Fréttablaðið - 11.09.2010, Síða 74
heimili&hönnun6
LONDON
1. Mujie
157 Kensington High Street
Vörur: Mjög einfaldar og stíl-
hreinar vörur, mikið til úr náttúru-
efnum. Japönsk hönnun. Mikið um
fylgihluti fyrir eldhús, heima-
skrifstofuna og stofuna.
muji.co.uk
2. John Lewis
278 Oxford Street, W1
Vörur: Verslunin er á sjö
hæðum og selur meðal annars há-
gæða húsbúnaðarvörur, auk raf-
tækja, fatnaðs og fleiri. John
Lewis vörurnar eru mjög klassísk-
ar, úr vönduðum efnum og passa
inn á öll heimili. Ljómandi fallegir
koparpottar fást í versluninni.
johnlewis.co.uk
Urban Outfitters
36-38 Kensington High
Street London W8 4PF
Vörur: Urban Outfitters hefur síð-
ustu árin slegið í gegn, sérstak-
lega hjá ungu fólki, með fatnaði og
skemmtilegum vörum til heimilis-
ins. Ýmislegt frumlegt má finna í
Urban Outfitters, svo sem blikk-
andi ljósaskilti í herbergið, klaka-
box með bókstöfum, skjalatöskur
sem innbyggða plötuspilara, svo
eitthvað sé nefnt. urbanoutfitters.co.uk
Portobello markaðurinn
Notting Hill
Himnaríki antíkgrúskaranna eru
ótal götumarkaðir borgarinnar.
Einn vinsælasti antíkmarkaður
London er Portobello.
Vörur: Allt milli himins og jarðar.
Gömul hljóðfæri, bækur, hnattlík-
ön, kertastjakar, glös, teppi, stólar,
nær allt sem fólki dettur í hug.
portobellomarket.org
PARÍS
3. L’Appartement
16 rue de Bellechasse 7th Arrondis-
sement, Paris
Vörur: Mikið af klassískri hönn-
un og einblínt á smærri hluti. Til
dæmis er tilvalið að finna sérstak-
ar heimilisvörur í jólapakkana í
L´Appartement án þess að eyða
allt of miklu. Ilmkerti, borðdúkar,
barnaleikföng og fleira til.
lappartement.blogg.org/
4. Paul Bert markaðurinn
Marché aux Puces de Paris Saint
Ouen Rue des Rosiers - 93400 Saint
Ouen
Vörur: Einn stærsti antíkmarkaður
Frakkalands. Á markaðinum má
til dæmis fá art deco vörur, gamla
spegla, glerborð, og flúraða antík
frá 18. og 19. öld.
paulbert.french-antique-dealers.com
Bonton Bazar 122 rue du Bac
7th Arrondissement, Paris
Vörur: Sérstaklega fallegar vörur
fyrir barnaherbergið, baðherberg-
ið, eldhús og svefnherbergi (sumar
vörurnar henta bæði fullorðnum
og börnum).
bonton.fr/bazar.html
STOKKHÓLMUR
5. Fröken Linnea
Östgötagatan 53
Vörur: SOFO kallast svæðið suður
af Folkungagatan í Stokkhólmi þar
sem finna má hipp og kúl verslan-
ir sem eru sérstaklega vinsælar
hjá yngra fólki. Ein af þeim er
verslunin Fröken Linnea en í henni
má finna vörur sem eru nýjar en
minna á gamla tíma. Fatasnagar,
fuglabúr, púðar, blómapottar og
fleira til.
frokenlinnea.com
6. Design House Stockholm
NK Hamngatan 18-20 111 77 Stock-
holm
Vörur: Design House Stockholm
er með nokkra af fremstu hönnuð-
um heims á sínum snærum. Á Ís-
landi hafa sumar vörur Design
House Stockholm fengist hjá Epal
og Kisunni en þeir sem eru stadd-
ir í Stokkhólmi ættu að líta við í
móðurskipinu við Hamngatan.
www.designhousestockholm.com/
Keypt inn
fyrir heimilið
í þremur
stórborgum
Verslanir í SOFO-hverfinu í Stokkhólmi eru margar hverjar með heimilisbúnað eins og Fröken Linnea vi ð Östötagatan. SOFO er miðstöð alls
kyns skemmtilegra verslana sem höfða einkum til yngra fólks, með litríka muni og efni og flúraðan borðbúnað í gömlum stíl.
● Þótt hér á landi fáist ýmislegt fallegt á
heimilið hafa stórborgir erlendis auðvitað
úr úrvali að moða sem við komumst aldrei í
tæri við heima. Og innkaupin þurfa ekki að
vera umsvifamikil eða kostnaðarsöm – einn
púði, lampi, ljós, gluggatjöld eða veggklukka
kemst auðveldlega í handfarangur. 3
1
2
4
5
6
Lán til endurbóta
og viðbygginga
Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan.
Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði.
Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru
20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og
almennum lánum Íbúðalánasjóðs.
Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969
www.ils.is