Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 29
MORGUNN
23
með honum unnu árin mörgu að biblíuþýðingunni. Og
sami vakandi áhuginn kom fram í öllu, sem hann tók sér
fyrir hendur.
Hjá honum fór saman barnsleg tru og brennandi
sannleiksást. Hann hafði bjargfasta trú á sigurafli sann-
leikans, og þess vegna var hann svo óragur að boða öðr-
um það, sem hann var sannfærður um að væri satt, jafn-
vel þó að hann vissi, að margir myndu verða honum
ósamdóma og jafnvel hneykslast á því, sem hann sagði.
— Ekki gat það dulist þeim, sem hlýddu á prédikanir
hans, að þar var maður, sem var brennandi í andanum,
— sem boðaði það, sem var hjartans sannfæring hans
og heilagt áhugamál. Jafnvel þeir, sem voru honum ekki
samdóma í öllu, gátu ekki annað en viðurkent einlægn-
ina, snildina og andríkið. Kirkjan á hér á bak að sjá
góðum syni, sem unni henni af hjarta og vann fyrir hana
margt nytsemdarverk. Sem lærisveinn Jesú Krists hafði
hann lært að trúa af öllu hjarta á hinn takmarkalausa
kærleika föðurins himneska. Sú trú fylti hjarta hans inni-
legum fögnuði, og hún var styrkur hans í lífsbaráttunni,
bæði í starfi hans og í því mótlæti, sem hann varð að
þola. Þess vegna var hann líka „glaður í voninni, þolin-
móður í þjáningunni, staðfastur í bæninni."
Og hann var tilfinningaríkur maður. Alt, sem var
fagurt, — fagurt landslag, fagurt ljóð, fögur hugsun,
breif huga hans, og hann gladdist hjartanlega af allri
góðvild, sem honum var sýnd. Sál hans var svo opin fyrir
öllu góðu og fögru. Þess vegna var hann líka svo kær-
leiksríkur maður og tryggur vinur. Hvergi kom það bet-
ur fram en á heimili hans, í samlífinu við kærustu ást-
vinina, sem guð gaf honum; umhyggjusamari og ástúð-
legri eiginmann, föður og heimilisföður get eg ekki hugs-
að mér.
En ástúð hans kom víðar fram en í heimilislífinu.
Það fengu þeir ekki hvað sízt að reyna, sjúklingarnir á
Laugarnesspítala, sem áttu því láni að fagna, að hafa