Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 47
M 0 11 G U N N
41
hræðslu við dauðann.“ Eg býst við, að fíeiri gætu sagt
Það sama.
Þeir sem hafa gengið með hrollkaldan kvíða fyri1'
dauðanum geta bezt um það dæmt, hvílík umskifti
verða, er menn geta skoðað hann sem hlið að sælunnai
bústöðum. Er hægt að hafa göfugra mark en að gera
alt, sem hægt er, til þess að létta mönnum þessa oft
mjög svo örðugu — kafla á lífsleiðinni?
Við, sem kunnugir erum þessum málum, vitum hví-
líkur sorgarléttir það hefir orðið mörgum syrgjendum,
að hafa öðlast þekkingu um framhald lífsins og fengið
gegnum þetta margháttaða fræðslu og styrk. Menn
hafa eftir það ekki einblínt á gröfina, sem síðasta tak-
mark eða hvílustað, heldur skoðað hana aðeins sem
geymslu fyrir jarðnesku leifarnar.
Er hægt að hafa göfugra mark en það, að gefa
roönnum vissuna fyrir því, að ástvinirnir eru nálægii
okkur, og fylgjast með mörgum okkar störfum, þó að
við oftast séum svo haldin, að við verðum jiess ekki vör ?
Þetta er markmið félagsins okkar, og þar gekst þú
fvam fyrir skjöldu og hélzt marki stefnunnar hátt á
lofti.
Ljós það, er veittist fyrir þá margháttuðu fræðslu
og reynslu, er þú fékst, var ekki sett undir mæliker held-
ur í ljósastiku, sem lýsti öllum, er ljósið ]>ráðu. For-
inginn dró sig ekki í hlé — hann sýndi liðsmönnum
veginn. Það er hægara að feta á eftir, þegar ísinn er brot-
inn, vegurinn troðinn. Það getur verið og er víst, að
sumir geta fengið þessa vissu eftir öðrum leiðum, en við
orum ekki viss um, að við hefðum fundið þær leiðir,
SV0 mikið er að þakka.
Við höfum komið hér saman í kvöld til að minnast
og þakka, og eg vona, þá er við sameinum hugi okkar
1 þögninni, að þá finnir þú betur en nokkru sinni fyr,
hve innilega þakklát við erum. Guð drottinn blessiminn-
ingu vinar og félagsbróður okkar.