Fréttablaðið - 11.09.2010, Page 104
11. september 2010 LAUGARDAGUR64
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Blikar voru í miklu stuði í
síðustu fjórum umferðunum í fyrri
hluta Pepsi-deildar karla og unnu þá
alla mótherjana sem þeir eiga eftir
að spila við núna.
Blikarnir unnu þá Fylki, KR, Sel-
foss og Stjörnuna með marka-
tölunni 13-4 og það er ljóst að
ef úrslitin verða þau sömu í
umferðum 19 til 22 og þau
voru í umferðum 8 til 11
þá verður Breiðablik
Íslandsmeistari í fyrsta
sinn í sögu félagsins.
Blikar fengju þá
einu stigi meira en
Eyjamenn. ÍBV vann
þrjá af fjórum síð-
ustu leikjum sínum
á lokaspretti fyrri
umferðarinnar en
eina tapið kom á
507 EYJAMENN Eyjamenn hafa ekki skorað gegn KR í fimm síðustu deildar- eða bikarleikjum liðanna eða í alls 507 mínútur. Bjarni Hólm Aðalsteinsson er síðasti Eyjamaðurinn til að skora á móti KR en
það gerði hann í bikarleik 24. júlí 2006. KR-ingar hafa unnið þessa fimm leiki með markatölunni 8-0.
FÓTBOLTI Lokaspretturinn í barátt-
unni um Íslandsmeistaratitilinn
hefst á morgun þegar Pepsi-deild
karla fer af stað eftir rétt tæplega
tveggja vikna landsleikjahlé. Það
stefnir í eina mest spennandi topp-
baráttu í langan tíma þegar það er
tekið inn í myndina að fjögur lið eiga
enn möguleika á að lyfta Íslandsbik-
arnum seinna í þessum mánuði.
Fram undan eru fjórir leikir á
aðeins tveimur vikum og það verð-
ur því spilað sannkallað hraðmót
fram að lokaumferð Íslandsmóts-
ins sem fer fram laugardaginn 25.
september.
Eyjamenn eru með tveggja stiga
forskot á Breiðablik og geta stigið
stórt skref í átt að titlinum með sigri
á KR í Eyjum á morgun. Blikar fá á
sama tíma heimaleik á móti Fylkis-
mönnum sem hafa tapað fjórum síð-
ustu leikjum sínum. FH-ingar eru
fjórum stigum á eftir ÍBV en menn
geta seint afskrifað lærisveina
Heimis Guðjónssonar sem sýndu
það fyrir tveimur árum hvernig á
að vinna Íslandsmeistaratitilinn
á endasprettinum. KR-ingar voru
heitasta liðið fyrir síðustu umferð
en það á eftir að koma í ljós hvort
tap á heimavelli á móti KR hafi kælt
þá niður eða kveikt í þeim fyrir
endasprettinn.
Stórleikur umferðarinnar er í
Eyjum þar sem topplið ÍBV mætir
KR-ingum sem hafa bara tapað á
móti FH síðan Rúnar Kristinsson
tók við liðinu.
Eyjamenn unnu tvo eftirminni-
lega leiki á móti KR á lokasprett-
inum þegar þeir unnu síðustu tvo
Íslandsmeistaratitla sína 1997 og
1998 og með sigri á morgun gætu
Hraðmótið hefst á morgun
Pepsi-deild karla fer aftur af stað með fimm leikjum á morgun. Fjögur efstu
liðin verða þá öll í eldlínunni, þar á meðal mætast efsta liðið, ÍBV, og liðið í 4.
sæti, KR, á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum í stórleik umferðarinnar.
ÚR FYRRI LEIKNUM ÍBV og KR mætast á morgun í Eyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÍBV 18 11 3 4 29-18 36
Breiðablik 18 10 4 4 40-22 34
FH 18 9 5 4 34-26 32
KR 18 9 4 5 34-23 31
Fram 18 7 5 6 29-28 26
Valur 18 6 7 5 26-32 25
Stjarnan 18 6 6 6 36-31 24
Keflavík 18 6 6 6 19-23 24
Grindavík 18 5 4 9 22-28 19
Fylkir 18 5 3 10 31-38 18
Selfoss 18 4 2 12 26-42 14
Haukar 18 2 7 9 24-39 13
LEIKIR Í 18. UMFERÐ
ÍBV - KR sun. 12. sept. klukkan 17.30
Breiðablik-Fylkir sun. 12. sept. kl. 17.30
FH-Selfoss sun. 12. sept. kl. 17.30
Valur - Stjarnan sun. 12. sept. kl. 17.30
Grindavík-Haukar sun. 12. sept. kl. 17.30
Fram-Keflavík mán. 13. sept. kl. 17.30
STAÐAN
Blikar vinna titilinn ef þetta fer eins í fyrri umferðinni:
Kláruðu fyrri umferðina
með stæl
Eyjamenn eiga eftir
KR, heima (fyrri leikur:0-1 tap) 4. sæti
Selfoss, úti (3-0 sigur) 11. sæti
Stjarnan, heima (2-0 sigur) 7. sæti
Keflavík, úti (2-1 sigur) 8. sæti
þeir stigið skrefi nær því að koma
með titilinn út í Eyjar eftir tólf ára
fjarveru. Til að svo gerist þá þurfa
Eyjamenn að gera betur en í síðustu
viðureignum við Vesturbæjarliðið.
KR-ingar hafa unnið fjóra síð-
ustu leiki sína við ÍBV án þess að fá
á sig mark, þar af tvo síðustu leiki
sína í Eyjum með markatölunni 1-0.
Þetta verður annar leikur liðanna á
Hásteinsvellinum í sumar en Kjart-
an Henry Finnbogason tryggði KR
1-0 sigur í 32 liða úrslitum VISA-
bikarsins fyrr í sumar.
0-1 tap KR fyrir FH í síðustu
umferð þýðir að KR-liðið getur
ekki lengur treyst á sjálfan sig en
fær engu að síður gott tækifæri
til að komast nær toppnum þegar
liðið mætir tveimur efstu liðunum í
næstu tveimur leikjum, ÍBV á morg-
un og Blikum á heimavelli á fimmtu-
daginn.
Blikar unnu langþráðan sigur
á Grindvíkingum í síðasta leik og
sýndu þá styrk sinn á móti liði sem
var bæði búið að vinna hin liðin í
efstu þremur sætunum, ÍBV (1-0)
og FH (3-1). Þeir hitta fyrir Fylkis-
menn sem hafa ekki náð í stig í síð-
ustu fjórum leikjum og aðeins unnið
1 af síðustu sjö leikjum.
FH-ingar misstigu sig í fyrsta leik
eftir bikarmeistaratitilinn en hafa
síðan unnið tvo dýrmæta sigra á
Fylki og KR. Ólíkt hinum liðunum í
efstu sætunum eiga Hafnfirðingar
enga leiki eftir á móti efstu liðunum
og þrír af fjórum leikjum liðsins eru
á móti liðum í neðri hluta deildar-
innar. Reynsla og sigurhefð FH-liðs-
ins mun eflaust hafa mikið að segja
á endasprettinum þegar liðið reynir
að vinna sinn þriðja Íslandsmeist-
aratitil í röð og fagna tvöföldum
sigri í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Hér á síðunni má sjá stöðuna í
deildinni og hvaða leiki toppliðin
eiga eftir. Fallbaráttunni er ekki
enn lokið en það þarf þó mikið að
breytast ætli Selfoss og Haukar að
fara að bjarga sér. ooj@frettabladid.is
KR-vellinum þar sem Eyjalið-
ið spilaði vel og var mjög
óheppið að tapa.
KR fékk 9 stig út úr
8. til 11. umferðar
alveg eins og ÍBV
en FH-ingar ætla
sér örugglega
að gera miklu
betur þar sem
þeir náðu þá „aðeins“ í 7
af þeim 12 stigum sem
voru í boði. - óój
Breiðablik á eftir
Fylkir, heima (fyrri leikur: 4-2 sigur) 10. sæti
KR, úti (2-1 sigur) 4. sæti
Selfoss, heima (3-1 sigur) 11. sæti
Stjarnan, úti (4-0 sigur) 7. sæti
FH á eftir
Selfoss, heima (fyrri leikur: 2-0 sigur) 11. sæti
Stjarnan, úti (1-3 tap) 7. sæti
Keflavík, heima (1-1 jafntefli) 8. sæti
Fram, úti (4-1 sigur) 5. sæti
KR á eftir
ÍBV, úti (fyrri leikur: 1-0 sigur) 1. sæti
Breiðablik, heima (1-2 tap) 2. sæti
Grindavík, úti (1-0 sigur) 9. sæti
Fylkir, heima (4-1 sigur) 10. sæti
Lokastaða efstu liðanna
… ef leikirnir færu eins og í fyrri
umferð
Breiðablik 46 stig
ÍBV 45 stig
KR 40 stig
FH 39 stig
FÓTBOLTI Víkingur og Leiknir
eiga bæði möguleika á að
tryggja sér sæti í Pepsi-
deild karla í dag verði
úrslitin þeim hagstæð
í 21. og næstsíðustu
umferð 1. deildar karla.
Víkingur og Leiknir eru í
tveimur efstu sætunum með
42 stig en Þór Akureyri er
síðan í þriðja sætinu tveim-
ur stigum á eftir. Bæði Vík-
ingar og Leiknismenn spila
við lið úti á landi. Víkingar
heimsækja KA-menn
og Leiknir spilar við
Fjarðabyggð á Eski-
firði. Vinni liðin þessa
leiki og Þór nær ekki að vinna
sinn leik á móti HK á útivelli
þá hafa Víkingar og Leikn-
ismenn tryggt sér sæti
meðal þeirra bestu sumar-
ið 2011, Víkingur i fyrsta
sinn frá 2007 og Leiknir í
fyrsta sinn í sögu félags-
ins.
Þetta gætu samt orðið
skeinuhættir leikir fyrir
Víking og Leikni. KA-menn
hafa aðeins tapað einu sinni á
heimavelli sínum í sumar og
Fjarðabyggð er í harðri fall-
baráttu við Gróttu (í fallsæti
stigi á eftir) og þarf nauðsyn-
lega á stigum að halda. Allir
leikir dagsins hefjast klukk-
an 14.00. - óój
Næstsíðasta umferð 1. deild karla í fótbolta í dag:
Fara Víkingar og
Leiknismenn upp?
NÚ ER
TVÖFALT
MEIRA
Í VINNING
EN Á-DUR!
I I
!
1. Arsenal – Bolton ÚRV.D.
2. Fulham – Wolves
3. Man. City – Blackburn
4. Newcastle – Blackpool
5. W.B.A. – Tottenham
6. West Ham – Chelsea
7. Wigan – Sunderland
8. Q.P.R. – Middlesbro 1. D.
9. Elfsborg – Mjallby ÚRV.D.
10. Helsingborg – Gefl e
11. Trelleborg – AIK
12. Atvidaberg – Malmö FF
13. Syrianska FC – Norrköping 1. D.
110.000.000
22.500.000
18.000.000
37.500.000
ENSKI BOLTINN 11. SEPTEMBER 2010
36. LEIKVIKA
(13 R.)
(12 R.)
(11 R.)
(10 R.)
Stærstu nöfnin eru í Enska
boltanum og nú er potturinn
orðinn ennþá stærri. Vertu með
og tippaðu fyrir kl. 13 í dag.
SÖLU LÝKUR 11. SEPT. KL. 13.00
1 X 2
TIPPAÐU Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA Á 1X2.IS
Sunnudaginn 12.sept.
Breiðablik - Fylkir kl. 17:30
Kópavogsvöllur
Grindavík - Haukar kl. 17:30
Grindavíkurvöllur
ÍBV – KR kl. 17:30
Hásteinsvöllur
Valur - Stjarnan kl. 17:30
Vodafonevöllurinn
FH – Selfoss kl. 17:30
Kaplakrikasvöllur
Mánudaginn 13.sept.
Fram– Keflavík kl. 19:15
Laugardalsvöllur
LAXÁ Á REFASVEIT
Eigum laus holl eftir 19. september.
Upplýsingar veitir Stefán í síma 898-3440.