Fréttablaðið - 11.09.2010, Side 44

Fréttablaðið - 11.09.2010, Side 44
 11. september 2010 LAUGARDAGUR4 „Þessi hugmynd vaknaði fyrst fyrir þrjátíu árum þegar ég fór að leiði systur minnar sem er úti á landi. Þá hugsaði ég um hvað það væri gott ef einhver tæki að sér að sjá um leiðið,“ segir Margrét Rafnsdóttir, sem nýlega stofnaði fyrirtækið Blóm á leiði sem sér um að sinna leiðum í kirkjugörð- um fyrir fólk á höfuðborgarsvæð- inu. Margrét er garðyrkjufræðingur af blómaskreytingabraut en missti vinnuna í kjölfar kreppunnar eins og svo margir. Í stað þess að sýta það ákvað hún að fara á námskeið hjá Impru í nýsköpun og stofn- un fyrirtækis. „Þá poppaði þessi gamla hugmynd aftur upp kollin- um á réttu augnabliki.“ Margrét segir mikla þörf fyrir þessa þjónustu. „Það er misjafnt hversu vel fólk á heimangengt auk þess sem fólk er í mismunandi lík- amlegu ástandi til að sinna garð- verkum,“ segir Margrét og bætir við að einnig þyki fólki sem búi erlendis gott að vita af einhverjum sem sinnir leiðum ástvina þeirra. Margrét er með þjónustu allan ársins hring og plantar þannig blómum að vori, skiptir þeim út að hausti og sér svo um að skreyta leiðið í kringum jólin. Hún segir einmitt rétta tímann núna að skipta út sumarblómum fyrir önnur sem standa lengur inn í haustið. En að hverju þarf almennt að huga í viðhaldi á leiðum? „Yfir- leitt líður ár frá jarðsetningu þar til er tyrft því jarðvegurinn þarf að síga en kirkjugarðurinn sér yfirleitt um að tyrfa. Velja þarf blómin miðað við staðsetn- ingu kirkjugarðsins því blóm þrí- fast misjafnlega vel í mismunandi jarðvegi,“ útskýrir Margrét. Hún nefnir að góð sumarblóm séu til dæmis stjúpur, morgunfrúr, fjól- ur, hádegisblóm og sólboði. Þau blóm sem standi bæði að sumri og fram á haust séu til dæmis silfur- kambur, skrautnálar, skrautkál og síprus. Að hausti má síðan skipta út sumarblómunum fyrir til að mynda erikur og calluna. „Á vet- urna tengist starfið meira jólum. Þá set ég upp skreytingar eða kransa í byrjun desember.“ Margrét útbýr mismunandi pakka fyrir fólk sem það getur valið úr. Þegar hún hefur sinnt leiðinu sendir hún fólki mynd- ir af því. Nánari upplýsingar má nálgast á facebooksíðu Margrétar undir Blóm á leiði. solveig@frettabladid.is Tími til að skipta um blóm á leiðum ástvina Margrét Rafnsdóttir garðyrkjufræðingur sinnir leiðum ástvina fólks sem af einhverjum sökum getur ekki gert það sjálft. Hún plantar blómum að vori, skiptir um að hausti og útbýr kransa eða skreytingar um jól. Margrét segir skrautkálið og silfurkambinn standa vel fram á haustið og hentar því vel á leiði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Haustblóm á borð við skrautkál og erikur eru mikil prýði. Málþingið Útivera og hreyfing í skjóli grænna skóga verður haldið á vegum Skógræktarfé- lags Eyfirðinga í dag milli 13.30 og 17. Umfjöllunarefni málþingins er mikilvægi skóga í þéttbýli og er viðfangsefnið nálgast með ýmsu móti. Fyrirlesarar eru Hrefna Jóhann- esdóttir, sérfræðingur hjá Skóg- rækt ríkisins, og er yfirskrift hennar erindis „Skógar efla lýðheilsu í þéttbýli“. Þá tekur Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, til máls og talar um skóginn út frá tækifærum til fjölbreyttr- ar útivistar. Magne Kvam hreyfihönnunarstjóri fjall- ar um fjallahjólabrautir og aðstöðu til slíkrar útivist- ar og Jakob Frímann Þorsteins- son, aðjúnkt við HÍ, flytur erindi sem kallast „Orðin og umhyggjan – um hvað og af hverju?“ Að síð- ustu flytur Anna Guðmundsdótt- ir, aðstoðarskólastjóri Hrafnagils- skóla, erindi um útikennslu í skógi en þónokkur aukning hefur verið á að grunnskólar bjóði upp á þenn- an kost þar sem þess gefst kostur. Málþingið fer fram í Kjarna, húsi Náttúrulækningafélags Akureyrar. - ve Mikilvægi grænna skóga í þéttbýli Hér er listi yfir þær fjárréttir sem verða haldnar í dag. Nánari upplýs- ingar er að finna á www.bondi.is. Árskógsrétt á Árskógsströnd, Eyf. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. Flókadalsrétt í Fljótum, Skag. Gljúfurárrétt í Höfðahverfi, S.-Þing. Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún. Holtsrétt í Fljótum, Skag. Melarétt í Árneshreppi, Strand. Reistarárrétt í Arnarneshreppi, Eyf. Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. . Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg. Sauðárkróksrétt, Skagafirði . Selárrétt á Skaga, Skag. Skaftárrétt í Skaftárhr., V.-Skaft. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún. Tungnaréttir í Biskupstungum Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. Þorvaldsdalsrétt í Hörgárdal, Eyf. Þórustaðarétt í Hörgárdal, Eyf. Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. Réttardagur í dag FJÁRRÉTTIR ERU VÍÐA Í DAG OG ERU SANNARLEGA GÓÐ SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. Nýttu tímann! Vikan 13.-17. sept. Mánudagur 13. september Kynning á Kópavogsdeild - Kl. 11 -12 Útileikfimi - Léttar æfingar á færi allra. Komdu og hreyfðu þig! Kl.12-13 Endurlífgun - Stutt verklegt námskeið í endurlífgun. Kl.13-14 Consult for immigrants. Kl.14-15 Rauðakrosshúsið í Kópavogi Geymið auglýsinguna! Rauðakrosshúsið Hamraborg 11 Sími: 554 6626 kopavogur@redcross.is raudikrossinn.is/kopavogur Þriðjudagur 14. september Handavinnustund - Komdu með föndrið þitt! Kl. 11 -13 Jákvæð hugsun - Erindi um jákvæða hugsun. Kl. 13 -14 Ljósmyndun - Leiðbeint verður í ljósmyndun. Kl.14-15 Ráðgjöf hjá atvinnufulltrúum Kópavogsbæjar. Kl. 11-14 Föstudagur 17. september Hugmyndabanki - Hvernig viltu móta starf hússins? Kl. 11 -12 Föstudagsfyrirlestur - Næring og hollt mataræði. Kl.12-13 Bingó - Við endum föstudagana á bingó! Kl.14-15 Ráðgjöf hjá félagsráðgjafa Kópavogsbæjar. Kl. 11-14 Vikan 20.-24. sept. Mánudagur 20. september Hugmyndabanki - Hvernig viltu móta starf hússins? Kl. 11 -12 Útileikfimi - Léttar æfingar á færi allra. Komdu og hreyfðu þig! Kl.12-13 VR atvinnuleitandi - Veistu hvað þér stendur til boða? Kl.14-15 Consult for immigrants. Kl. 14-15 Þriðjudagur 21. september Handavinnustund - Komdu með föndrið þitt! Kl. 11 -13 Ræktun kryddjurta - Námskeið í ræktun kryddjurta. Kl.13-14.30 Ráðgjöf hjá atvinnufulltrúum Kópavogsbæjar. Kl. 11-14 Föstudagur 24. september Föstudagsfyrirlestur - Meiri hamingja með jákvæðri sálfræði. Kl. 12-13 Bingó - Við endum föstudagana á bingó! Kl.14-15 Ráðgjöf hjá félagsráðgjafa Kópavogsbæjar. Kl. 11-14 Opið hús frá kl. 11-15. Allir velkomnir! Heitt á könnunni. Sími 568 9009 gaski@gaski.is www.gaski.is Gáski sjúkraþjálfun fagnar nýjum sjúkraþjálfara Gunnlaugi Briem Gunnlaugur er kærkomin viðbót við hóp 20 sjúkraþjálfara sem vinna í Gáska Bolholti og Mjódd Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16 Mörkinni 6 - Sími 588 5518 ÚTSALA Útsala, síðustu dagar. ÚLPUR, KÁPUR, JAKKAR 50% afsl. og margt fleira.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.