Fréttablaðið - 11.09.2010, Síða 104

Fréttablaðið - 11.09.2010, Síða 104
 11. september 2010 LAUGARDAGUR64 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Blikar voru í miklu stuði í síðustu fjórum umferðunum í fyrri hluta Pepsi-deildar karla og unnu þá alla mótherjana sem þeir eiga eftir að spila við núna. Blikarnir unnu þá Fylki, KR, Sel- foss og Stjörnuna með marka- tölunni 13-4 og það er ljóst að ef úrslitin verða þau sömu í umferðum 19 til 22 og þau voru í umferðum 8 til 11 þá verður Breiðablik Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Blikar fengju þá einu stigi meira en Eyjamenn. ÍBV vann þrjá af fjórum síð- ustu leikjum sínum á lokaspretti fyrri umferðarinnar en eina tapið kom á 507 EYJAMENN Eyjamenn hafa ekki skorað gegn KR í fimm síðustu deildar- eða bikarleikjum liðanna eða í alls 507 mínútur. Bjarni Hólm Aðalsteinsson er síðasti Eyjamaðurinn til að skora á móti KR en það gerði hann í bikarleik 24. júlí 2006. KR-ingar hafa unnið þessa fimm leiki með markatölunni 8-0. FÓTBOLTI Lokaspretturinn í barátt- unni um Íslandsmeistaratitilinn hefst á morgun þegar Pepsi-deild karla fer af stað eftir rétt tæplega tveggja vikna landsleikjahlé. Það stefnir í eina mest spennandi topp- baráttu í langan tíma þegar það er tekið inn í myndina að fjögur lið eiga enn möguleika á að lyfta Íslandsbik- arnum seinna í þessum mánuði. Fram undan eru fjórir leikir á aðeins tveimur vikum og það verð- ur því spilað sannkallað hraðmót fram að lokaumferð Íslandsmóts- ins sem fer fram laugardaginn 25. september. Eyjamenn eru með tveggja stiga forskot á Breiðablik og geta stigið stórt skref í átt að titlinum með sigri á KR í Eyjum á morgun. Blikar fá á sama tíma heimaleik á móti Fylkis- mönnum sem hafa tapað fjórum síð- ustu leikjum sínum. FH-ingar eru fjórum stigum á eftir ÍBV en menn geta seint afskrifað lærisveina Heimis Guðjónssonar sem sýndu það fyrir tveimur árum hvernig á að vinna Íslandsmeistaratitilinn á endasprettinum. KR-ingar voru heitasta liðið fyrir síðustu umferð en það á eftir að koma í ljós hvort tap á heimavelli á móti KR hafi kælt þá niður eða kveikt í þeim fyrir endasprettinn. Stórleikur umferðarinnar er í Eyjum þar sem topplið ÍBV mætir KR-ingum sem hafa bara tapað á móti FH síðan Rúnar Kristinsson tók við liðinu. Eyjamenn unnu tvo eftirminni- lega leiki á móti KR á lokasprett- inum þegar þeir unnu síðustu tvo Íslandsmeistaratitla sína 1997 og 1998 og með sigri á morgun gætu Hraðmótið hefst á morgun Pepsi-deild karla fer aftur af stað með fimm leikjum á morgun. Fjögur efstu liðin verða þá öll í eldlínunni, þar á meðal mætast efsta liðið, ÍBV, og liðið í 4. sæti, KR, á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum í stórleik umferðarinnar. ÚR FYRRI LEIKNUM ÍBV og KR mætast á morgun í Eyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÍBV 18 11 3 4 29-18 36 Breiðablik 18 10 4 4 40-22 34 FH 18 9 5 4 34-26 32 KR 18 9 4 5 34-23 31 Fram 18 7 5 6 29-28 26 Valur 18 6 7 5 26-32 25 Stjarnan 18 6 6 6 36-31 24 Keflavík 18 6 6 6 19-23 24 Grindavík 18 5 4 9 22-28 19 Fylkir 18 5 3 10 31-38 18 Selfoss 18 4 2 12 26-42 14 Haukar 18 2 7 9 24-39 13 LEIKIR Í 18. UMFERÐ ÍBV - KR sun. 12. sept. klukkan 17.30 Breiðablik-Fylkir sun. 12. sept. kl. 17.30 FH-Selfoss sun. 12. sept. kl. 17.30 Valur - Stjarnan sun. 12. sept. kl. 17.30 Grindavík-Haukar sun. 12. sept. kl. 17.30 Fram-Keflavík mán. 13. sept. kl. 17.30 STAÐAN Blikar vinna titilinn ef þetta fer eins í fyrri umferðinni: Kláruðu fyrri umferðina með stæl Eyjamenn eiga eftir KR, heima (fyrri leikur:0-1 tap) 4. sæti Selfoss, úti (3-0 sigur) 11. sæti Stjarnan, heima (2-0 sigur) 7. sæti Keflavík, úti (2-1 sigur) 8. sæti þeir stigið skrefi nær því að koma með titilinn út í Eyjar eftir tólf ára fjarveru. Til að svo gerist þá þurfa Eyjamenn að gera betur en í síðustu viðureignum við Vesturbæjarliðið. KR-ingar hafa unnið fjóra síð- ustu leiki sína við ÍBV án þess að fá á sig mark, þar af tvo síðustu leiki sína í Eyjum með markatölunni 1-0. Þetta verður annar leikur liðanna á Hásteinsvellinum í sumar en Kjart- an Henry Finnbogason tryggði KR 1-0 sigur í 32 liða úrslitum VISA- bikarsins fyrr í sumar. 0-1 tap KR fyrir FH í síðustu umferð þýðir að KR-liðið getur ekki lengur treyst á sjálfan sig en fær engu að síður gott tækifæri til að komast nær toppnum þegar liðið mætir tveimur efstu liðunum í næstu tveimur leikjum, ÍBV á morg- un og Blikum á heimavelli á fimmtu- daginn. Blikar unnu langþráðan sigur á Grindvíkingum í síðasta leik og sýndu þá styrk sinn á móti liði sem var bæði búið að vinna hin liðin í efstu þremur sætunum, ÍBV (1-0) og FH (3-1). Þeir hitta fyrir Fylkis- menn sem hafa ekki náð í stig í síð- ustu fjórum leikjum og aðeins unnið 1 af síðustu sjö leikjum. FH-ingar misstigu sig í fyrsta leik eftir bikarmeistaratitilinn en hafa síðan unnið tvo dýrmæta sigra á Fylki og KR. Ólíkt hinum liðunum í efstu sætunum eiga Hafnfirðingar enga leiki eftir á móti efstu liðunum og þrír af fjórum leikjum liðsins eru á móti liðum í neðri hluta deildar- innar. Reynsla og sigurhefð FH-liðs- ins mun eflaust hafa mikið að segja á endasprettinum þegar liðið reynir að vinna sinn þriðja Íslandsmeist- aratitil í röð og fagna tvöföldum sigri í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hér á síðunni má sjá stöðuna í deildinni og hvaða leiki toppliðin eiga eftir. Fallbaráttunni er ekki enn lokið en það þarf þó mikið að breytast ætli Selfoss og Haukar að fara að bjarga sér. ooj@frettabladid.is KR-vellinum þar sem Eyjalið- ið spilaði vel og var mjög óheppið að tapa. KR fékk 9 stig út úr 8. til 11. umferðar alveg eins og ÍBV en FH-ingar ætla sér örugglega að gera miklu betur þar sem þeir náðu þá „aðeins“ í 7 af þeim 12 stigum sem voru í boði. - óój Breiðablik á eftir Fylkir, heima (fyrri leikur: 4-2 sigur) 10. sæti KR, úti (2-1 sigur) 4. sæti Selfoss, heima (3-1 sigur) 11. sæti Stjarnan, úti (4-0 sigur) 7. sæti FH á eftir Selfoss, heima (fyrri leikur: 2-0 sigur) 11. sæti Stjarnan, úti (1-3 tap) 7. sæti Keflavík, heima (1-1 jafntefli) 8. sæti Fram, úti (4-1 sigur) 5. sæti KR á eftir ÍBV, úti (fyrri leikur: 1-0 sigur) 1. sæti Breiðablik, heima (1-2 tap) 2. sæti Grindavík, úti (1-0 sigur) 9. sæti Fylkir, heima (4-1 sigur) 10. sæti Lokastaða efstu liðanna … ef leikirnir færu eins og í fyrri umferð Breiðablik 46 stig ÍBV 45 stig KR 40 stig FH 39 stig FÓTBOLTI Víkingur og Leiknir eiga bæði möguleika á að tryggja sér sæti í Pepsi- deild karla í dag verði úrslitin þeim hagstæð í 21. og næstsíðustu umferð 1. deildar karla. Víkingur og Leiknir eru í tveimur efstu sætunum með 42 stig en Þór Akureyri er síðan í þriðja sætinu tveim- ur stigum á eftir. Bæði Vík- ingar og Leiknismenn spila við lið úti á landi. Víkingar heimsækja KA-menn og Leiknir spilar við Fjarðabyggð á Eski- firði. Vinni liðin þessa leiki og Þór nær ekki að vinna sinn leik á móti HK á útivelli þá hafa Víkingar og Leikn- ismenn tryggt sér sæti meðal þeirra bestu sumar- ið 2011, Víkingur i fyrsta sinn frá 2007 og Leiknir í fyrsta sinn í sögu félags- ins. Þetta gætu samt orðið skeinuhættir leikir fyrir Víking og Leikni. KA-menn hafa aðeins tapað einu sinni á heimavelli sínum í sumar og Fjarðabyggð er í harðri fall- baráttu við Gróttu (í fallsæti stigi á eftir) og þarf nauðsyn- lega á stigum að halda. Allir leikir dagsins hefjast klukk- an 14.00. - óój Næstsíðasta umferð 1. deild karla í fótbolta í dag: Fara Víkingar og Leiknismenn upp? NÚ ER TVÖFALT MEIRA Í VINNING EN Á-DUR! I I ! 1. Arsenal – Bolton ÚRV.D. 2. Fulham – Wolves 3. Man. City – Blackburn 4. Newcastle – Blackpool 5. W.B.A. – Tottenham 6. West Ham – Chelsea 7. Wigan – Sunderland 8. Q.P.R. – Middlesbro 1. D. 9. Elfsborg – Mjallby ÚRV.D. 10. Helsingborg – Gefl e 11. Trelleborg – AIK 12. Atvidaberg – Malmö FF 13. Syrianska FC – Norrköping 1. D. 110.000.000 22.500.000 18.000.000 37.500.000 ENSKI BOLTINN 11. SEPTEMBER 2010 36. LEIKVIKA (13 R.) (12 R.) (11 R.) (10 R.) Stærstu nöfnin eru í Enska boltanum og nú er potturinn orðinn ennþá stærri. Vertu með og tippaðu fyrir kl. 13 í dag. SÖLU LÝKUR 11. SEPT. KL. 13.00 1 X 2 TIPPAÐU Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA Á 1X2.IS Sunnudaginn 12.sept. Breiðablik - Fylkir kl. 17:30 Kópavogsvöllur Grindavík - Haukar kl. 17:30 Grindavíkurvöllur ÍBV – KR kl. 17:30 Hásteinsvöllur Valur - Stjarnan kl. 17:30 Vodafonevöllurinn FH – Selfoss kl. 17:30 Kaplakrikasvöllur Mánudaginn 13.sept. Fram– Keflavík kl. 19:15 Laugardalsvöllur LAXÁ Á REFASVEIT Eigum laus holl eftir 19. september. Upplýsingar veitir Stefán í síma 898-3440.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.