Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 35
morgbnn
29
mikilmennis, sem áreiðanlega hugsaði til hinna miklu
umskifta fyrir sjálfan sig með einskærri tilhlökkun og
fögnuði. Getið ])ið hugsað ykkur sólarlag æfinnar fallegra?
Já, það er oft fallegur kvöldroðinn hér í Reykjavík.
Og það var bjart yfir sólarlagsstundum síra Haralds
Níelssonar. En áreiðanlega hefir samt verið glæsilegri
viorgunroðinn, sem blasti við hinum göfuga vini okkar,
]>egar hann vaknaði ungur á Sumarlandmu, með eilífð
glaða kringum sig, eins og skáldið kemst að orði.
I’ess vegna tjöldum við líka hvítu í kvöld.
Ræða Jakobs Jóh. Smára.
Félagssystkini! Mikill harmur er að oss kveðinn í
láti varaforseta okkar, próf. Haralds Níelssonar. Har-
aldur Níelsson var mikilhæfur maður á marga lund.
Hann var sannkallaður höfðingi í ríki andans fyrir sak-
ir ljómandi gáfna og dugnaðar. Andríkið ljómaði bein-
línis af honum. Þegar hann talaði, stóðu gneistar af orð-
um hans. Ilann var djarfur og einbeittur bardagamaður
og æðraðist ekki, þótt hörð væri stundum hríðin. Hann
var samvizkusamur og vildi ekki vamm sitt vita. Þegar
hann barðist fyrir því, sem hann áleit vera sannleika,
ítat hann verið harður í horn að taka og jafnvel óvæg-
inn. Hann var ráðríkur fyrir hönd sannleikans, —
þoldi ekki, að sannleikurinn væri nein hornreka, sem
að eins væri leyft fyrir náð að tylla sér á skákina.
Hann vildi láta sannleikann sitja í öndvegi og alt ann-
að skör lægra. Fyrir því varð hann mönnum svo ást-
fólginn, og fyrir því var nafn hans mörgum skelfing,
uð hann þoldi enga hálf-velgju um sannleikann. Slíkir
menn skapa sér bæði vini og ó'vini, — aðdáun og ást
vma og fylgísmanna annarsvegar og harðsnúna mót-
^töðu hinsvegar. En það er aldrei nein molla utan um
Híka menn; þeir skapa í kringum sig hressandi golu
0g heilbrigt andrúmsloft.