Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 124
118
MOBtíUNN
var staddur. Og eg gat aldrei treyst því, að hann fengi að
sofa í næði nokkura nótt, eins og aðrir menn, og vaknaði
ekki að morgni eins og hann væri brjálaður maður eða
með sárum þrautum. Þetta voru sannar hörmungar, og
eg ætla ekki að fara að reyna að lýsa þeim fögnuði, sem
fylgir meðvitundinni um það að hafa frelsast frá þeim
ókjörum. En sjálfsagt er að geta þess, að skygnin, sem
um tíma var svo mikil, hefir jafnframt horfið. Þegar ein-
hverra áhrifa verður vart á nóttum nú, eru þau róleg og
stillileg, og valda aldrei neinum óþægindum.
Þá er loks það, sem mér finst megi nefna hina and-
legu eða sálarlegu heilsu mannsins míns. Á þes'su þrauta-
tímabili, sem eg hefi lýst hér að framan, virtist hann að
jafnaði vera vansæll maður. Hann tortrygði alla og alt.
Hann hafði megna ótrú á öllum góðum öflum í tilverunni.
Honum fanst hann vera ofurseldur illum öflum. Mér
fanst hann ekki vera eins og hann átti að sér, nema ein-
stöku sinnum. Þá leið honum vel og var glaður og góður.
Nú hefir ]>etta sálarástand, sem um tíma var undantekn-
ing, náð fullri festu. Hans sanni maður hefir fengið að
njóta sín og sál hans hefir fylst af góðleik og ánægju og
trausti og friði og þakklæti til ]ieirra manna, sem hafa
unnið að því að hjálpa honum út úr þessum vandræðum.
Þakklætishug mínum get eg ekki með orðum lýst.
Salvör Ingimundardóttir.
Niðurlagsorð.
Þetta er þá frásögn frúarinnar. Eg tók það fram
áðan, að eg teldi þetta merkilegt sálarrannsóknaskjal.
Eg hefi ekki lesið það eingöngu til skemtunar. Ekki
heldur eingöngu til fróðleiks. Eg hefi fengið leyfi frú-
arinnar til þess að lesa ykkur það í því skyni einkum að
vekja menn til þess að fara að hugsa um að breyta eftir
þeirri kenningu, sem í þessari frásögn er fólgin. Því að
eg lít svo á, sem það skifti miklu máli, að menn geri ]>etta.
Örðugleikarnir, sem A .P. B. og kona hans hafa átt.