Fréttablaðið - 11.09.2010, Síða 80

Fréttablaðið - 11.09.2010, Síða 80
40 11. september 2010 LAUGARDAGUR K eppnin er kannski ung en hún er þegar orðin hluti af hjarta og sál fót- boltans í Evrópu,“ segir Michel Platini, lifandi goðsögn í fótboltaheiminum og forseti knatt- spyrnusambands Evrópu. Flestir eru sammála því að stórt fram- faraskref hafi verið tekið þegar UEFA-bikarinn endurfæddist sem Evrópudeildin fyrir leiktímabilið 2009/2010. Atletico Madrid var fyrsta liðið til að vinna hina nýju Evrópudeild þegar félagið sigraði Fulham í vor. Bikarinn sjálfur hefur verið not- aður í UEFA-bikarnum frá stofnun keppninnar. Hann er ekki flókinn en þó glæsilegur, búinn til úr silfri en stendur á gylltum fleti. Hann vegur fimmtán kíló og var búinn til í Mílanó. Saga keppninnar Í apríl 1955 var sett á laggirnar keppni þar sem sérstök úrvalslið tíu borga í Evrópu mættust inn- byrðis. Barcelona, Birmingham, Kaupmannahöfn, London og Míl- anó voru þar á meðal keppenda. Borgarlið Barcelona bar þar sigur úr býtum í úrslitum gegn London, 8-2 samanlagt í tveimur leikjum en liðið var nær eingöngu skipað leikmönnum frá knattspyrnufélag- inu Barcelona. Eftir þetta fyrsta ár var ákveð- ið að breyta fyrirkomulaginu á þann hátt að félagslið tækju þátt. Keppnin stækkaði með árunum og þátttökuliðum fjölgaði. Árið 2971 tók UEFA, knattspyrnusam- band Evrópu, yfir keppnina og til varð UEFA-bikarinn. Tottenham var fyrsta félagið til að vinna þá keppni. Lið í Norður-Evrópu einokuðu nánast bikarinn fyrstu ár keppn- innar en svo tók Ítalía völdin. Eftir að Napoli vann bikarinn 1989 vann ítalskt lið bikarinn í átta af ellefu tímabilum þar á eftir. Í úrslita- einvíginu voru leiknir tveir leik- ir, heima og að heiman. Því fyr- irkomulagi var breytt 1998 þegar Inter rúllaði yfir Lazio, 3-0 í úrslitaleik í París. Frá síðustu aldamótum unnu bikarmeistarar hvers lands sér inn þátttökurétt í keppninni eftir að Evrópukeppni bikarhafa var lögð af. Þá fóru einnig lið sem féllu út úr Meistaradeild Evrópu á þriðja stigi forkeppninnar og höfn- uðu í þriðja sæti síns riðils í loka- keppninni að koma inn í UEFA- bikarinn. Evrópudeildin verður til UEFA-bikarinn var alltaf útslátt- arkeppni frá fyrsta stigi þar til tímabilið 2004/2005 þegar riðla- keppni var fyrst tekin upp. Hún innihélt 40 lið sem léku hvert fjóra leiki. Það var svo fyrir tímabilið 2009/2010 sem ákveðið var að taka skref upp og UEFA-bikarnum var breytt í Evrópudeildina. Keppnin varð þá meira í líkingu við Meist- aradeild Evrópu, riðlakeppnin inniheldur 48 lið sem leika í fjög- urra liða riðlum og mætast heima og að heiman. Inter, Juventus og Liverpool eru sigursælustu félög keppninn- ar en þau hafa unnið hana þríveg- is hvert. UEFA hefur eytt miklu púðri í að stækka þessa keppni og er á ansi góðri leið, umfang henn- ar fer ört stækkandi og sér enn ekki fyrir endann á því ferli. Evrópudeildin stækkar ört Gamli UEFA-bikarinn endurfæddist sem Evrópudeildin í knattspyrnu fyrir síðasta tímabil. Elvar Geir Magnússon rennir yfir sögu keppninnar og skoðar þá þrjá íslensku leikmenn sem verða í eldlínunni á þessu leikári. FYRSTA KEPPNISTÍMABILIÐ Fernando Torres, hinn skeinuhætti framherji Liverpool, á í höggi við Adil Rami, leikmann Lille, í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í mars síðastliðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Alls 194 félagslið frá 53 Evrópu- löndum koma við sögu í Evrópu- deild UEFA þetta tímabilið. KR og Fylkir voru fulltrúar Íslands en kom- ust ekki í gegnum forkeppnina. 48 félög taka svo þátt í riðlakeppninni en þangað kemst Atletico Madrid sjálfkrafa sem ríkjandi meistari. Augu flestra beinast að Liverpool en enska liðið er talið eiga frekar auðvelda leið upp úr sínum riðli. Mótherjarnir eru Steaua Búkarest, ítalska liðið Napoli og Utrecht frá Hollandi. Sigurvegari hvers riðils ásamt liðinu í öðru sæti kemst svo áfram í heðfbundna útsláttarkeppni 32 liða. Hinn 18. maí 2011 verður úrslitaleikurinn leikinn og fer hann fram að þessu sinni í Dublin á Írlandi. Hann verður á Aviva-leik- vanginum en þar sem reglur UEFA banna að völlurinn sé kallaður eftir styrktaraðila mun hann vera kallaður Dublin-Arena í tengslum við leikinn. Þessi völlur gekk í gegnum miklar endurbætur sumarið 2007 og tekur hann 50 þúsund manns í sæti. TÍMABILIÐ 2010/2011Íslendingarnir þrír í Evrópudeildinni Henrik Larsson Sænski sóknarmaðurinn Henrik Larsson er markahæsti leikmaður í sögu keppninnar. Hann hefur þar nokkuð örugga forystu eftir að hafa skorað 40 mörk með Feyenoord, Celtic og Helsingborg. Giuseppe Bergomi Ítalski varnarmaðurinn Giuseppe Bergomi lék allan sinn feril fyrir Inter en hann er leikjahæsti leikmaður í sögu UEFA-bikarsins. Hann lék alls 96 leiki í keppninni. Jürgen Klinsmann Jürgen Klinsmann er löngu orðin þýsk goðsögn. Hann er sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk á einu tímabili í UEFA-bikarnum. Tímabilið 1995/1996 skoraði hann alls fimmt- án mörk fyrir FC Bayern. Giovanni Trappatoni Ítalski þjálfarinn Giovanni Trappa- toni er sigursælasti þjálfari í sögu UEFA-bikarsins, lið hans hafa unnið með 57 leiki. Hann hefur þrívegis lyft bikarnum og er sá eini sem hefur unnið allar Evrópukeppnir félagsliða ásamt því að vinna HM. Hann hefur stýrt Juventus, Inter, FC Bayern, Fiorentina, Benfica, Stuttgart og Salzburg í UEFA-bikarnum. KRINGLUNNI Sími 568 9400 | www.byggtogbuid.is Hártækjadagar Öll hársnyrtitæki með góðum afslætti en aðeins í nokkra daga. Sléttujárn, bylgjujárn, vöfflujárn, hárklippur, krullujárn, nefhárasnyrtar, blásarar, hitaburstar, rakvélar og margt fleira. Vörumerki á borð við Remington og Babyliss. Öll hársnyrtitæki með góðum afslætti en aðeins í nokkra daga. Sléttujárn, bylgjujárn, vöfflujárn, hárklippur, krullujárn, nefhárasnyrtar, blásarar, hitaburstar, rakvélar bartskerar, krullburstar, hárplokkarar, hitarúllur og margt fleira. Vörumerki á borð við Remington og Babyliss Þrír íslenskir leikmenn verða í eld- línunni í Evrópudeildinni í vetur en þeir eiga það allir sameiginlegt að vera hluti af nýjustu kynslóð íslenska landsliðsins. Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson (AZ Alkmaar) Þeir Jóhann og Kolbeinn fóru upp í aðallið hol- lenska félagsins fyrir yfirstandandi tímabil eftir að hafa verið í unglingaliði þess. Jóhann er væng- maður og var ekki lengi að festa sig í sessi eftir að hafa skorað glæsilegt mark gegn Gautaborg í forkeppni Evrópudeildar- innar í sínum fyrsta mótsleik fyrir aðalliðið. Jóhann hefur verið byrjunarliðsmaður en Kolbeinn, sem er sóknarmaður, verið að koma inn af bekknum en mun væntanlega fá fjölda tækifæra í vetur. Báðir eru þeir gríðarlega spennandi leikmenn enda búa þeir yfir miklum hæfi- leikum og eiga eftir að verða meðal okkar fremstu leikmanna um ókomin ár. Þeir eru báðir fæddir 1990, Jóhann er uppalinn hjá Breiðabliki en Kolbeinn hjá Víkingi og vakti fyrst athygli mjög ungur að aldri. AZ er í riðli með Dynamo Kiev, BATE Borisov og FC Sheriff Rúrik Gíslason (OB) Rúrik hefur heldur betur náð að slá í gegn í danska boltanum. Þessi 22 ára leik- mað- ur er uppalinn hjá HK í Kópavogi þar sem hann fór hamförum í yngri flokkunum og fór til Anderlecht í Belgíu og svo Charlton á Englandi. Hann náði ekki að vinna sér inn sæti í aðalliði Charlton en hjólin fóru að snúast þegar hann gekk til liðs við Viborg í Danmörku. Þar fór hann á kostum og var keyptur til eins stærsta félags Danmerk- ur, OB, þar sem hann varð strax lykilmaður. OB er í einum skemmtilegasta riðli Evrópudeildarinnar með Stuttgart, Getafe og Young Boys. ÞEIR STANDA UPP ÚR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.