Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 113
M O R G U N N
107
gæti ekki sagt mér eitthvað frá þessu ferðalagi. „Jú, það
sótti mig fjarska höfðinglegur fornmaður“, sagði hann
þá. Ekki vissi hann nafn hans, en fornmaðurinn hafði
sagt honum að koma með sér; hann þyrfti að sýna hon-
um einhvern stað, sem hann lýsti greinilega.
En nú fóru vandræði að byrja, að mér þá fanst, því
að undantekningarlítið var hann fyrri part þessa vetrar
daglega undir einhvern veginn löguðum dulrænum áhrif-
um, sem eg skildi ekkert í og vissi ekki, hvernig eg átti
með að fara. Þetta ástand hans fór að verða mér alvar-
legt áhyggjuefni, því að eg fann, að það samrýmdist illa
daglegu lífi okkar. Eg ætla með eftirfarandi línum að
reyna að skýra frá því, sem mér fanst erfiðast.
Stundum, þegar hann kom heim frá vinnu á kvöldin,
og eg var búin að láta matinn á borðið og beið eftir
honum, brá mér við í meira lagi. Hann kom þá inn þegj-
andi, eins og hann sæi mig ekki, og datt niður á stólinn
við borðið, án þess að fara úr óhreinu fötunum og tók
hvorki af sér húfu né vetlinga, þó að hvorttveggja væri
blautt. Oft kom það þá fyrir, að hann seig fram á ílát
þau, sem á borðinu voru, og eins ]>ó að á þeim væri mat-
ur. Mér datt þá oft í hug, að vín væri í honum, en sá svo,
að ekki gat það verið. Eg spurði hann, hvort hann væri
veikur, eða hvað hefði komið fyrir hann í dag, og hvers
vegna hann væri svona. En eg fékk ekkert svar. Eg fór
þá að reyna að færa hann úr óhreinu fötunum; en það
gekk ekki vel, því að hann var alveg máttlaus. Venjulega
fór hann að gefa eitthvert hljóð frá sér bráðlega eftir
aö eg fór að ná honum úr fötunum, og tala eg ekki um,
hvað það gladdi mig, þegar eg fékk hann þá til ]>ess að
segja eitthvað við mig. Oftast var það fyrsta hreyfing
hans, að hann fór að nudda augun, og spyrja, hvort eg
væri hér og hvort hann væri kominn heim. Mér fanst
honum létta við, að eg játaði því, að hann væri heima,
°g venjulega svaraði hann því, að það væri gott.
Oft reyndi hann að borða eftir þetta ástand, áður