Fréttablaðið - 11.09.2010, Side 50
11. september 2010 LAUGARDAGUR4
Lagerstjóri óskast!
Við leitum af frískum, duglegum og reglusömum vélvirkja í
starf lagerstjóra, með góða þekkingu og reynslu af
Dieselvélum. Um er að ræða fullt starf á lager ásamt tilfall-
andi viðgerðarvinnu í stærri verkefnum. Starfið er krefjandi
og þarf viðkomandi að temja sér sjálfstæð vinnubrögð.
Almenn tölvukunnátta er nauðsynleg. Þekking og reynsla
af birgðakerfum er æskileg - s.s TOK. Starfsmaðurinn þarf
að geta séð almennt um birgðahald fyrirtækisins og unnið
í Microsoft Word og Outlook. Góð íslensku og enskukunn-
átta er nauðsynleg. Umsóknir vinsamlegast berist á
box@frett.is merktar „ Lagerstjóri – 1109“ fyrir 24. sept.
Stuðnings-
fjölskyldur
óskast
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík (SSR)
leitar að traustum og jákvæðum einstaklingum eða
fjölskyldum sem hafa áhuga á að gerast stuðnings-
fjölskylda fyrir fötluð börn í 2-5 sólarhringa í mánuði.
Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að veita barni til-
breytingu og létta álagi af fjölskyldu þess.
Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Katrínu
Eyjólfsdóttir verkefnastjóra hjá SSR til að fá nánari
upplýsingar í síma: 533-1388 eða með tölvupósti:
katrin@ssr.is
Umsóknareyðublöð má nálgast á vefsíðu SSR: www.
ssr.is
www.itr.is
Nánari upplýsingar á
*V
in
nu
st
að
ag
re
in
in
g
fra
m
kv
æ
m
d
a
f C
ap
ac
en
t f
yr
ir
ÍT
R
92%
FRELSI TIL
AÐ TAKA
SJÁLFSTÆÐAR
ÁKVARÐANIR*
91%
GÓÐUR
STARFSANDI*
ÞAR SEM ALLTAF ER GAMAN
HELSTU VERKEFNI:
Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir börn og
unglinga með fötlun á aldrinum 6-16 ára
Leiðbeina börnum og unglingum í leik og starfi
Samráð og samvinna við börn, unglinga og starfsfólk
Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skóla
KRÖFUR Í STARFI:
Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
Áhugi að starfa með börnum
Frumkvæmi og sjálfstæði
Færni í samskiptum
Í BOÐI ERU HLUTASTÖRF MEÐ SVEIGJANLEGUM
VINNUTÍMA EFTIR HÁDEGI.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar við Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Þórdís Jacobsen, deildarstjóri frítímastarfs fatlaðra
barna, í gegnum netfangið katrin.thordis.jacobsen@reykjavik.is eða í síma 411 5400.
HÆGT ER AÐ SÆKJA UM RAFRÆNT Á WWW.ITR.IS
ÍTR STARFRÆKIR FRÍSTUNDAHEIMILI FYRIR FÖTLUÐ BÖRN
FRÁ 6-9 ÁRA OG FRÍSTUNDAKLÚBBA FYRIR 10-16 ÁRA.
Um er að ræða frístundaheimili og klúbba við Öskjuhlíðarskóla og
frístundaklúbba í Austurbæ, Breiðholti og Grafarvogi. Þar er boðið
upp á fjölbreytt tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi lýkur.
Hagkaup óskar eftir að ráða starfsmann.
Um er að ræða starf svæðisstjóra í snyrtivörudeild Hagkaups í Kringlunni.
Allar nánari upplýsingar veitir Jón Karlsson verslunarstjóri á staðnum eða
í síma 563 5000. Áhugasamir geta einnig sent póst á jonk@hagkaup.is.
• Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með menntun í snyrtifræðum
og/eða reynslu í sölu á snyrtivörum. Hann þarf að vera lipur í mannlegum
samskiptum og með góða þjónustulund.
• Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af stjórnun og mannaforráðum.
SNYRTIVARA
KRINGLUNNI
Hagkaup er smásölufyrirtæki, sem býður íslenskum heimilum
breitt úrval af vörum til daglegra þarfa, jafnt í matvöru, sem
fatnaði, húsbúnaði og vörum til tómstundaiðkunar.
Hjá Hagkaup starfar samhentur hópur fólks, um 850 manns
í 500 stöðugildum.
SKÓLASTJÓRI Í UNGBARNA
LEIKSKÓLANN ÁRSÓL
Auglýst er eftir skólastjóra í Ungbarnaleikskólann Ársól í
Reykjavík. Um er að ræða tímabundið starf í 9 mánuði v/
fæðingarorlofs.
Hæfniskröfur:
• Leikskólakennaramenntun
• Reynsla sem skólastjóri, aðstoðarskólastjóri eða
deildarstjóri
• Þarf að þekkja heilsustefnuna
• Þarf að hafa góða samskiptahæfni
• Hraustur andlega og líkamlega
• Þarf að hafa frumkvæði og úthald
• Æskilegt að hafa framhaldsmenntun í stjórnun
• Æskilegt að hafa góða tilfinningu fyrir rekstri
• Almenn tölvukunnátta
Ungbarnaleikskólinn Ársól er leikskóli á heilsubraut og er
markmið skólans að auka gleði og vellíðan barnanna með
áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik.
Umsóknarfrestur er til 24.september 2010. Umsókn ásamt
ferlisskrá skal send á netfangið skolar@skolar.is
Laun samkvæmt kjarasamningi FL
Nánari upplýsingar um starfið hjá Unni Stefánsdóttur
unnur@skolar.is s. 617-8990 og hjá Pétri Guðmundssyni
petur@skolar.is s. 617-8911.
Viðkomandi þarf að byrja starfið í nóvember nk.
Heilsuleikskólar Skóla:
Hamravellir, Háaleiti,
Kór og Krókur.
Leikskóli á Heilsubraut:
Ungbarnaleikskólinn Ársól.