Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 17
MORGUNN
11
nýi lífsdagur hans er upprunninn, þar sem ný verkefni
kalla að og ný hugðarefni og ný reynsla er í vændum.
Þar sem tækifæri gefst til að sannprófa það, sem hér
varð að láta sér nægja að sjá „svo sem í skuggsjá í
óljósri mynd“.
En jafnframt því að samgleðjast þeim, sem fær að
kanna sumarlönd eilífðarinnar, viljum vér beina hugum
vorum og hjörtum til föður ljósanna, sem öll góð gjöf
kemur frá, og þakka honum fyrir lif hins látna og biðja
hann að gefa oss sem flesta menn, sem eru brennandi í
andanum og sem drotni vilja ])jóna í einlægni og af áhuga.
Gef oss, góði faðir, marga slíka menn, þjóð vorri til
heilla, ]n'nu nafni til dýrðar. Amen.
III.
Ræða Einars H. Kvarans
i Fríkirkjunni.
Það er samkvæmt fyrirmælum hins framliðna ást-
vinar margra okkar, hins mikla kennara og kennimanns,
hins fágæta höfðingja í hinu andlega ríki þjóðar vorrar,
að ]>essi síðasta kveðjuathöfn fer fram á þessum stað.
Þessi kirkja var honum eðlilega kærari en aðrir staðir.
Hér hafði hann um 14 ár veitt út yfir almenning
meiru en nokkurstaðar annarstaðar af sinni glæsilegu
mælsku, djúpsettu þekking og miklu vitsmunum. Hér
hafði hann gert grein fyrir lífsskoðun sinni fremur en
annarstaðar, sinni heitu og ástríðuríku ást á sannleik-
anum og öllu því, sem gott er, sinni brennandi sannfær-
mg um kærleiksaflið, sem máttugast væri í tilverunni.
Hér hafði hann, enn meir en annarstaðar, lagt fram sinn
mikilvæga skerf til þess að ráða rúnir tilverunnar, lyfta
salum mannanna upp til þess, sem æðst er, efla ]>rótt-
>nn til þess góða, færa þeim huggun, sem hreldir eru og
harmþrungnir. Hér hafði hann sent upp að hástóli mátt-
nrms og miskunnseminnar bænirnar, sem munu verða