Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 99
MOEGUNN
93
hug, er að leita að líkamlegri orsölc að heilsubiluninni,
og að beita líkamlegum lækningaraðferðum. Þegar hin
líkamlega truflun er að fullu læknuð, en tauga- eða sálar-
ástandið batnar ekki, þá hefir reynslan kent honum að
svipast eftir sálrænum orsökum. í þessari viðleitni sinni
kemur hann sjúklingnum í samband við miðil, sem
ekkert fær að vita um sjúklinginn, ekki einu sinni nafn
hans. Eftir stutta þögn byrjar miðillinn venjulega á að
skýra frá sjúkdómseinkennum þeim, sem þjá sjúkling-
iun; að því loknu lýsir hann heimilisástæðunum, sem
oft eru mikilsverðandi liður í þessum tilfellum, og loks
segir hann liðna æfisögu sjúklingsins alt frá barnæsku,
°g leiðir þá oft í ljós áföll frá fyrri æfidögum, sem
voru nærri því gleymd.
Eftir því sem líður á tilraunafundina lýsir miðillinn
ýmsum andaverum í kringum sjúklinginn, og leyfir
þeim síðan, hverri á fætur annari, að tala gegnum sig og
lýsa endurminningum sínum um síðustu veikindi og
sjúkdómseinkenni sín, sem endurspeglast í sjúklingnum.
Sú spurning hefir verið lögð fyrir mig, að hverju
leyti þessi aðferð sé frábrugðin svonefndri geðkönnun.
Mismunurinn er mjög mikill og það af tveim ástæðum.
f fyrsta lagi, þá virðist þessi starfsemi hafa verið studd
alt frá upphafi, og henni að miklu leyti stjórnað af
hóp hjálparmanna hinumegin, sem eru að kynna sér,
hvernig slíkri lækningaraðferð verði hagað, og leið-
beina sjúklingnum. Þegar nefnd eru nöfn alkunnra
manna framliðinna, vakna efasemdir hinna vantrúuðu,
svo eg kveinka mér við að nefna nöfn þessara hjálpar-
•nanna. Sumir þeirra koma mjög við fundarskýrslur
Piper-tilraunanna, bæði sem sambandsmenn að handan
°S vannsóknarmenn hér. Orðsendingar þeirra, sem eg
þekti hér í lífi, eru svo líkar þeim, að návist þeirra virð-
lst frábærlega raunveruleg.
Hitt atriðið, þar sem mismunarins kennir við
kenningar Freudsmanna er það, að þessi starfsemi