Fréttablaðið - 11.09.2010, Síða 36

Fréttablaðið - 11.09.2010, Síða 36
36 11. september 2010 LAUGARDAGUR Fjallið Kailash er í vesturhluta Tíbet og tilheyrir tíbeska hluta Himalaya-fjall- garðsins. Það er álitið heilagt í fjórum trúarbrögðum, hindúisma, búddisma, jainisma og bön. Hindúar telja það bústað Shiva, guðsins sem berst við hið illa, þar situr hann ásamt konu sinni Parvati, dóttur Himalaya. Í búddatrú er fjallið sagt heimkynni Búdda. Í grennd við fjallið er uppspretta fjögurra meginfljóta í Asíu, og líta má þannig á það sem meginvatnsból Suður-Asíu. Þetta eru Indus-áin, Sutlej- áin, Brahmaputra-áin og Karnali, sem síðar rennur í Gangesfljót. Í goðsögum hindúa var fjallið talið miðja heimsins og fljótin fjögur runnu til fjögurra átta, og skiptu þannig heiminum í fernt. Á hverju ári fara þúsundir píla- gríma að fjallinu og ganga í kringum það, en sú leið er 52 kílómetrar. Í kjölfar þess að Kínverjar náðu yfir- ráðum í Tíbet, árið 1950, bönnuðu þeir indverskum pílagrímum að fara að fjallinu og leyfðu það ekki á nýjan leik fyrr en árið 1978. Pílagrímar koma yfirleitt í gegnum Lhasa, aka yfir tíbesku hásléttuna að þorpinu Darcham. Kailash-fjall er 6.638 metrar á hæð. Það hefur aldrei verið klifið, vegna virðingar við helgi fjallsins. Það er því frægasta háa fjall í heimi sem aldrei hefur verið reynt að klífa svo vitað sé. Heimild www.wikipedia.com T olli hefur iðkað búdd- isma í nokkur ár og heillast af þeim menn- ingarheimi sem hann sprettur úr. Sú hugmynd að fara í pílagrímaför að fjallinu Kailash í vesturhluta Tíbet kviknaði í desember. Þegar hald- ið var af stað átta mánuðum síðar voru með í för Bergþór Morthens, bróðir hans, Arnar Hauksson og Jón Már Gunnnarsson kvikmyndatöku- maður. Sá festi ævintýrið á filmu en heimildarmynd um Tolla er í bígerð sem stefnt er að að verði lokið að ári og verður myndin að öllum líkind- um í samstarfi við RÚV. En víkjum að ferðinni. „Mig langaði í ferð sem fullnægði bæði fjalla- og útivistarþörfinni, og áhuganum á búddisma,“ segir Tolli. „Kailash er heilagt fjall bæði í augum búddista og hind- úa og reyndar hafa menn trúað á fjallið í árþúsundir.“ Fjallið er því eins og gefur að skilja eftirsóttur áfangastaður píla- gríma. Ekki var hlaupið að því fyrr- um að komast þangað, Tíbet var lengi mjög lokað land og þar fyrir utan erfitt yfirferðar. Greiðasta leið Vesturlandabúa í dag liggur í gegn- um Khatmandu, höfuðborg Nepal. „Pílagrímar fá í dag leyfi til að fara þessa leið og í kringum hana hefur sprottið upp ferðamennska. En leið- in er torsótt. Hún liggur yfir tíbesku hásléttuna, og þó að Kínverjar séu að leggja þarna veg þá er hann ekki tilbúinn.“ Fararskjótinn var gam- all Landcruiser sem var vitanlega drekkhlaðinn, sex karlmenn um borð og útbúnaður til langrar ferð- ar. Lögmál breytinganna Hásléttuvegurinn á eftir að breyta Tíbet að sögn Tolla. „Þessi vegur liggur í gegnum landsvæði hirð- ingja og mun vitanlega hafa gríð- arleg áhrif á þá. Bæir og borgir munu styrkjast og allur iðnaður. Bættari samgöngur eru lykilatriði til að koma upp meiri iðnaði í Tíbet eins og Kínverjarnir vita.“ Tíbet lýtur stjórn Kínverja og segir Tolli að hann hafi upplifað það sterkt að landið sé hersetið, þar búi annars vegar innfæddir og svo Kínverjar. „Það er í raun alveg ljóst að gamla Tíbet er að hverfa,“ segir Tolli sem bendir á að þrátt fyrir eftirsjá eftir hinu liðna þá sé „eitt lögmálið sem að Búdda kennir, lögmál breyting- anna.“ Breytingar séu óhjákvæmi- legar. Ekki var haldið stystu leið að Kailish heldur tóku ferðalangarn- ir á sig krók að grunnbúðum norð- urhliðar Everest. „Ég varð að sjá fjallið þarna megin, ég hef komið upp í grunnbúðirnar í Nepal, við suðurhlið fjallsins. Norðanmegin er það miklu þverhníptara og miklu færri sem hafa klifið það, 260 en um 3.000 hinum megin. Þarna eru einn- ig helgir staðir búddista sem gaman var að skoða, hellar sem spámenn höfðust í.“ Þúsund kílómetrum vestur af Lhasa var svo komið að göngunni í kringum Kailish en pílagrímar flykkjast þangað til að ganga rétt- sælis kringum fjallið. ALLIR MEÐ KÚREKAHATTA Hirðingjaþjóðin hefur heillast af kúrekahöttum eins og þessi drengur ber. Í baksýn má sjá Landcruiserinn góða. MINJAGRIPIR Í FJALLSHLÍÐ- UM Mörg þúsund pílagrímar ganga í kringum fjallið Kailash ár hvert og þeim bjóðast til kaups steinar úr fjallinu helga sem sjá má. MYNDIR/TOLLI BÆNAFÁNAR Alls staðar þar sem vinds gætir hefur bænafánum verið komið upp. VIÐ RÆTUR EVEREST Tolli við hina illkleifu norðurhlið Everest-fjalls. Fjallið sem ekki má klífa Lhasa Kailash KÍNA INDLAND NEPAL TÍBET PAKISTAN BANGLADESH BÚRMA BÚTAN Tolli í Tíbet Listamaðurinn Tolli er nýkominn að utan. Áfangastaðurinn var fjallið Kailash í Tíbet, sem er heilagt í augum bæði búddista og hindúa. Sigríður Björg Tómasdóttir fékk ferða- söguna í máli og myndum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.