Fréttablaðið - 11.09.2010, Page 10
11. september 2010 LAUGARDAGUR
Auglýst er eftir umsóknum um
styrki úr Forvarna- og framfara-
sjóði Reykjavíkurborgar.
Upplýsingar um úthlutunarreglur
og umsóknareyðublöð er að finna
á vef Reykjavíkurborgar.
Reykjavíkurborg kallar eftir góðum hugmyndum
á sviði forvarna og fegrunar í hverfum borgarinnar
> Fegurri ásýnd hverfis
> Eflingu lýðheilsu
> Aukið öryggi íbúa
> Forvarnir í þágu barna
og ungmenna
> Samstarf íbúa, félagasamtaka,
fyrirtækja og borgarstofnana
Verkefnin geta komið frá einstaklingum,
fyrirtækjum, félagasamtökum eða stofnunum
en þau verða að fela í sér eitt af eftirfarandi:
Enn betri Reykjavík
www.reykjavik.is/ennbetri
UM
SÓ
KNA
RFRESTUR RENNUR ÚT
1. OKTÓBER 2010
NJÓTIÐ ÞESS AÐ FLJÚGA
NÁMSKEIÐ GEGN FLUGFÆLNI – 9. OKTÓBER 2010
Icelandair efnir til námskeiðs fyrir fólk sem vill takast á við flugfælni.
Kenndar verða aðferðir til að vinna bug á kvíða og fælni
og farið verður yfir þætti sem tengjast flugvélinni og fluginu sjálfu.
Námskeiðinu lýkur með flugferð til eins af áfangastöðum
Icelandair í Evrópu.
Leiðbeinendur: Álfheiður Steinþórsdóttir, sálfræðingur,
og Páll Stefánsson, flugstjóri.
Námskeiðið hefst 4. október 2010.
+ UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING
eline@icelandair.is I SÍMI: 50 50 300
Umsóknir þurfa að berast eigi síðar en 30. september 2010.
Gísli Jónsson, dr.med., sérfræðingur í
hjartalækningum og lyflækningum
hefur opnað læknastofu
í Domus Medica.
Tímapantanir alla virka daga milli kl. 9 og 17
í síma 563 1000.
BANDARÍKIN, AP Að venju hafa
Bandaríkjamenn skipulagt ýmsar
minningarathafnir 11. september
þetta árið, þegar níu ár eru liðin
frá árás hryðjuverkamanna á land-
ið.
Meiri styr stendur þó um atburð-
ina og ýmislegt þeim tengt þar
vestra en áður.
Áform múslíma um að opna
mosku í New York, rétt hjá staðn-
um þar sem Tvíburaturnarn-
ir stóðu, hafa farið fyrir brjóstið
á mörgum sem tengja árásirnar
beint við trú múslíma.
Áform fámenns kristins safn-
aðar í Flórída um að brenna helgi-
rit múslima þennan dag hafa ekki
síður vakið andmæli, bæði þeirra
sem óttast viðbrögð herskárra og
strangtrúaðra múslíma víða um
heim og hinna sem telja fráleitt
að kenna múslímum almennt um
árásirnar.
Barack Obama forseti ætlar
að taka þátt í minningarathöfn í
Pentagon, byggingu varnarmála-
ráðuneytisins í Washington, sem
varð fyrir einni farþegaþotunni
af fjórum sem hryðjuverkamenn
rændu og notuðu sem árásar-
vopn.
Joe Biden varaforseti tekur
þátt í annarri athöfn í New York,
þar sem tveimur flugvélum var
flogið á turna Heimsviðskipta-
stofnunarinnar, Tvíburaturnana,
en þær Michelle Obama forseta-
frú og Laura Bush, fyrrverandi
forsetafrú, halda til Shanksville
í Pennsylvaníu, en þar rétt hjá
hrapaði fjórða farþegaþotan eftir
að nokkrir farþeganna gerðu upp-
reisn gegn flugræningjunum.
Nokkur óvissa ríkir um hvort
Terry Jones, leiðtogi fimmtíu
manna safnaðar í bænum Gai-
nesville í Flórída, lætur verða af
áformum sínum um að brenna
Kóraninn.
Hann gaf út tilkynningu í fyrra-
kvöld, eftir að Robert Gates varn-
armálaráðherra hafði rætt við
hann, um að hann væri hættur
við. Síðar sagðist hann enn vera
að hugsa málið.
Á nokkrum stöðum í Afganistan
tóku samtals nokkur þúsund manns
í gær, á bænadegi múslíma, þátt í
mótmælum gegn áformum prests-
ins. Sums staðar kom til átaka og
meiddust á annan tug manna.
Ekki fréttist af fjölmennum mót-
mælum annars staðar. Í Indónesíu,
fjölmennasta múslímaríki heims,
sagði klerkurinn Rusli Hasbi að
Jones hefði þegar sært hjörtu mús-
líma hvort sem hann léti verða af
brennunni eða ekki.
gudsteinn@frettabladid.is
Árása minnst
vestanhafs
Bandarískir leiðtogar taka að venju þátt í minn-
ingarathöfnum. Óvíst hvort klerkurinn Jones lætur
verða af áformum sínum um að brenna Kóraninn.
DANMÖRK, AP Sprengjumaður, sem
særðist þegar sprengja hans sprakk
á hóteli í Kaupmannahöfn í gær, lá
klukkutímum saman í lystigarði
skammt frá meðan lögregla full-
vissaði sig um að svört taska, sem
hann bar í belti um sig miðjan, væri
hættulaus.
Maðurinn var á endanum fluttur
á sjúkrahús.
Hotel Jørgensen, sem er lítið
hótel ekki langt frá Jónshúsi í
Kaupmannahöfn, var rýmt eftir að
sprengjan sprakk og lokað meðan
lögregla leitaði af sér grun um að
aðrar sprengjur kynnu að vera þar.
Garðurinn Örstedsparken var
sömuleiðis girtur af meðan lög-
reglan gekk úr skugga um að engin
hætta væri á ferðum. - gb
Sprengjumaður handtekinn í Kaupmannahöfn:
Fluttur á sjúkrahús
VIÐ HOTEL JØRGENSEN Sprengjuleitar-
hundur við störf í gær. NORDICPHOTOS/AFP
MUHAMMED MUSRI OG TERRY JONES Trúarleiðtogi múslíma í Flórída spurði brennu-
klerkinn, sem var tvístígandi í gær, hvað Jesús myndi gera. NORDICPHOTOS/AFAP