Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 74
68
M 0 R G U N N
Fyrirbrigðin, sem hann rannsakaði og taldi sönnuð,
heimfærði hann fyrst og fremst til þeirrar reynslu, sem
spámennirnir segja frá í gamlatestamentinu, og til hinna
yfirnáttúrlegu viðburða úr lífi Krists, sem sagt er frá
í nýjatestamentinu. Síra Haraldur mun hafa litið á
starf sitt að rannsókn dularfullra fyrirbrigða sem sam-
hliða starf biblíuþýðingunni í víðtækari merkingu og
kenslustarfinu á háskólanum, og sem það málefni, sem
fyrst og fremst gæti gefið prédikunarstarfseminni aukið
áhrifavald yfir samtíðinni. Það var hin mikla hugsjón
hans að sönnunin fyrir tilveru annars og æðra lífs yrði
til þess að blása nýju og voldugu lífi í kirkjuna. Hann
gekk að þessu starfi sem fulltrúi kirkjunnar og þjónn
Krists. Hann gekk að því með enn meiri eldmóði en að
nokkru öðru, af því að hann áleit að á þessu sviði væri
til svo óendanlega mikils að vinna.
Trúfesti hans og þol við þetta starf er aðdáanlegt.
Langt út fyrir landamæri íslands varð hann víðfrægur
af þessu starfi.
Lærisveina eignaðist hann um alt ísland og víðar,
sem vafalaust hafa veitt honum mikla uppörfun og
styrk í þessari baráttu. Þess þurfti hann og, því að hann
var viðkvæmur maður og tilfinningaríkur og fann áreið-
anlega mjög til þeirrar andúðar og kulda, sem frá öðr-
um barst til hans.
Af starfsemi og ritum um þessar rannsóknir varð
hann langfrægastur hin síðari árin. Eg dæmi ekki um
það, reyslan sker úr því síðar, hversu mikilsverðar þær
verða taldar. En um hitt mun enginn efast, að það sem
síra Haraldi gekk til, var ]>að, að leita sannleikans,
þjóna sannleikanum og verða píslarvottur hans, ef því
væri að skifta.
Síra Haraldur hreif mig fyrst með því hvernig
hann kendi okkur um spámenn gamlatestamentisins —
fyrirrennara Krists, hina innblásnu menn, sem vildu