Fréttablaðið - 11.09.2010, Síða 34

Fréttablaðið - 11.09.2010, Síða 34
34 11. september 2010 LAUGARDAGUR ugleikasáttmálann“ að „öllum hindrunum skuli rutt úr vegi“ álvers í Helguvík. En blóð í skó. Einmitt út af svona hugsun eru á annað hundrað útlendinga enn þá óvinnufærir eftir byggingu Kára- hnjúkavirkjunar. Öllum hindr- unum var rutt úr vegi til að gefa Alcoa orkuverð sem sparar þeim 200 milljón dollara á ári. Það eru árslaun 10.000 kennara. Það er geðveiki að skaða starfsorku svo margra til að skapa 400 störf. Menn nota reyndar úrelt við- mið eins og margföldunaráhrif til að ýkja áhrifin – en væri ekki lágmarks kurteisi að draga þá óvinnufæru frá heildartölunni? Stækkun strandar á Orkustofnun Álbræðslan í Helguvík er tákn um hvað Ísland er lélegt land og illa rekið. Álverið í Helguvík rís þrátt fyrir að skipulag liggi ekki fyrir og ekki orkuöflun heldur. Gott ef mengunarkvótann vantar ekki líka. Álbræðslan í Helguvík er tákn um hversu veik stjórn- sýslan er í landinu, hvað fag- mennska og langtímahugsun er í miklum molum og hvernig fjöl- miðlar nánast hvetja til lögbrota í fyrirsögnum. Dæmi: HS Orka hyggst stækka Reykjanesvirkj- un um 50 MW. Stækkun er háð virkjunarleyfi frá Orkustofnun. Sérfræðingar telja að Reykjanes- ið sé nú þegar ofnýtt. HS orka er hins vegar búin að eyða milljörð- um í nýja túrbínu. Fyrirsagnir snúa ekki að þeirri spillingu, að kaupa milljarða túrbínur áður en leyfi fæst. Fyrirsagnir eru frek- ar á þessa leið: „Stækkun strand- ar á Orkustofnun“. Ef við snúum þessu upp á IceSave þá myndi fréttamað- urinn skrifa svona: „Enn hefur fjármálaeftirlitið ekki heimilað rekstur útibúa í Bretlandi – þrátt fyrir að Landsbankinn sé búinn að eyða milljarði í tölvukerfi til að taka við innistæðum.“ Orkuveita Reykjavíkur er núna með milljarða á lager af vannýtt- um túrbínum sem voru keyptar fyrir Norðurál í Helguvík áður en búið var að skipuleggja eða samþykkja línuleiðina. Borgar- búar þurfa að borga niður lánið. Forsenda álversins er að OR fái að virkja við Bitru og Hverahlíð. Það er hins vegar ekki ljóst hvort íbúar í Hveragerði vilji taka þátt í tilraun um áhrif brennisteins- mengunar á lýðheilsu. Forsenda álversins er líka sú að HS orka fái Krýsuvík og Eldvörp og að Landsvirkjun láti tilleiðast og setji Þjórsá í púkkið. Þannig reisa opinberir aðilar flókna spilaborg þar sem saman fara áhætta, skuldir og skuldbindingar sem falla ef aðeins eitt spilið fellur. Þannig er búið að binda hendur næstu borgarstjórna og efna í brjálæðislegt framkvæmdafyll- irí á mikilvægum svæðum, allt fyrir eitt fyrirtæki sem vantar flest leyfin. Gæti nokkur maður sagt frá þessu verkefni á alþjóðlegri ráðstefnu án þess að vera púað- ur niður sem fúskari? Á álráð- stefnu myndi slíkur maður reyndar vekja meiri losta en erót- ískur dansari: „Vestræn þjóð með þriðja heims leikreglur. Nammi namm!“ Verkalýðshreyfingin vill ekki leikreglur, fagmennsku eða lang- tímahugsun í orkumálum. Hún vill bara að „öllum hindrunum sé rutt úr vegi“. Forstjóri Norðuráls ætti að fá sírenu á bílinn sinn svo umferðarreglur tefji hann ekki. Álver, kísilver, gagnaver – það er ekki til orka fyrir þetta allt. Samt eru allir byrjaðir að byggja út í loftið. Klikkað lið sem allir tipla í kringum í meðvirkniskasti. Hin viðtekna vitfirring Að tvöfalda orkuframleiðslu átti þátt í því að fokka upp efna- hagslífinu. Hugmyndin um að tvöfalda hana síðan aftur er bilun sem á sér enga samsvör- un í hinum vestræna heimi. Þótt rúmlega allur ágóði af auðlindum renni til erlendra lánardrottna þá hefur það engin áhrif á brjálæð- ingana. Andspænis byltingu og geð- veiki, geðveikislegu tapi, brjál- uðum hækkunum á orkuverði til almennings – eiga náttúrufræð- ingar að setjast til borðs með óðum mönnum og skilgreina hvað skuli vernda og hvað virkja. En þrátt fyrir fyrirsjáanlega tvö- földun framleiðslunnar þá vilja þeir líka Þjórsárver, líka Kerl- ingarfjöll, líka Torfajökulsvæð- ið – vilja eiginlega allt og vilja fá það STRAX. Það er aðdáunar- vert að menn ræða málin af kurt- eisi þótt eina heilbrigða svarið sé að æpa: ÉG LÆT EKKI BJÓÐA MÉR ÞESSA HELVÍTIS GEÐ- VEIKI! Við erum stödd í miðri byltingu en menn kalla sig ekki álbyltingarmenn – þeir skil- greina sig sem normal þótt skal- inn sé geðveikur. Menn fíla sig jafnvel ofsótta. Þannig eru stríðs- herrar alltaf ofsóttir hófsemdar- menn þegar þeir ætla bara rétt að leggja undir sig nágrannaríkið í nafni friðar. Sá sem ekki tekur þátt í múgæsingunni er annað- hvort svikari eða klikkaður. Kjarni vandans Skoðanakannanir gegnum árin hafa sýnt að stór hluti karlmanna á aldrinum 40-70 ára hefur verið hlynntur geðveikinni – að tvö- falda og tvöfalda svo aftur. Mesti vandinn er meðal kjósenda Sjálf- stæðisflokksins þar sem mik- ill meirihluti karlmanna hefur jafnvel talið geðveikina forsendu þess að líf þrífist á Íslandi. Auk þess vill mikill meirihluti þeirra slaka á umhverfiskröfum og losa reglugerðir. Þarna liggur alvar- legasta pólitíska meinið á Íslandi. Ef allt væri eðlilegt ættu karl- arnir okkar að vera íhaldssamir, hófsamir, áhættufælnir, trúaðir, sparsamir, reglufastir og jafnvel dálítið leiðinlegir. Þetta er mik- ilvægur hópur manna í hverju samfélagi. Þarna eru margir dæmigerðir heimilisfeður, þarna eru máttarstólpar samfélaga, íþróttafélaga, stjórnendur fyr- irtækja, áhrifamenn, þingmenn og jafnvel blaðamenn og ritstjór- ar. Þetta eru menn sem hafa vald til að skilgreina hvað er eðlilegt og hvað er yfirgengilegt. Það er mjög alvarlegt þegar svona mik- ilvægur hópur bilast. Það er einsdæmi í veröldinni að þjóð drekki fyrirtækjum sínum í skuldir til þess að tvöfalda orku- framleiðslu og tvöfalda hana aftur og raska til þess jafn mörg- um svæðum á jafn stuttum tíma. Það er einsdæmi að vestræn þjóð taki á sig svona mikla áhættu og fórni svo miklu fyrir óljósan og leynilegan ágóða af viðskipt- um við amerískt stórfyrirtæki. Hvaða vestræna þjóð myndi veð- setja sig sem nemur tveimur milljónum á mann fyrir dóna eins og Century eða Alcoa? Af jarðbundum súrrealisma Það er hættulegt að keyra of hratt. Hraðinn drepur. Það er slæmt fyrir samfélög þegar krítískur massi mikilvægra karlmanna í samfélagi fer að aðhyllast bylting- arkenndar og fullkomlega ábyrgð- arlausar hugmyndir og trúir á þær í blindni. Þessi hópur er ekki stjórntækur á meðan þetta ástand varir og það er því engin tilvilj- un að stjórn borgarinnar er núna í höndum pönkara og súrrealista. Hófsöm blanda af súrrealisma og pönki er jarðbund- in, íhaldssöm og ábyrg stefna þegar hún er borin saman við ranghugmyndir og stjórnleysi brjál- uðu mannanna. Þeir sem verst eru haldnir í þess- um hópi eiga sam- eiginlega aðdáun á Einari Benedikts- syni. Það er frægt að menn fóru um landið við uppkaup á fossaréttindum í upphafi 20. aldar. Einar Ben lét norska verkfræð- inginn Sætersem- oen teikna röð af virkjunum upp alla Þjórsá. Myndirnar af stöðvarhúsun- um eru glæsilegar og heillandi og væru eflaust taldar fegurstu byggingar landsins ef af hefði orðið. En hversu raunhæf voru áformin? Þeir voru samtals búnir að mæla og teikna framleiðslu í Þjórsá upp á einhver 600-800 MW – árið 1918 nota bene. Þá eru ekki meðtalin öll réttindin sem menn höfðu tryggt sér annars staðar, meðal annars við Dettisfoss og Gullfoss. Til samanburðar má geta þess að núna, 100 árum síðar, notar Reykjavík um 200 megavött – á aðfangadag með öll raftæki á fullu stími. Hvað ætlaði Einar að gera við alla þessa orku árið 1918? Álframleiðsla var eiginlega ekki til og ekki sjónvörp eða frysti- kistur. Stáliðjur nota helst hita frá kolum. Hvað átti að gera? Fram- leiða áburð? Áburðarverksmiðj- an í Gufunesi notaði einhver 20 megawött þegar mest var. Hver átti að nota alla orkuna og borga niður virkjunarröðina? Svarið er líklega einfalt: Enginn. Enginn í heiminum hefði getað nýtt þessa orku! Þetta var bara rugl. Auðvitað hefði verið miklu nær að virkja einn bæjarlæk og lýsa þótt ekki væri nema eina sveit, já jafnvel eitt fjós. En það er engin fróun í því, engin stórmennska í því. Það er miklu meira spönk í því að raða stöðvarhúsum upp alla Þjórsá. Meira en þjóðin getur torg- að 100 árum síðar. Margir halda enn þann daginn í dag að stjórn- völd á þessum tíma hafi verið eft- irá, hrædd við útlendinga og komið í veg fyrir mikið gróðafyrirtæki og „erlenda fjárfestingu“. En það er nóg að horfa bara á tölurnar og sjá að þetta var tóm steypa. Það er svo skrítið að allar götur síðan hefur blundað undarleg þjóðarsorg hjá ákveðnum hópi íslenskra karlmanna. Eins og ójarðtengdar hugmyndir Einars hafi legið á síðari kynslóðum eins og mara. Ekki eins og órar heldur raunhæft markmið og glatað tæki- færi: „Nú hafa draumar alda- mótaskáldanna loksins ræst“, sagði Geir Haarde þegar hann skrif- aði undir samn- ing við Alcoa árið 2002. Já – Loks- ins! Loksins! var þjóðin dregin inn í aldagamla hugaróra. Eng- inn maður með mönnum nema hann tvöfaldist og tífaldist þar til hann springur. Karlar sem hata konur Múgurinn virðist ekkert hata meira en ungar mennt- aðar konur sem nota orð eins og „faglegt“ eða „ferli“. Þrátt fyrir að álframleiðsla á Íslandi hafi verið þrefölduð á síðustu 10 árum telja margir að efnahagsvanda- mál Íslands stafi fyrst og fremst af skorti á álverum. Helguvíkur- bullur eyddu milljónum í auglýs- ingar gegn Svandísi Svavarsdótt- ur í afneitun á ábyrgð klikkaða bæjarstjórans. Bloggheimar ærð- ust þegar Kolbrún Halldórs talaði gegn olíuborunum. Það var fyrir tíð BP-slyssins í Mexíkóflóa. Það var aftökustemning á fundi með Þórunni Sveinbjarnar á Húsavík og vantaði ekkert nema heykvís- larnar. Hnignun Sjálfstæðisflokks sést best á því að Katrín Fjeldsted dettur út. Hún er vel menntaður, rökfastur, gáfaður læknir og eini þingmaðurinn þeirra sem setti spurningarmerki við geðveikina. Í staðinn koma óðir menn eins og Jón Gunnarsson og Tryggvi Þór sem eru byrjaðir að atast í Þjórs- árverum. Öllum hindrunum skal rutt úr vegi. Íslendingar veiða 1 prósent af fiski í heiminum. Við fáum fleiri ferðamenn á mann en flestar þjóð- ir. Á Íslandi er búið að virkja fimm sinnum meira en þjóðin þarfn- ast og það eru þrjú álver á land- inu. Í staðinn fyrir að horfa á það sem við eigum og fyllast öryggi og safna peningum í varasjóði þá tryllist allt um leið og óður verka- lýðsleiðtogi talar um REIÐAR- SLAG FYRIR ÞJÓÐINA. Reiðar- slag ef Orkuveitan fær ekki lán til að skuldsetja sig til helvítis fyrir Norðurál. Reiðarslag ef alþjóð- legt glæpafyrirtæki missir áhuga á auðlindum okkar. Einkunnarorð ASÍ ætti að vera: Sem mest, sem hraðast, sem ljótast. Í stað þess að vera íhaldssöm þegar kemur að áhættu þá er ekki til sú vitleysa sem þjóðin á ekki að vera til í að ábyrgjast bara ef verktakamafían í SA og SI græð- ir nógu mikið á því. En við erum BÚIN að virkja fimm sinnum meira en nágrannalöndin. Við erum þegar orðin orkustórveldi – að öllu eðlilegu ætti slík fjárfest- ing að skila þjóðinni einhverjum tekjum ef við missum ekki arðinn og auðlindirnar frá okkur í ann- arri skuldahrinu. En umræðan er svo klikkuð. Menn láta eins og það „MEGI EKKERT GERA“, þegar orkuframleiðslan er þegar orðin fimmföld á við það sem þekkist hjá nokkurri þjóð. Við erum nú þegar með allt sem nútímasamfélag þarfnast. Það þarf bara að sinna því sem við höfum þegar byggt upp, fá arð af því sem þegar hefur verið virkjað og fara betur með það sem þegar fiskast. Menn fyllast óör- yggi þegar hagsmunahópar emja: „Hver á að standa undir okkur í framtíðinni“, eins og hér sé engin „undirstaða“. Óttavæðingin veld- ur því að Ísland er eins og maður sem heimtar geislameðferð, lyfja- meðferð og uppskurð til að lækna hausverk. Sannleikurinn er sá að meðferðin mun aldrei lækna hann – en hún gæti drepið hann. Í besta falli verður hann háður lyfjun- um. Skilaboð til frænda þíns Við erum lítið samfélag og það þarf að vera vinnufriður hérna. Að Björk taki sér frí úr vinnunni til að berjast gegn vitleysunni er bara lítið dæmi um þá truflun sem þúsundir Íslendinga verða fyrir á hverjum degi út af þessum látum. Það er hræðilegt að mikilvægur hópur karla á landinu mælist hálf klikkaður. Það verður ekki líft hérna ef menn vilja efna til átaka í kringum hvert einasta náttúru- undur á landinu. Það er óþolandi að ekki sé hægt að láta falleg- ustu svæði á Íslandi í friði. Það er ömurlegt að þurfa að eyða svo mikið sem mínútu í að hugsa um svæði eins og Torfajökul, Kerling- arfjöll eða Þjórsárver sem ættu að vera óumdeild. Við erum lítið samfélag, meðvirkni grasserar hérna og menn eru kurteisir. En næst þegar klikkaði frændi þinn kemur í heimsókn og sýnir þér nýja útfærslu af virkjun í Þjórsár- verum: Segðu honum vinsamleg- ast að hoppa upp í rassgatið á sér. FRAMHALD AF SÍÐU 32 30 25 20 15 10 5 0 TW h Möguleg aukin orkuþörf fram til 2015 2005 2008 2015 Almenn notkun 3.3 TWh. Núverandi stóriðja 5,3 TWh. Almenn notkun 3,4 TWh. Núverandi stóriðja 5,3 THh Stækkun Norðuráls 2,5 TWh. Fjarðaál 5,1 TWH Fjarðaál 5,1 TWH Almenn notkun 3.8 TWH Stækkun Norðuráls 2.5 twh Fjarðaál 5.1 Twh Helguvík 5.1 Twh Húsavík 5.1 twh Straumsvík fer niður í 1twh VILHJÁLMUR EGILSSON FRAMVÆMDASTJÓRI SA OG GYLFI ARNBJÖRNSSON FORSETI ASÍ „Þegar opinberu fyrirtækin eru ónýt og geta ekki virkjað fyrir stóriðjuna er eina niðurstaðan tafarlaus einkavæðing auðlindanna til að „rjúfa kyrrstöðuna”. ASÍ setur í „stöðugleikasáttmálann” að „öllum hindrunum skuli rutt úr vegi” álvers í Helguvík ... „Verkalýðshreyfingin vill ekki leikreglur, fagmennsku eða langtímahugsun í orkumálum” segir í greininni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þrátt fyrir að álframleiðsla á Íslandi hafi verið þrefölduð á síð- ustu 10 árum telja margir að efna- hagsvandamál Íslands stafi fyrst og fremst af skorti á álverum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.