20,170 20,288 19,090 19,202 16,300 16,396 1,4051 1,4133 178,47 179,53 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.