Fréttablaðið - 11.09.2010, Page 43
LAUGARDAGUR 11. september 2010 3
„Hér er mikið af fólki í matjurta-
rækt og smábændur með kind-
ur, landnámsgeitur og landnáms-
hænur. Því kviknaði sú hugmynd
að fá fólk til að bjóða upp á afurð-
ir sínar,“ segir Marta Guðrún,
bústýra á Minni-Vogum. Hug-
myndin vatt upp á sig svo úrval-
ið á markaðnum verður ekki
bara matarkyns heldur verður
einnig að finna prjónavörur og
handverk.
Marta Guðrún segir það hafa
komið sér á óvart hversu mikil
matarkista Suðurnesin eru. Þar
sé gott berjaland auk þess sem
heimamenn tíni jurtir og sveppi.
„Hér vaxa villt jarðarber og
fjallagrös og á markaðnum verð-
ur að finna ilmreyr sem tíndur
var hér á svæðinu. Hér hafa líka
verið tíndir sveppir. Ef vel geng-
ur ætlum við að halda áfram og
efna til vormarkaðar.“
Sveitamarkaðurinn fer fram
í dag klukkan 12 í Hlöðunni við
bæinn Minni-Voga á Vatnsleysu-
strönd en þangað er um tuttugu
mínútna akstur frá Reykjavík.
Marta Guðrún og unn-
usti hennar, Bjarni
Þórisson, keyptu Minni-
Voga fyrir nokkrum
árum og hafa staðið
fyrir uppákomum í
Hlöðunni síðan.
„Hvorugt okkar
er úr Vogunum en ég
ólst upp í Garðin-
um. Það var tilviljun
að við skoðuðum Minni-Voga og
stukkum á tækifærið. Við höfum
haldið tónleika og staðið fyrir
gjörningum og námskeiðum hér
í hlöðunni en við ákváðum strax
að gera þetta að lifandi húsi. Fólk-
ið hér í Vogunum tengist þessum
stað og hann býður upp á ýmsa
möguleika,“ segir Marta
Guðrún en uppákom-
urnar í hlöðunni hafa
verið vel sóttar bæði
af heimamönnum og
gestum. Þá hafa
Marta Guðrún og
Bjarni skipulagt
viðburði í samvinnu
við sveitarfélagið og í
október stendur til að
halda gjörninga hátíð í
Hlöðunni.
„Það er heilmikil vinna
í kringum þetta en mjög
skemmtileg. Við ætlum að gera
okkur glaðan dag í dag og viljum
bjóða fólki að eyða honum með
okkur á markaðnum.“
Heimasíða Hlöðunnar er; http://
hladan.org. heida@frettabladid.is
Matarkista í Vogunum
Suðurnesin eru matarkista. Í dag verður hægt að kaupa afurðir heimamanna á sveitamarkaði í Hlöðunni
á Minni-Vogum á Vatnsleysuströnd og birgja sig upp af sultum, grænmeti og kíkja á handverk.
Marta Guðrún með dóttur
sinni, Kristjönu Kríu Lovísu, í
sveitinni.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Uppákomur hafa verið í Hlöðunni í allt sumar og í dag geta gestir keypt afurðir heimamanna á sveitamarkaði. MYND/ÚR EINKASAFNI
FR cosmeticsFegurd er...
Nýtt og spennandi tækifæri. Námskeið í örlitameðferð!
Velkomin í heim örlitameðferðar; meðferðar sem einnig er nefnd Micro-pigmentation, Semi-Permanent make-up og/eða Cosmetic tattoo.
Örlitameðferð er ferli þar sem sérstök ofnæmisprófuð litarefni eru sett undir yfirborð húðarinnar. Örlitameðferð er m.a. notuð til að:
• Forma og móta augabrúnir, gefa þeim meiri fyllingu eða til að setja eftirlíkingu af einstökum hárum sem gerir þær sem eðlilegastar í útliti
• Gera augnlínu sem skerpir og rammar inn augnumgjörðina
• Skerpa varalínu, skyggja eða lita varir til fulls
Við erum stoltar af að geta loksins boðið upp á námskeið í þessari tækni frá Nouveau Contour, einu stærsta og virtasta fyrirtæki sem er á þessum markaði.
Námskeiðin, sem eru sjö daga grunnnámskeið, er skipt í tvennt. Fyrri hlutinn eru fjórir dagar og sex vikum síðar eru þrír dagar. Námsefnið er frá Nouveau
Contour og einnig er farið ítarlega í verklega þjálfun. Fámennir hópar á hverju námskeiði.
Einnig er í boði framhaldsnámskeið fyrir þá sem vilja auka þekkingu sína og sérhæfingu enn frekar.
Kennari er Úndína Sigmundsdóttir. Úndína er meistari í snyrtifræði og hefur auk þess sérhæft sig í örlitameðferð og unnið við það eingöngu
undanfarin ár. Þá var hún fyrst hér á landi til að fullnuma sig í því sem kallað er ”Medical Tattoo”. Úndína er viðurkenndur kennari frá Nouveau Contour.
Fyrsta námskeiðið hefst 30. september.
Frekari upplýsingar og skráning: Bryndísi Jóhannesdóttir. Sími 8613070
Svala Rán Aðalbjörnsdóttir. Sími 8636903
Við bjóðum upp á veglegt villibráðarhlaðborð á aðeins 7.900 kr.
á mann. Glæsilegur veislusalur okkar getur tekið allt að 70 gesti í mat.
Hægt er að bóka tveggja manna herbergi með morgunmat á aðeins
11.900 kr. herbergið.
Villibráðarkvöld í Grímsá veiðihúsi
Föstudags- og laugardagskvöld frá 8. okt. - 13. nóv.
Jólahlaðborð helgarnar 19. nóv. - 11. des.
Pöntunarsímar:
6180083 & 4370083
www.grimsa.is
Við erum einnig byrjuð að bóka í jólahlaðborðið sem er á sama verði.
Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi
eða fengið sendan daglegan tölvupóst
með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á:
visir.is/dreifing
FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU