Fréttablaðið - 11.09.2010, Síða 32

Fréttablaðið - 11.09.2010, Síða 32
32 11. september 2010 LAUGARDAGUR Þ að eru til mælikvarðar á alla hluti. Yfirleitt skynj- um við í okkar daglega lífi hvað er eðlilegt og hvað er yfirgengilegt. Stundum blindar umræðan okkur og þá getur verið ágætt að prófa að tala um hlutina á útlensku til að sjá þá í nýju ljósi. Prófið til dæmis að segja einhverjum að hér hafi einn ríkisbanki verið seldur með láni frá hinum ríkisbankanum og öfugt. Þannig hafi þeir verið afhentir mönnum nátengdum ríkj- andi stjórnmálaflokkum. Fram- kvæmdastjóri annars flokksins varð formaður bankaráðs í öðrum bankanum á meðan fyrrverandi viðskiptaráðherra hins flokks- ins var einn þeirra sem fékk hinn bankann. Sá maður hafði aðgang að öllum upplýsingum um stöðu bankans. Í millitíðinni varð þessi fyrrverandi viðskiptaráðherra hins vegar seðlabankastjóri. Hann flaug til Ameríku og gerði Alcoa tilboð sem fyrirtækið gat ekki hafnað. Þannig var hann búinn að tryggja mestu stórframkvæmd- ir Íslandssögunnar og stóraukin umsvif bankans sem hann var að enda við að selja sjálfum sér. Ef þið segið þetta á útlensku þá hrista menn hausinn. Þeir gapa. Þeir nota orð eins og corruption og mafia. Þeir segja vantrúað- ir og jafnvel vonsviknir - „no not in Scandinavia!“ Svona gerist í Suður-Ameríku, Rússlandi – þetta getur ekki gerst hjá ykkur. Þetta er í einu orði sagt brjálæði. En á Íslandi þá var þetta sett fram sem eðlileg viðskipti – eða eðlileg hug- myndafræði. Hin viðtekna geðveiki Það er geðveiki að tífalda banka- kerfi á sjö árum. Við vitum það núna. Það er ekki tæknilega mögu- legt að rækta upp alla þá þekkingu og reynslu sem þarf til að byggja upp og reka slíkt apparat á svo skömmum tíma. Jafnvel ekki með því að moka heilli kynslóð gegnum bisnessskóla og bjarga þeim sem fæddust fyrir 1980 með skemmri skírn á MBA-námskeiði. Það er bara ekki hægt. Þótt strákur sem er enn þá með fósturfituna í hár- inu fái tvær milljónir á mánuði þá verður hann ekki reynslumeiri, klárari eða ábyrgari fyrir vikið. Miklu líklegra að hann verði klikk- aður. Það kom líka í ljós. Orkuframleiðslan á Íslandi var tvöfölduð frá 2002-2007. Að tvö- falda orkuframleiðslu í þróuðu ríki á fimm árum er ekki aðeins fáheyrt heldur væri það talið fáránlegt rugl í öllum nágranna- löndum okkar. Í flestum iðnríkjum eykst orkuframleiðsla um einhver 2-3% á ári. Tvöföldun væri óhugs- andi enda margsannað að of stór- ar fjárfestingar eyðileggja meira en þær skapa. Á Íslandi var hins vegar markmiðið að tvöfalda orku- framleiðsluna aftur næstu fimm árin með álbræðslum í Helguvík, Húsavík og reyndar gott betur með þreföldun í Straumsvík. En orðið álbræðsla eitt og sér felur ekki í sér neina stærðarviðmiðun – Alcoa og Century hafa síðan þá tilkynnt að þau vilji byggja 50% stærri bræðslur en fyrst stóð til. Þannig bættist við orkuþörf upp á heila Kárahnjúkavirkjun – svona í framhjáhlaupi. Það sem var áður klikkuð stærð er skyndilega orðin einhvers konar neðanmálsgrein. Hér var ekki á ferðinni línulegur vöxtur heldur veldisvöxtur. Á eftir tímabili geðveikinnar átti að taka við algert og fullkomið brjálæði. Æðið átti síðan að vera fjármagn- að með 400-500 milljarða 100% lánum opinberra orkufyrirtækja. Næstum tvær milljónir á hvert mannsbarn á Íslandi – allt bein- tengt álverði og leyndu orkuverði sem er allsherjar vitfirring. Um þetta allt var fjallað í fjölmiðlum eins og hverja aðra atvinnusköp- un. Er kókaín í heita vatninu? Geðveikin er núna augljós í jarð- varmabransanum. Þar hafði þró- unin verið jöfn og stöðug frá hitaveituvæðingunni á kreppuár- unum. Nú er engu líkara en menn hafi borað niður á kókaínæð og fyllt rækilega á sér nasirnar. Á Kröflusvæðinu voru menn komn- ir upp í 60 MW framleiðslu á ein- hverjum 40 árum og það gekk ekki áfallalaust. Nú á allt í einu að vera hægt að fjórfalda Kröfluvirkjun – stækka hana um 150MW. Menn stefna á að tífalda orkuframleiðslu í Þingeyjarsýslum til að þjóna nýrri Alcoa-verksmiðju á fimm árum. Er það ekki 1000% aukning? Það á að ganga eins nærri Þeistar- eykjum og hægt er og menn vilja Gjástykki líka. Orkuveitan er búin að selja Norð- uráli Hengilinn og Hellisheiðina. Magma Energy er búið að auglýsa að þeir ætli að auka framleiðslu HS orku úr 175 megavöttum upp í rúm 400 MW vegna þess að þeir virð- ast telja sjálfsagt að helstu orku- lindirnar á öllu Reykjanesi verði einkavæddar og afhentar Magma. Verkefnafjármögnun heitir það víst núna, ekki einkavæðing. Maður getur spurt eins og asni: Er til þekking og mannafli til að margfalda öll orkufyrirtækin á tíu árum? Af 20 háhitasvæðum á Íslandi – á að raska 16 strax – nán- ast allt fyrir áliðnaðinn. Fyrirtæk- in hafa sótt um leyfi til að bora í flest svæðin sem eftir eru. Er eng- inn efi í huga jarðvísindamanna þegar þeir eru staddir í ævintýra- veröld við Torfajökul, Kerling- arfjöll eða við Bitru? Vilja þeir í alvöru fara í ALLT, núna strax? Er þetta menntað fólk eða bara mála- liðar sem vinna hvað sem er fyrir hvern sem er? Allt í einu þykjast menn geta tífaldað orkuframleiðsluna í Þing- eyjarsýslum til að þjóna nýrri Alcoa-verksmiðju á fimm árum (eða alveg eins verksmiðju í eigu Kínverja). Mörgum virðist þykja eðlilegt að opinber fyrirtæki taki 30 millj- arða að láni til að „kanna“ hvort næg orka sé fyrir annað Alcoa- álver. Af hverju eru menn svona klikkaðir? Er í alvöru einhver sem telur sniðugt að skuldsetja þjóðina fyrir samtals 300-400 milljarða fyrir tvö Alcoa-álver í sama kjör- dæmi? Af hverju þarf að tífalda? 1000% aukning? Er þetta ekki klikkuð áhætta? Af hverju byrja menn ekki með 50 MW virkjun, láta hana borga sig upp, gera síðan meira eftir 20 ár eða láta samfé- lagið einfaldlega njóta ágóðans? Eða á samfélagið helst aldrei að njóta ágóðans? Af sunnlenskri þekkingu Ég var einu sinni á fundi á Húsa- vík og þar sagðist hitaveitustjór- inn léttilega geta náð 1000 MW upp úr háhitasvæðunum í Þing- eyjarsýslu. Ég spurði hvort það væri ekki rétt skilið að vísinda- menn hefðu áhyggjur af ofnýt- ingu á háhitasvæðum landsins. Gagnrýni vísindamanna var skjótafgreidd sem „sunnlensk þekking“ og þá fóru allar viðvör- unarbjöllur að klingja. Ég fann viðtal við þennan hita- veitustjóra frá 2002. Þá var hann búinn að bora væna holu fyrir 170 milljónir vegna þess að Rússar vildu hugsanlega kannski reisa súrálsverksmiðju og risaálver við Húsavík. Ef maður tekur frá minniháttar staðreyndir eins og þá að rússneski áliðnaðurinn var rekinn af mafíunni, þá er leitun að iðnaði í heiminum með jafn mikinn og eitraðan úrgang og súrálsvinnsla. Dugnaðarforkur- inn var búinn að eyða 170 millj- ónum í að kanna málið. Er þetta ekki klikkað? Þessi óði maður og vinir hans hafa haldið bænum sínum í helgreipum og veðsett orkufyrirtækin upp í rjáfur. Hér hefur allt verið svo gott að menn halda að þeir séu ósnertanleg- ir. Þótt fyrirtækin stundi djöf- ulsskap í öðrum löndum myndu þeir aldrei stunda slíkt hérlend- is. Sure. Heilagi heimamaðurinn Á Íslandi fær ótrúlegasta vit- leysa gagnrýnislausa framsetn- ingu. Í Morgunblaðinu í mars árið 1987 má finna spá um þróun loðdýraræktar til 1996. Á þessum tíma voru 30 minkabú á landinu. Sagt er frá skýrslu sem spáir því að minkabú verði orðin 600 tals- ins árið 1996. Þeir gera ráð fyrir tuttuguföldum vexti á tíu árum eins og ekkert sé sjálfsagðara. Mánuði síðar birtist bjartsýnis- frétt: „Minkastofninn tvöfald- ast á þessu ári.“ Aðeins þrem- ur árum síðar í apríl árið 1990 er þessi dramatíska fyrirsögn: „Loðdýrarækt: Þetta er komið á síðasta snúning. Margir á barmi örvæntingar.“ Hérlendis er fjallað um sturl- un sem norm, jafnvel lífsnauðsyn og æði er æðsta dyggðin – allt er talið eðlilegt ef „heimamað- ur“ vill þetta. Það er ekkert jafn klikkað á Íslandi og hinn heilagi heimamaður. Ef heimamaður vill að óþekktir menn reisi olíu- hreinsunarstöð á sínu landi, þá á hann þann heilaga rétt, ekki síst ef hann notar orðið „atvinnusköp- un“ til að réttlæta gjörðir sínar. Töfraorðið sem tæmir heila- bú klikkuðu karlanna og lamar gagnrýna hugsun. Upphæðir sem teldust umtalsverðar í hag- tölum nágrannaríkja, orkulindir og innviðir sem eru inni á kort- um stórvelda sem „hernaðarlega strategísk“ fyrirbæri eru komin undir „vilja heimamanna“. Orku- forði og náttúra þjóðarinnar er í höndum örfárra hreppsnefnda sem hafa ekkert starfslið og enga sérþekkingu á meðan meirihluti Íslendinga sem býr á höfuðborg- arsvæðinu er hvergi talinn til „heimamanna“. Mafíurekið álfyr- irtæki? Dularfullir málaliðar? Heimsfrægir sóðar. Réttindi til 120 ára? Menn ganga svo langt til að þóknast sínum draumaprinsi að þeir verða eins og ljóta syst- irin í ævintýrinu, klippa af sér tærnar til að troða sér í glerskó- inn. Í stað þess að mæta andstöðu á félagslega vængnum þá eru klikk- aðar hugmyndir keyrðar upp af trylltum verkalýðsleiðtogum sem heimta öfgafulla skuldsetningu á opinberum orkufyrirtækjum. Ef hik verður á skuldsetningunni þá eru menn „að draga lappirn- ar“. Íslendingar eru aumingjar ef þeir geta ekki ábyrgst 200 millj- arða fyrir Norðurál og annað eins fyrir Alcoa. Þegar opinberu fyrirtækin eru ónýt og geta ekki virkjað fyrir stóriðjuna er eina niðurstaðan tafarlaus einka- væðing auðlindanna til að „rjúfa kyrrstöðuna“. ASÍ setur í „stöð- FRAMHALD Á SÍÐU 34 Í landi hinna klikkuðu karlmanna Það er einsdæmi í veröldinni að þjóð drekki fyrirtækjum sínum í skuldir til þess að tvöfalda orkuframleiðslu og tvöfalda hana aftur með tilheyrandi raski, segir Andri Snær Magnason í grein um græðgi og geðveiki. HELGUVÍK „Álbræðslan í Helguvík er tákn um hvað Ísland er lélegt land og illa rekið. Álverið í Helguvík rís þrátt fyrir að skipulag liggi ekki fyrir og ekki orkuöflun heldur. Gott ef mengunarkvótann vantar ekki líka,“ segir í greininni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Andri Snær Magnason er rithöfundur og býr í Reykjavík ásamt konu sinni og fjórum börnum. Hann hefur gefið út ljóðabækur, leikrit og skáld- verk. Bækur hans hafa komið út í meira en 20 löndum. Hann leikstýrði Draumalandinu ásamt Þorfinni Guðnasyni sem ferðast nú um helstu heimildarmynda- hátíðir heims. Hann er að skrifa barnabók. Rithöfundur í Reykjavík Geðveikin er núna augljós í jarðvarmabransanum. Þar hafði þróunin verið jöfn og stöðug frá hitaveituvæðingunni á kreppuárunum. Nú er engu líkara en menn hafi borað niður á kókaínæð og fyllt rækilega á sér nasirnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.