Fréttablaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 11. september 2010 3 „Hér er mikið af fólki í matjurta- rækt og smábændur með kind- ur, landnámsgeitur og landnáms- hænur. Því kviknaði sú hugmynd að fá fólk til að bjóða upp á afurð- ir sínar,“ segir Marta Guðrún, bústýra á Minni-Vogum. Hug- myndin vatt upp á sig svo úrval- ið á markaðnum verður ekki bara matarkyns heldur verður einnig að finna prjónavörur og handverk. Marta Guðrún segir það hafa komið sér á óvart hversu mikil matarkista Suðurnesin eru. Þar sé gott berjaland auk þess sem heimamenn tíni jurtir og sveppi. „Hér vaxa villt jarðarber og fjallagrös og á markaðnum verð- ur að finna ilmreyr sem tíndur var hér á svæðinu. Hér hafa líka verið tíndir sveppir. Ef vel geng- ur ætlum við að halda áfram og efna til vormarkaðar.“ Sveitamarkaðurinn fer fram í dag klukkan 12 í Hlöðunni við bæinn Minni-Voga á Vatnsleysu- strönd en þangað er um tuttugu mínútna akstur frá Reykjavík. Marta Guðrún og unn- usti hennar, Bjarni Þórisson, keyptu Minni- Voga fyrir nokkrum árum og hafa staðið fyrir uppákomum í Hlöðunni síðan. „Hvorugt okkar er úr Vogunum en ég ólst upp í Garðin- um. Það var tilviljun að við skoðuðum Minni-Voga og stukkum á tækifærið. Við höfum haldið tónleika og staðið fyrir gjörningum og námskeiðum hér í hlöðunni en við ákváðum strax að gera þetta að lifandi húsi. Fólk- ið hér í Vogunum tengist þessum stað og hann býður upp á ýmsa möguleika,“ segir Marta Guðrún en uppákom- urnar í hlöðunni hafa verið vel sóttar bæði af heimamönnum og gestum. Þá hafa Marta Guðrún og Bjarni skipulagt viðburði í samvinnu við sveitarfélagið og í október stendur til að halda gjörninga hátíð í Hlöðunni. „Það er heilmikil vinna í kringum þetta en mjög skemmtileg. Við ætlum að gera okkur glaðan dag í dag og viljum bjóða fólki að eyða honum með okkur á markaðnum.“ Heimasíða Hlöðunnar er; http:// hladan.org. heida@frettabladid.is Matarkista í Vogunum Suðurnesin eru matarkista. Í dag verður hægt að kaupa afurðir heimamanna á sveitamarkaði í Hlöðunni á Minni-Vogum á Vatnsleysuströnd og birgja sig upp af sultum, grænmeti og kíkja á handverk. Marta Guðrún með dóttur sinni, Kristjönu Kríu Lovísu, í sveitinni. MYND/ÚR EINKASAFNI Uppákomur hafa verið í Hlöðunni í allt sumar og í dag geta gestir keypt afurðir heimamanna á sveitamarkaði. MYND/ÚR EINKASAFNI FR cosmeticsFegurd er... Nýtt og spennandi tækifæri. Námskeið í örlitameðferð! Velkomin í heim örlitameðferðar; meðferðar sem einnig er nefnd Micro-pigmentation, Semi-Permanent make-up og/eða Cosmetic tattoo. Örlitameðferð er ferli þar sem sérstök ofnæmisprófuð litarefni eru sett undir yfirborð húðarinnar. Örlitameðferð er m.a. notuð til að: • Forma og móta augabrúnir, gefa þeim meiri fyllingu eða til að setja eftirlíkingu af einstökum hárum sem gerir þær sem eðlilegastar í útliti • Gera augnlínu sem skerpir og rammar inn augnumgjörðina • Skerpa varalínu, skyggja eða lita varir til fulls Við erum stoltar af að geta loksins boðið upp á námskeið í þessari tækni frá Nouveau Contour, einu stærsta og virtasta fyrirtæki sem er á þessum markaði. Námskeiðin, sem eru sjö daga grunnnámskeið, er skipt í tvennt. Fyrri hlutinn eru fjórir dagar og sex vikum síðar eru þrír dagar. Námsefnið er frá Nouveau Contour og einnig er farið ítarlega í verklega þjálfun. Fámennir hópar á hverju námskeiði. Einnig er í boði framhaldsnámskeið fyrir þá sem vilja auka þekkingu sína og sérhæfingu enn frekar. Kennari er Úndína Sigmundsdóttir. Úndína er meistari í snyrtifræði og hefur auk þess sérhæft sig í örlitameðferð og unnið við það eingöngu undanfarin ár. Þá var hún fyrst hér á landi til að fullnuma sig í því sem kallað er ”Medical Tattoo”. Úndína er viðurkenndur kennari frá Nouveau Contour. Fyrsta námskeiðið hefst 30. september. Frekari upplýsingar og skráning: Bryndísi Jóhannesdóttir. Sími 8613070 Svala Rán Aðalbjörnsdóttir. Sími 8636903 Við bjóðum upp á veglegt villibráðarhlaðborð á aðeins 7.900 kr. á mann. Glæsilegur veislusalur okkar getur tekið allt að 70 gesti í mat. Hægt er að bóka tveggja manna herbergi með morgunmat á aðeins 11.900 kr. herbergið. Villibráðarkvöld í Grímsá veiðihúsi Föstudags- og laugardagskvöld frá 8. okt. - 13. nóv. Jólahlaðborð helgarnar 19. nóv. - 11. des. Pöntunarsímar: 6180083 & 4370083 www.grimsa.is Við erum einnig byrjuð að bóka í jólahlaðborðið sem er á sama verði. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.