Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 71
M0R6UNN
65
haldið að taka lið fyrir lið sem efnið gaf tilefni til —
er bezt satt að segja; eg hafði alls ekki þekt slíkt áður
í skóla. Þegar svo þar við bættist, hve hann var skemti-
legur kennari, samfara dugnaðinum og þolinu, þá var
blátt áfram ómögulegt annað en læra hjá honum.
Loks var hann ríkulega búinn þeim hæfileika, sem
er allra nauðsynlegastur kennara þeirra manna, sem
síðar eiga að verða leiðtogar þjóðarinnar í andlegum
efnum. Engum gat dulist, sem eitthvað kyntist síra
Haraldi, og þá allra sízt lærisveinum hans, sem um-
ííengust hann daglega vetrum saman^ að þær kenningar
og skýringar, sem hann bar fram, komu frá instu
hjartarótum hins sannleiksþyrsta, innilega trúaða
manns. Sérhver lærisveinn hans hlaut að líta upp til
hans sakir hins mikla lærdóms; en þegar ]>að samein-
aðist trúarhitanum og þunga sannfæringarinnar, þá
S^t ekki hjá því farið, að lærisveinarnir yrðu fyrir
wiklum áhrifum frá honum.
Hó að ekki lægi eftir hann annað en kenslustarfið
eiH, ])á Jnætti hann teljast í hóp hinna mestu fræðar-
anna á ]>essari öld. Og að neistum þeirra áhrifa og eld-
nióðs verður lengi búið.
Biblíuþýðingin og kenslan voru störf, sem unnin
'°ru innan tiltölulega þröngs hrings. Þriðja aðalstarf
Haralds prédikunarstarfið, var unnið fyrir ásjónu
alls lýðs og orðin af vörum hans fóru um heim allan,
par sem íslenzkt mál er lesið.
Síra Haraldur var mælskumaður og prédikari með
a bngðUIn gg held hann hafi þó ekki verið einn af
,eini ræðumönnum, sem er það meðfætt að geta látið
01' astrauminn renna viðstöðulaust af vörum sér, undir-
buningslaust.
Hinar ágætu prédikanir hans voru fyrst og fremst
h' ^Ur^nn mikilli vinnu og vandvirkni. Egætla, að hann
cl 1 oft haft mjög mikið fyrir að semja þær, enda var
ö