Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 81
M 0 R G U N N
75
Hann fellur fljótt í miSilssvefn; allir mynda keðju
kring um borð (litlu fingrum krækt saman) ; fyrir því er
hægt að þreifa. Fundirnir fara fram í myrkri eða í
rauðu ljósi. Notaðar eru lýsandi plötur með handfangi
(líkt og handspegill), stroknar með zinc-sulfat og lýst-
ar upp á undan fundi með magnesium-ljósi. Stundum
er hvíta ljósið slökt og rauða ljósið kveikt af ósýnileg-
um krafti. 12 fet (6 áln.) eru til lofts í herberginu;
Ijós birtast líðandi upp undir lofti; þau eru á stærð við
baun og alt að hesliviðarhnot. Verða alt að 12 sýnileg í
einu; svífa yfir höfðum fundarmanna; stundum tvö sam-
an, stundum fleiri. Tvö komu niður að Pawlowski; hann
sá þá sér til mikillar furðu, að þau voru mannleg augu,
sem horfðu á hann. Síðan verður úr augunum heilt
andlit og sjálflýsandi lófi, sem varpar birtu yfir and-
litið, svo að það sést vel; höndin hreyfist kring um
höfuðið, til þess að áhorfandinn sjái það sem bezt; aug-
un stara á hann og andlitið brosir unaðslega. Hann hef-
ir séð tvö slík andlit í einu svífa frá einum fundarmanna
til annars. — Sum fyrirbrigðin eru alveg einstæð.
Fyrirbrigðin:
1. Högg og lyftingar.
2. Stjörnur og ljós.
3. Augu, hendur, armar, andlit (höfuð).
4. Fullar líkamningar af mönnum og dýrum,
5. Paraffín-mót af höndum og fótum.
6. Tilbæri (,,apports“).
7. Magnetisk, electrisk, kemisk fyrirbrigði og'
breytingar á hita.
3. Ósjálfráð skrift.
9- Svipir lifandi manna.
Hér er aðeins eða aðallega að ræða um líkamning-
arnar. Þeim má skifta í ýmsa flokka:
a) Ósýnilegar, en áþreifanlegar verur. Þær heyr-
ast ganga eftir gólfinu; sækja hluti eftir beiðni, t. d.
bionze-líkneski, 30 punda þungt, eða járnpott, fullan