Fréttablaðið - 11.09.2010, Page 86

Fréttablaðið - 11.09.2010, Page 86
 11. september 2010 LAUGARDAGUR46 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Mjólkursamsalan hóf í vikunni nýtt málræktarátak á mjólkurfernum en þar er lögð áhersla á nýyrði og nýyrðasmíðar auk þess sem fjallað er um nýyrði sem hafa náð fótfestu í málinu. Fernurnar eru myndskreytt- ar með myndum skopmyndateiknar- ans Halldórs Baldurssonar en þannig er vonast til að þær höfði til sem flestra. Átakið mun standa yfir næstu tvö ár og er gert ráð fyrir að teikningar Halldórs verði prentaðar í 65 millj- ónum eintaka. Halldór fékk að sögn alls kyns misskiljanleg nýyrði í hend- urnar í vor og hefur teiknað í kring- um sjötíu myndir sem munu birtast í tveimur skömmtum. „Orðin eru skemmtilega valin, sum eru þekkt en önnur ekki,“ segir Halldór. „Það vita til dæmis allir hvað gemsi er en svo koma orð eins og spekileki sem er kannski illskiljanlegra. Það mun vera íslenska þýðingin á enska orðinu braindrain sem gæti meðal annars vísað til þess þegar gáfur eru flutt- ar úr landi. Þá eru þarna kunnugleg orð eins og dömpa og blogg en líka orð eins og endurfinning, sem er þýðing á hugtakinu déjà vu, kitla sem er þýð- ing á auglýsinga-teaser og ópera sem er íslenska orðið yfir au pair.“ Halldór segist búast við því að mörg orðanna verði lífseig enda mjólk á borðum landsmanna alla daga. Það sama á við um Fréttablaðið þar sem myndir Halldórs eru birtar á leiðara- síðu á hverjum degi. „Ég er víst að verða fastagestur við morgunverðar- borð flestra landsmanna og fer þetta eiginlega að jaðra við ósvífni,“ segir Halldór og hlær. Með málræktarátakinu vill Mjólk- ursamsalan hvetja landsmenn til að nota íslensk orð í stað erlendra og vekja jafnframt áhuga á nýyrðasmíð- um. Hún hefur frá árinu 1994 beitt sér fyrir eflingu móðurmálsins á grund- velli samstarfssamnings við Íslenska málnefnd og þykja mjólkurfernur til- valinn vettvangur til að koma skila- boðum á framfæri, enda koma þær fyrir augu þúsunda manna daglega. Á heimasíðunni www.ms.is verður samhliða átakinu hægt að kjósa uppá- halds nýyrðin og koma með ábending- ar um önnur nýyrði en dregið verð- ur úr innsendum hugmyndum á degi íslenskrar tungu hinn 16. nóvember næstkomandi. vera@frettabladid.is TVEGGJA ÁRA MÁLRÆKTARÁTAK MJÓLKURSAMSÖLUNNAR: FARIÐ AF STAÐ Fastagestur við morgunverð- arborð flestra landsmanna SKOPLEGAR HLIÐAR NÝIRÐA Gert er ráð fyrir því að myndir Halldórs verði prentaðar í um 65 milljónum eintaka næstu tvö árin. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra bróður og frænda, Ragnars Vilhelms Bernhöft Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi. F.h. aðstandenda, Kristín Bernhöft Pétur Orri Þórðarson. Heimilisiðnaðarfélag Íslands verður með opið hús að Nethyl 2e í dag frá klukk- an 13 til 15. Þar munu meðal annars kennarar Heimilisiðnaðar- skólans kynna námskeið vetrarins, svo sem faldbún- inganámskeið, svuntuvefn- að, jurtalitun, hekl og prjón og fleira. Heimilisiðnaðarafélagið var stofnað árið 1913 og er hlutverk þess að vernda þjóðlegan íslenskan heimil- isiðnað, auka hann og efla, auk þess að stuðla að vönd- un heimilisiðnaðarins og fegurð. Jafnframt er það markmið félagsins að vekja áhuga landsmanna á því að framleiða fallega og nyt- sama hluti, sem hæfa kröf- um nýrra tíma án þess þó að gleyma tengslum sínum við menningararfinn. Jafnframt heldur félagið úti verslun að Nethyl 2e í Reykjavík, en þar eru einn- ig námskeið félagsins hald- in. Félagið gefur svo út rit á hverju ári sem ber heit- ið Hug og hönd sem flytur fréttur af starfinu og kynn- ir einnig ýmiss konar heim- ilisiðnað og fróðleik honum tengdan. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, enda allir boðnir velkomnir til að kynna sér námskeið félags- ins og dreypa á kaffi í leið- inni. - jbá Veita innsýn í þjóðlegar hefðir MENNINGARARFUR Á nám- skeiðsskrá Heimilisiðnaraskólans er meðal annars hægt að skrá sig í námskeið í því að sauma þjóðbúning kvenna og karla. Skógræktarfélag Eyfirðinga efnir til mál- þings í Kjarna, húsi Náttúrulækningafélags Akureyrar, í dag frá klukkan 13.30 til 17. Útivera og hreyfing í skjóli grænna skóga er yfirskrift málþingsins, þar sem fjall- að verður um mikilvægi skóga í þéttbýli og verður viðfangsefnið nálgast með ýmsu móti. Meðal fyrirlesara eru Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, sem mun tala um skóga út frá tækifærum til fjöl- breyttrar útivistar, Magne Kvam hreyfi- hönnunarstjóri fjallar um fjallahjólabrautir og aðstöðu til þeirrar útivistar og Anna Guð- mundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Hrafnagils- skóla, flytur erindi um útikennslu í skógi en þónokkur aukning hefur verið á að grunn- skólar bjóði upp á kennslu utandyra þar sem þess gefst kostur. Að framsögum loknum verða umræður. Fundarstjóri er Pétur Halldórsson dagskrár- gerðarmaður. Allir eru velkomnir og ekkert þátttöku- gjald. - jbá Í skjóli grænna skóga TÆKIFÆRIN LEYNAST VÍÐA Fjallað verður um nauðsyn skóga í þétt- býli á málþinginu og möguleik- ana sem í þeim eru fólgnir. 75 Þennan dag árið 1976 var Fjölbrautaskóli Suðurnesja settur í fyrsta sinn. Skólinn, sem er til húsa að Sunnubraut 36 í Keflavík, var stofnaður og rekinn í samvinnu sjö sveitar- félaga og ríkisins. hann varð til við samruna Iðnskóla Suðurnesja, framhaldsdeilda Gagn- fræðaskólans í Keflavík og öldungadeildar Gagnfræðaskólans í Keflavík. Hann fékk til umráða húsnæði Iðnskólans sem þá þegar var allt of lítið. Strax á öðru starfsári skólans var farið að byggja ofan á húsið og hefur verið byggt við það nokkrum sinnum auk þess sem gerðar hafa verið gagngerðar endurbætur á eldra húsnæðinu. Nú er skólinn búinn nemenda- mötuneyti, vönduðum raungreinakennslustof- um og nýrri kennaraaðstöðu svo dæmi séu nefnd. Fyrsti skólastjóri skólans var íslenskufræð- ingurinn og Njálusérfræðingurinn Jón Böðv- arsson en núverandi skólastjóri heitir Kristján Ásmundsson. ÞETTA GERÐIST: 11. SEPTEMBER ÁRIÐ 1976 Fjölbrautaskóli Suðurnesja settur EISTNESKA TÓNSKÁLDIÐ ARVO PÄRT er 75 ára í dag „Mannsröddin er fullkomnasta hljóðfæri í heimi.“ Merkisatburðir 1953 Fjórða ríkisstjórn Ólafs Thors tekur við völdum. Hún sat í þrjú ár. 1976 Farþegaþota frá TWA, sem hafði verið rænt, hefur viðkomu á Keflavíkurflugvelli til þess að taka eldsneyti. Vélin flaug síðan til Parísar þar sem ræningjarnir gáfust upp. 2001 Hryðjuverkamennirnir fljúga þremur breiðþotum á Tvíbura- turnana í New York og Pentagon í Virginíu. Fjórða þotan, sem talið er að hafi verið rænt, hrapaði til jarðar í Pennsylvaníu. 2003 Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, deyr á sjúkrahúsi daginn eftir að hún var stungin í verslunarmiðstöð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.