Fréttablaðið - 11.09.2010, Side 78

Fréttablaðið - 11.09.2010, Side 78
38 11. september 2010 LAUGARDAGUR Þ etta er náttúrulega rosalegt og maður er í hálfgerðu sjokki. Ég kveikti ekki strax á því að þetta væri hennar lína heldur hélt ég að hún væri í leggings frá okkur. Þetta er nánast bara copy/paste,“ sagði Heba Hallgrímsdóttir, annar eigenda hönnunarmerkisins E-label, í samtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði. Umræðuefnið var buxur í nýrri haustlínu tískumerkisins Dereon, sem er í eigu söng- konunnar heimsfrægu Beyoncé, sem þóttu afskaplega líkar buxum frá E-label, en Bey- oncé festi einmitt kaup á slíkum buxum í tískuversluninni Topshop í London fyrir síð- ustu jól. Fréttin um þennan mögulega hönnunar- stuld Beyoncé fór eins og eldur í sinu um netheima. Meðal annars fjölluðu netmiðlar á borð við Daily Mail og Toronto News um málið og einnig bloggarinn vinsæli Perez Hilton, sem sagði Íslendingana einungis vera á eftir peningum söngkonunnar. Mál- inu lauk þó áður en í hart fór, þegar eigendur E-label grandskoðuðu myndir af umræddum buxum og komust að því að nokkur munur væri á flíkunum. E-label fékk þó í öllu falli tölverða umfjöllun fjölmiðla fyrir vikið. Söknuður Jóhanns Þótt E-label dæmið sé nýlegt er það fráleitt í eina skiptið sem Íslendingar hafa ýjað að því að fræga fólkið í útlöndum hafi orðið fyrir óeðlilegum áhrifum af hugverkum þeirra. Skemmst er að minnast þess að Jóhann Helgason, tónlistarmaður og höfundur lags- ins Söknuður sem Vilhjálmur Vilhjálmsson heitinn gerði ódauðlegt á áttunda áratugn- um, hóf að undirbúa málsókn gegn norska lagahöfundinum Rolf Løvland árið 2007. Vill Jóhann meina að lagið You Raise Me Up, sem Løvland samdi og gerði söngvarann Josh Groban að stórstjörnu, sé of líkt Sökn- uði til að um tilviljun sé að ræða og bendir á ýmis atriði því til staðfestingar. Meðal ann- ars þess að Løvland hafi fengið kynningar- kassettu með íslenskum lögum, þar á meðal Söknuði, í hendurnar þegar hann dvaldi hér á landi á síðasta áratug. Jóhann fékk rótgróna breska lögfræði- stofu, Knight & Sons, til að annast málið og lögsóknin er enn á döfinni. Stolið, stælt eða fengið að láni Hugverkaþjófnaður er flókið fyrirbæri og oft erfitt að greina hvort líkindi með verkum eigi sér eðlilegar orsakir eður ei. Kjartan Guðmundsson rifjaði upp nokkur dæmi um íslenska sköpun sem ýmsir telja fyrirmyndirnar að verkum hinna frægu í útlöndum. HÖNNUÐIR Ásta Kristjánsdóttir og Heba Hallgríms- dóttir, eigendur E-label. LEGGINGS Hér klæðist Beyoncé hinum frægu buxum sem eigendum E-label þótti minna grun- samlega á sína eigin hönnun. ÍSLANDSVINUR Lag Rolfs Løvlands You Raise me upp gerði Groban að stórstjörnu. Var lagið stolið? SÖKNUÐUR Jóhann Helgason hyggur enn á lögsókn á hendur Rolf Løvland. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á síðasta ári hugðu aðstandendur íslensku kvik- myndarinnar Astrópíu frá árinu 2007, meðal annarra þeir Ingvar Þórðarson, Júlíus Kemp og Gísli Gíslason, á málsókn á hendur NBC-sjónvarpsrisanum vegna meintra höfundarréttabrota í hinum vinsælu sjón- varpsþáttum Heroes. Töluverð umræða skapaðist um málið, bæði hér á landi og á kvikmyndatengdum netsíðum á borð við imdb.com og Twitchfilm.net. „Við sáum að eitt atriði í þættinum var nákvæm- lega eins og ein sena í Astrópíu, þar sem stúlkan kemur inn á myndbandaleiguna. Það var í raun með ólíkindum hversu lík atriðin voru og í kjölfarið sáum við í tilkynningum frá fyrirtækinu að atriði sem svipaði mjög til Astrópíu voru á döfinni í næstu þátt- um á eftir,“ segir Gísli Gíslason, einn aðstandenda Astrópíu. „Við réðum okkur lögfræðinga í New York sem vildu fá að sjá næstu þætti, en þá kom í ljós að þessi atriði sem líktust Astrópíu höfðu verið tekin út. Við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist en framleiðendurnir virðast hafa endurskoðað hug sinn. Þar sem málaferli af þessu tagi eru dýr mátum við það þannig að eitt atriði sem apað er eftir væri ekki nóg til að byggja á og hættum þess vegna við. Við önduðum bara djúpt og vorum þægir.“ Málið kom einkar illa við aðstandendur Astrópíu þar sem þeir höfðu unnið að því að láta end- urgera myndina í Hollywood. Gísli segir slíkt enn á döfinni, viðræður hafi átt sér stað við ákveðna aðila sem báðu um frest vegna fjármögnunar, en svör þurfi fljótlega að berast frá téðum aðilum í draumaborginni. Önduðum djúpt og vorum þægir ASTRÓPÍA Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir í hlutverkum sínum. HEROES Leikkonan Hayden Panettiere hlutverki Claire Bennet í Heroes-atriðinu sem þótti minna mjög á atriði í Astrópíu. Stuttu eftir útkomu hljómplötunnar Blur með samnefndri hljómsveit árið 1997 fóru þær raddir að heyrast hér á landi að viðlag eins laga plötunnar, Song 2, væri sláandi líkt viðlagi eins vinsælasta lags hljómsveitarinnar Botnleðju úr Hafnarfirði, Þið eruð frábær, sem komið hafði út árinu fyrr. Var, og er, þá aðallega vísað til þess að í báðum lögunum reka söngvararnir upp gólið „Vú- hú!“ þegar leikurinn stendur sem hæst. Þá þótti samband hljómsveitanna tveggja renna stoðum undir þá kenningu að Blur hefði ýmist stolið, fengið að láni eða orðið fyrir áhrifum af lagi Botn- leðju, því Damon Albarn, söngvari Blur, dvaldi langdvölum hér á landi og Hafnfirðingarnir hituðu meðal annars upp fyrir Bretana heimsfrægu á tónleikaferðalagi undir nafninu Silt. „Þetta var auðvitað stuldur af verstu sort,“ segir Heiðar Örn Kristjánsson, söngvari og gítarleik- ari Botnleðju, alvarlegur þegar hann er inntur eftir skoðun sinni á málinu, en skellir svo upp úr. „Nei, ég er bara að grínast. Meðlimir Blur heyrðu lagið okkar með þessu fræga „Vú-hú“-viðlagi, urðu fyrir áhrifum af því og fengu það lánað, á því leikur enginn vafi. En við höfum aldrei nennt að stressa okkur neitt á því. Okkur finnst bara skemmtilegt að Blur hafi orðið fyrir áhrifum af Botnleðju, enda urðum við fyrir heilmiklum áhrifum af þeim á sínum tíma. Við töluðum aldrei neitt um þetta við strákana í Blur, það hefði bara verið hallærislegt,“ segir Heiðar. Þrátt fyrir að Song 2 sé ekki dæmigert Blur-lag varð það engu að síður langvinsælasta lag sveitarinnar á heimsvísu. Smellurinn hefur selst í milljónum eintaka, hljómað í óteljandi kvik- myndum, auglýsingum og tölvuleikjum og aflað höfundum sínum gríðarlegra tekna. Vúhú-að víða um heim BLUR Damon Albarn og félagar í Blur. BOTNLEÐJA Rokkararnir úr Hafnarfirði nenntu ekkert að stressa sig á líkindum laganna Þið eruð frábær og Song 2 með Blur. „Auðvitað er það þekkt í tónlistarheiminum að hljómsveitir taki lög annarra sveita og setji í sinn eigin stíl, en ég myndi segja að þetta sé óvenju gróft dæmi,“ segir Magnús Ágústs- son, söngvari hljómsveitarinnar Búdrýginda, en meðlimir sveitarinnar voru enn nánast barnungir þegar lag þeirra Ósonlagið kom út á annarri breiðskífu sveitarinnar, Juxtapos, árið 2004. Fyrr á þessu ári var meðlimum Búdrýginda bent á mikil líkindi með Ósonlaginu og nýlegu lagi Papa Roach, hinnar vinsælu bandarísku rokksveitar, sem heitir Change or Die. „Gítarriffið og keyrslan í laginu eru svo lík að það er útilokað að þetta sé tilviljunin ein,“ segir Magnús. Búdrýgindamenn könnuðu málið og segir Magnús að strax hafi ýmsar samsæriskenningar farið í gang. „Líklegasta skýringin er sú að Papa Roach hafi uppgötvað þetta stórgóða lag okkar og hugsað með sér að þeir gætu alveg stolið frá einhverjum Jónum Jónssonum á Íslandi. Þeir gera sér ekki grein fyrir hversu goðsagnakennt bandið er hér,“ segir hann og hlær. „Svo má auðvitað ekki gleyma því að hljómsveitin Mínus var að túra með Papa Roach á sínum tíma. Frosti, gítar- leikari Mínus, hefur til dæmis sagt að ekki sé ólíklegt að meðlimir Papa Roach hafi brugðið sér yfir í rútuna hjá Mínus, heyrt þar dynjandi Búdrýginda-músík og ákveðið að nota lagið. En þetta eru auðvitað bara kenningar.“ Benedikt Smári Skúlason, gítarleikari Búdrýginda, er lögfræðimenntaður og Magnús segir að til standi hjá Benedikt að setja sig í samband við STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, til að kanna hvort Búdrýgindi eigi einhvern rétt í þessu máli. „Ég segi ekki að við hyggjum á einhverja „die- hard“-lögsókn en við ætlum að þreifa fyrir okkur og sjá hvort mögulegt sé að lenda þessu máli með sátt. Mér dettur til að mynda í hug sú sátt að Papa Roach myndi skuldbinda sig til að hita upp fyrir okkur á næsta heimstúr, en annars myndu nokkrir hundrað þúsundkallar líka koma sér vel í kreppunni, sérstaklega ef upphæð- in yrði greidd út í dollurum,“ segir Magnús, og bætir við að vitanlega sé Búdrýgindum heiður að því að risarokksveit á borð við Papa Roach taki lag þeirra upp á sína arma. Papa Roach gæti hitað upp fyrir Búdrýgindi HLJÓMSVEITIN BÚDRÝGINDI Gaf út Ósonlagið sitt árið 2004. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N CHANGE OR DIE Jacoby Shaddix, meðlimur bandarísku rokksveitarinnar Papa Roach.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.