Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 23
MORGUNN
17
höfðu skift um sæti. Hann hefir vikið að þessu m. a. í
líkræðu sinni eftir annan höfðingja í andlegu ríki ís-
lendinga, Þorstein Erlingsson. Eg ætla að lesa ykkur
nokkurar línur:
„Við vorum aldir upp við mjög einhliða hugsunar-
hátt; oss hafði verið kent að telja kenningar kirkjunnar
helga eign mannanna, og vér höfðum eigi verið vandir við
hugsanafrelsið og gagnrýnihuginn, heldur á hitt, að
beygja skynsemina til hlýðni við trúna. Hefir ekki kirkj-
an tíðast haldið því fram, að hún ætti trúarsannindin
svo fullkomin, sem oss væri ætlað að eignast þau á
þessari jörð? En eftir því sem árin liðu, kom og mikil
breyting á hugsunarhátt ýmsra manna kirkjunnar. Nú
höfum vér margir lært það, sumir fyrir sárt hugarstríð,
að ýmislegt í kenning kirkjunnar stendur engan veg-
inn svo föstum fótum, sem haldið var að oss. Eftir því
sem vér þroskuðumst betur og gátum aflað oss víð-
tækari þekkingar, sáum vér, að þar var ýmislegt full-
yrt, sem allar sannanir vantaði fyrir, og að víða fær hinn
sögulegi sannleikur ekki að njóta sín fyrir trúarsetn-
ingum og erfikenning. Vér fundum líka til ]>ess, að ým-
islegt varð að skafa út, sáum, að þekking og kenning
kirkjudeildanna var að ýmsu leyti mjög ófullkomin, var
1 molum, eins og þekking postulans. Og eg fæ eigi betur
seð en að vér kirkjunnar menn gerum vel í að hugfesta
°ss þessi orð Þorsteins Erlingssonar:
Það verður í bók ]>ess svo varlega að skrifa,
sem veikur er fæddur og skamt á að lifa“.
Þessi voru ummæli H. N. við þetta tækifæri. Hann
talar um skoðanabreytingar. En hann fjölyrðir ekki
um hugarstríðið, nefnir ]>að að eins á nafn. Mér er kunn-
ugt um, að hjá honum hafði ]>að verið hart. Það hafði
meira verið skrifað í hans bók en hann ætlaði að geta
ai borið. Og nú var það sálarástand komið, sem Ibsen
iýsir svo meistaralega hjá frú Alving. Honum fanst alt
hafa verið vélasaumur og alt vera að rakna upp.