Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 50
44
M 0 R G U N N
aðeins til að láta það falla inn í hrynjandi ljóðlínunnar.
Nei, hjá góðskáldinu fellur orðgnótt og andi saman í
fullkomna eining. Þetta er orðið, sem bezt túlkar tilfinn-
ing hans, fregnin dynur yfir hann, kemur sem jiruma úr
heiðskíru lofti. Og þetta er aftur sama og eg veit, að nú
hefir verið um oss alla vini hins látna, að fregnin hefir
dunið yfir oss, án þess að gjöra orð á undan sér. Mér
dettur í hug það, sem einn af vinum hans segir, er ritað
hefir minningarorð um hann þessa daga. Hann byrjar
mál sitt á þessum orðum: ,,Það er erfitt að trúa því, að
hann sé dáinn.“ Og líkt hefir kveðið við hjá fleirum.
Og finst oss nú ekki eiginlega öllum, að vér getum gjört
þessi orð að vorum orðum — að vér höfum tæpast ætl-
að að trúa því, að Haraldur Níelsson væri dáinn, svona
í fullum krafti sem oss sýndist hann vera og svona
mikið sem oss fanst enn vér þurfa hans með, mega alls
ekki missa hann. Sunnudagsmorguninn, er hann andað-
ist að kveldi, var mér sagt, að hann væri ekki svo vel
haldinn, sem æskilegt væri. Það hrygði mig að sjálf-
sögðu einlæglega og það vakti hjá mér áhyggju í svip.
En í hug mér festi ekki sú hugsun rætur, að lífi hans
væri hætta búin; eg held eg hafi ekki hugsað mér, að
það gæti komið fyrir. Þess vegna dundi það líka yfir
mig eins og alveg óvænt, er það urðu fyrstu orðin, sem
við mig voru sögð næsta morgun: ,,Nú er Haraldur
Níelsson dáinn.“
Já, nú er svo komið, að hversu erfiðlega, sem oss
É;ekk að trúa því, að hann mundi deyja, þá verðum vér
nú að horfast í augu við veruleikann, að Haraldur Níels-
son er dáinn, horfinn. Og hversu sem vér vitum fyrir
víst, að fyrir hann eru umskiftin orðin góð — já, það
efast enginn af oss um, að hlutskifti hans er dýrlegt
orðið, — þá er það fyrir oss harmafregn, sár harmur,
að sjá honum á bak meðan hann var umkringdur af
mörgum verkefnum, og ekki var sjáanlegt að neitt
væri dregið úr þreki hans og hæfileikum og brennandi