Fréttablaðið - 11.09.2010, Side 18

Fréttablaðið - 11.09.2010, Side 18
18 11. september 2010 LAUGARDAGUR Stjórn fiskveiða Niðurstaða starfshóps um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða liggur nú fyrir. Til- gangur með skipun hópsins var að skilgreina helstu álitaefni sem fyrir eru í löggjöfinni, láta vinna nauðsynlegar greining- ar og leggja fram valkosti til úrbóta. Markmiðið var að leggja grunn að nýrri og betri löggjöf sem skapaði sjávarútveginum góð rekstrarskilyrði til langs tíma og að sem víðtækust sátt yrði um fiskveiðistjórnunina meðal þjóðarinnar. Starfshóp- urinn skilaði skýrslu til sjávar- útvegsráðherra með niðurstöð- um sínum um einstök mál og gerði tillögur til úrbóta í þeim álitaefnum sem uppi hafa verið í greininni. Auk þess leggur hóp- urinn fram valkosti um leiðir við stjórn fiskveiða til langs tíma og líklegt er að sem mest sátt geti verið um. Meginniðurstöður Í stuttu máli er meginniðurstað- an sú að allir aðilar starfshóps- ins að undanskildum LÍÚ eru þeirrar skoðunar að í stjórnar- skrá lýðveldisins verði skýrt kveðið á um að fiskistofnar við landið séu sameign þjóðarinnar. Um þetta er þverpólitísk niður- staða allra flokka á Alþingi og fullt samkomulag allra hags- munaaðila í sjávarútvegi – nema LÍÚ. Sjónarmið þeirra sem hafa haldið því fram að fiskurinn í sjónum sé séreign tiltekinna aðila hafa því beðið fullkomið skipbrot. Aðeins rétt rúmt ár er liðið síðan sjálfstæðismenn á Alþingi beittu málþófi og tóku þingið í gíslingu til að koma í veg fyrir að gerðar yrðu breyt- ingar á stjórnarskrá landsins í þessa veru. Nú hafa þau sjónar- mið verið brotin á bak aftur og þverpólitísk samstaða orðin um meðferð málsins. Í öðru lagi er það niðurstaða meirihluta starfshópsins, að eig- andi auðlindarinnar (þjóðin) geti gert tímabundna afnotasamn- inga við þá sem vilja nýta fiski- stofnana við landið gegn gjaldi og tilteknum öðrum skilyrðum. Með þeim hætti er verið að fara álíka leið og farið er með aðrar sameiginlegar auðlindir, þ.e. eignarhaldið sé skýrt og samn- ingar gerðir um tímabundin afnot. Í þriðja lagi er starfshóp- urinn samhljóða um að aflaheim- ildum skuli skipt upp í tvo potta. Annar potturinn verði til ráð- stöfunar innan aflamarkskerf- isins gegn samningum um afnot eins og áður segir en hinn ætlað- ur til atvinnu- og byggðatengdra aðgerða. Hlutfall þessara tveggja potta verði lögbundið þannig að báðir stækki eða minnki eftir því hvort útgefnar heimildir aukist eða dragist saman hverju sinni. Það er mat mikils meirihluta hópsins að byggða- og atvinnu- mál verði betur tryggð með þess- um hætti frekar en að aflaheim- ildir verði boðnar upp á markaði á hverju ári eins og gerð hefur verið tillaga um. Stefnulaus hönd markaðarins tekur ekki tillit til slíkra sjónarmiða og virðir engin mörk í því tilliti. Það ættu menn að vera búnir að læra af sárri reynslu í þróun byggðar á Íslandi á undanförnum áratugum. Í fjórða lagi gerir starfshópurinn ítarlega grein fyrir þeim álita- efnum sem uppi hafa verið í sjáv- arútvegi á síðustu árum og gerir tillögur til úrbóta í þeim efnum. Í því sambandi má nefna að tak- marka verði hve stórt hlutfall veiðiheimilda megi vera á einni hendi og kanna þurfi innbyrðis- tengsl fyrirtækja í sjávarútvegi með það í huga. Starfshópurinn leggur áherslu á að aflahlutdeild- ir eða tryggur aðgangur að afla- heimildum þurfi að vera tengdur við byggðir til atvinnusköpun- ar. Starfshópurinn er sammála um að heimild til framsals afla- marks þurfi að þrengja frá því sem nú gildir, afnema eða ein- göngu heimila skipti á aflaheim- ildum. Ef framsal verði leyft fari það fram á vegum opin- berra aðila þannig að tryggt sé að aðgangur að heimildum verði jafn öllum sem áhuga hafa. Hér er skiljanlega aðeins drepið á örfáum atriðum í skýrslu starfs- hópsins sem er bæði yfirgrips- mikil og fróðleg aflestrar. Ný hugmyndafræði Aðalatriðið er að breið samstaða hefur náðst um nýja hugmynda- fræði við stjórn fiskveiða og sjónarmiðum þeirra sem farið hafa með þau mál á hinum pól- itíska vettvangi undanfarna tvo áratugi, hefur verið vísað frá með afdráttarlausum hætti. Sú samstaða er á milli stéttarfélaga sjómanna, sveitarfélaga, fisk- framleiðenda, LÍÚ, Landssam- bands smábátaeigenda og allra stjórnmálaflokka á Alþingi utan Hreyfingarinnar. Það er sann- færing mín að tillögur starfs- hópsins verði til að móta nýtt upphaf við stjórn fiskveiða hér á landi. Tillögur hópsins eru að mínu mati vel rökstuddar, byggðar á haldgóðum upplýs- ingum og til þess fallnar að ná sátt hjá þjóðinni um þessa mik- ilvægu atvinnugrein og leiða til lykta þau deilumál sem uppi hafa verið í greininni. Á grundvelli vinnu starfshópsins og þeirra valkosta sem hann bendir á mun ráðherra síðan ákvarða frekari tilhögun við endurskoðun fisk- veiðilöggjafarinnar. Sjávarútvegur Björn Valur Gíslason alþingismaður Tillögur hópsins eru að mínu mati vel rökstuddar, byggðar á haldgóð- um upplýsingum og til þess fallnar að ná sátt hjá þjóðinni um þessa mikilvægu atvinnugrein og leiða til lykta þau deilu- mál sem uppi hafa verið í greininni. Það er alveg með ólíkindum hvað fyrverandi og núver- andi rikisstjórnir eiða miklu af ónýtu púðri í orkumálaumfjöllun sinni. Það er eins og stefnuleys- ið í orkumálum sé algert. Það er þó helst að núverandi íðnaðarráð- herra hafi einhverja stefnu og er hún aðalega fólgin í því að selja orkuna úr landi, og það er einmitt það sem hún er byrjuð að fram- kvæma, því miður. Að hennar mati er það nægjan- jegt fyrir íslenska þjóð að orku- lindirnar sjálfar skuli vera í eigu Íslendinga. Og hvert ættu orku- lindirnar svo sem að fara. Hvaða gagn hafa Íslending- ar af orkulindum sínum þegar orkan sjálf er horfin úr landi. Það er svona álíka og að segja við innbrotsþjóf sem er staðinn að verki að hann megi taka öll verð- mætin úr peningaskápnum svo lengi sem hann skilji bara skáp- inn eftir. En lausnin við þessum vandræðagangi öllum er kanski fólgin í Írsku leiðinni sem er einföld, snjöll og áhrifarík. Að bjóða erlendum fyrirtækjum að koma til Íslands þar sem stjórn- Írska leiðin Orkumál Jóhann L. Helgason skrifar Hvatningarverðlaun ÖBÍ verða veitt 3. desember nk. þeim sem hafa stuðlað að jafnrétti, sjálfstæðu lífi fatlaðra og einu samfélagi fyrir alla. Verðlaun eru veitt í flokki: 1. Einstaklinga 2. Fyrirtækja/stofnana 3. Umfjöllunar/kynninga Þekkir þú einhvern sem er verðugur verðlaunahafi? Sendu okkur tilnefningu fyrir 15. september nk. á þar til gerðu eyðublaði sem nálgast má á www.obi.is. Tilnefningar óskast! Undirbúningsnefnd Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2010 Bentu á þann ... H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.