Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.09.2010, Qupperneq 105

Fréttablaðið - 11.09.2010, Qupperneq 105
LAUGARDAGUR 11. september 2010 65 FÓTBOLTI Allra augu verða enn eina ferðina á Wayne Rooney um helgina. Að þessu sinni vegna þess að Rooney er að snúa aftur til uppeldisfélags síns, Everton. Rooney hefur hingað til fengið afar óblíðar móttökur er hann hefur snúið aftur á Goodison Park og fastlega er búist við því að stuðningsmenn Everton muni níð- ast enn frekar á honum um helgina í ljósi kynlífshneykslisins sem upp kom um síðustu helgi. Phil Jagi- elka, leikmaður Everton og félagi Rooney hjá landsliðinu, staðfesti það. Þrátt fyrir það verður engin aukaöryggisgæsla á leiknum. Blaðamenn reyndu að spyrja Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, út í málefni Rooney í gær en hann var fljótur að þagga niður í þeim. Sagðist ekki ræða einkalíf leikmanna sinna við blaðamenn. David Moyes, stjóri Everton, vildi heldur ekki ræða einkalíf Rooneys. „Ef maður er fótbolta- blaðamaður þá á maður ekki að spyrja slíkra spurninga,“ sagði Moyes á sínum blaðamannafundi í gær. Ferguson mun stýra Man. Utd í 700. skiptið á ferlinum í dag og hann segir alltaf erfitt að spila á Goodison Park. „Það er alltaf martröð að spila þarna. Andrúmsloftið alltaf frá- bært og þó svo það sé erfitt að spila þarna hefur okkur oftar en ekki gengið vel þar,“ sagði Fergu- son en United tapaði samt illa þar í fyrra. United hefur samt aðeins tapað þrisvar á Goodison Park undir stjórn Ferguson síðan úrvalsdeildin var sett á laggirnar. - hbg Rooney snýr aftur til Everton: Mun fá það óþvegið UNDIR PRESSU Rooney á erfiðar 90 mínútur í vændum gegn Everton. NORDICPHOTOS/GETTY Leikir helgarinnar Laugardagur: Everton - Man. Utd Arsenal - Bolton Fulham - Wolves Man. City - Blackburn Newcastle - Blackpool WBA - Tottenham West Ham - Chelsea Wigan - Sunderland Sunnudagur: Birmingham - Liverpool Mánudagur: Stoke - Aston Villa FÓTBOLTI Íslenska 21 árs landslið- ið hafði heppnina með sér þegar dregið var í umspilið um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Danmörku næsta sumar. Íslenska liðið mætir Skotum og slapp bæði við langt ferðalag sem og að mæta hinum geysisterku Hollendingum eða Ítölum. Íslenska liðið átti líka mögu- leika á að mæta Svíþjóð, Rúmen- íu eða Króatíu. „Mér líst bara mjög vel á þetta ef ég segi alveg eins og er því ég held að Skotarnir henti okkur ágætlega. Ég var að vonast til þess að við slyppum við Hollend- ingana og Ítalana og líka þessar þjóðir frá Austur-Evrópu, Rúm- eníu og Króatíu. Þetta er mjög gott fyrir okkur og við eigum mikla möguleika á því að komast áfram,“ segir Bjarni Þór Viðars- son, fyrirliði íslenska liðsins. Margir þessara stráka mættu Skotum í fjórum leikjum með 19 ára landsliðinu á árunum 2006 og 2007. Eldri strákarnir í lið- inu voru með fyrra árið og þeir yngri seinna árið. Íslenska 19 ára liðið vann þá alla leikina. „Þetta er samt allt annað núna og verð- ur miklu erfiðara þó svo að við eigum góða möguleika,“ segir Bjarni Þór. Bjarni Þór hefur ekki miklar áhyggjur af því að Skotarnir fái seinni leikinn á heimavelli „Við verðum bara að ná því að spila svipaðan leik og á móti Þjóðverjunum og að sjálfsögðu að vinna leikinn, hvort sem það verður 1-0 eða 2-0. Við verðum síðan að spila eins og menn úti,“ segir Bjarni Þór. - óój Dregið var í umspilið fyrir úrslitakeppni Evrópumóts 21 árs landsliða í gær: Strákarnir ánægðir með að fá Skotana STERKIR Á HEIMAVELLI Íslensku strákarnir þurfa að ná góðum úrslitum úr fyrri leiknum við Skota sem fer fram á Íslandi. Hér fagna þeir einu af fjórum mörkum sínum gegn Þýskalandi. Fylgstu vel með Fréttablaðinu og Bylgjunni. Þú getur unnið 3 ferðir með Icelandair. HELGARGETRAUN FRÉTTABLAÐSINS OG BYLGJUNNAR Skilaðu inn þínum svörum á visir.is fyrir miðnætti á mánudaginn! TAKIÐ EFTIR! MUNDU: Leitin á visir.is vísar líka á efni í Fréttablaðinu. 1. Hvað heitir þingmaðurinn á Lögþingi í Færeyinga sem neitaði að mæta til kvöldverðarboðs í Færeyjum til heiðurs Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og hvers vegna neitaði hann að mæta í boðið? 2. Hvað heitir skólastjóri Íþróttaskóla Latabæjar á Íslandi og hvar er Íþróttaskólinn staðsettur? 3. Í vikunni var í frétt fjallað um ótta yfirmanns herafla Bandaríkjanna og Nató í Afganistan um bókabrennu í dag, 11. september, í Bandaríkjunum. Hvað heitir yfirmaður herafla Bandaríkjanna og Nató í Afganistan? 4. Söngvari Dimmu ræddi um ábreiðulög í viðtali í vikunni. Hvað heitir hann og við hvað vinnur hann? 5. Í vikunni komu upp deilur um verð á makríl og ásakanir um að færeyskt skip hefði fengið hærra verð fyrir aflann en íslensku skipin. Hvaða verð fá íslensku skipin fyrir makrílinn? Svörin við spurningunum er að finna í greinum og fréttum Fréttablaðsins í vikunni. Dregið verður úr innsendum lausnum í Reykjavík síðdegis í næstu viku og vinningshafi fær tvær ferðir frá Icelandair. Hringt verður í vinningshafann í beinni útsendingu og gefst honum færi á því að svara aukaspurningu og vinna þriðju ferðina með Icelandair!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.