Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 100
94
M0R6UNN
er rekin á grundvelli hinnar spíritistisku skýringar. Til-
raunirnar stefna ekki aðeins að því að bæta úr böli sjúk-
lingsins og fræða hann, heldur einnig að hinu, að hjálpa
og leiðbeina þeim verum, sem gera vart við sig. Ef
sjúklingurinn væri einungis losaður við návist þessara
verna, þá mundi það eitt ekki verja hann frekari árás-
um, né heldur mundi það girða fyrir, að verurnar leit-
uðu sambands við einhvern annan óhamingjusaman
mann. Mai’kmiðið er að kenna sjúklingnum að vernda
sig gegn frekari áhlaupum og að styrkja viljakraft
sinn og jafnframt að vekja hjá árásarverunni löngun
til að betra sig. í fræðslustarfinu eiga hjálpendurnir
hinumegin mestan þátt, en verurnar, sem sjúkdómin-
um valda, taka þá fyrst að átta sig, er þær koma í
miðilssamband og dr. Bull fær tækifæri til að tala við
þær. Oft er þeim í fyrstu ókunnugt um ástand sitt, eða
að þær séu orðnar viðskila við líkamann, og virðast
einungis vera sér meðvitandi um, að ástand þeirra sé
undarlegt og ruglkent.
Þegar þær eru byrjaðar að átta sig, verður þeim
smátt og smátt ljóst, að hjálparmennirnir hinumegin
eru að gefa þeim færi á að komast úr því þoku-ástandi,
sem þær eru í, og tækifæri til að fræðast og betra sig.
Margar þeirra taka fegins hendi þessari hjálp. Fáeinar
af þeim verum, sem eg hefi horft á gera vart við sig,
hafa verið þrjózkufullar alt til enda, og þegar þær hafa
verið teknar burt frá sjúklingnum, annast hjálpar-
mennirnir hinumegin um þær, en segja að það taki
tíma að koma þeim á rétta leið, stundum mjög langan
tíma. Fyrir allmörgum árum komst dr. Bull að því, að
hann mundi vera gæddur einhvers konar lækninga-
gáfu, ef hann legði hendur yfir sjúklingana, og hjálp-
endurnir segja honum oft að beita svonefndum magnetísk-
um strokum við sjúklinginn, meðan verið er að ná burt
verunni, sem trufluninni veldur, og sömuleiðis eftir til-
raunafundinn. Hann er stundum beðinn að gera það