Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 107
MORGUNN
101
Uanrcekt miðilsgáfa.
Erinöi flutt í S. R. F. í.
Eftir Einar H. Kuaran.
Inngangur.
Vafalaust hafið þér flest eða öll veitt því eftirtekt
og hugsað út í það, að sálarrannsóknamálið hefir marg-
ar hliðar. Langoftast hugsum vér víst margir um sálar-
rannsóknirnar sem leið til þess að komast að skynsam-
legri ályktun um það, hvort unt sé að fá sannanir fyrir
framhaldslífi mannanna eftir andlátið. En hliðarnar eru
vitanlega miklu fleiri. Og eina þeirra ætla eg að minn-
ast á í kvöld. Það er sú hliðin, er veit að þeim mönnun-
um, sem sálarrannsóknamálið á auðvitað langmest að
þakka, og það eru miðlarnir. Ef þeir hefðu ekki verið,
þá hefðu engar sálarrannsóknir verið, í þeim sérstaka
skilningi þess orðs, sem vér könnumst öll við. Og þeim,
sem hafa ritað um málið og ekki haft reynsluþekking
á miðlafyrirbrigðunum, hefir hætt við að segja ýmis-
legt það, sem vakið hefir óþolinmæði eða hlátur eða
meðaumkun þeirra manna, sem þá þekking hafa.
Samt er það ekki nema lítill reitur af þeirri hlið
málsins, er að miðlunum veit, sem eg ætla að minast á í
kvöld. Sú spurning kemur alt af aftur og aftur, hvort
það sé ekki skaðlegt fyrir heilsuna að fást við miðils-
starfsemi. Sú trú er ákaflega algeng, að það sé hættu-
legt. Eg hefi líklegast haft meiri kynni en flestir aðrir
í þessu félagi af þessari trú, eins og eg hefi fengist
meira við miðilstilraunir en flest félagssystkini mín. Eg
hefi fengið margháttaða reynslu, sem bendir í þá átt,
að miðlafæðin, sem vér eigum við að búa, stafi langmest
af þessari trú. Hún stafar að nokkru leyti af manna-
þrældómi. Sumir þora ekki að fara að fást við slík störf