Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 123
M 0 R G U N N
117
þaðan, að hann mundi eftirleiðis öðruhvoru hafa óþæg-
indi, tilkenningu og þreytu, sem orsakaðist af brysum
eða samgróningum í lífhimnunni. Læknunum var það
undrunarefni, hve fljótt þessi missmíði hurfu, og einn
þeirra, sem hefir rannsakað hann, vildi ekki trúa því, að
um neina lífhimnubólgu hefði verið að tefla, af því að
afleiðingarnar af henni íundust ekki.
í þriðja lagi er sú þekking á heilsufari hans, sem
komið hefir fram hjá verum þeim, sem talað hafa gegn-
um hann í sambandsástandi. Ummælum þeirra um það
efni hefir alt af borið saman við það, sem læknar hafa
sagt eftir á. Eg skal láta mér nægja að tilfæra síðasta
dæmið, enda er það mér minnisstæðast. Fyrir nolckrum
dögum komst hann í mjög mikla geðhræring. Tilrauna-
fundur var haldinn að kvöldi daginn eftir að það kom
fyrir, sem geðshræringunni olli. Það leyndi sér ekki, að
geðshræringin hafði lamandi áhrif á fundinn. Þá var
okkur sagt á fundinum ekki að eins, að þetta mundi alt
lagast, heldur líka, að hann mundi fá hita. Sá hiti mundi
ekki stafa af neinum sjúkdómi, heldur eingöngu af geðs-
hræringunni, og að við skyldum ekkert óttast hann. Hann
hafði engan hita þennan dag, sem fundurinn var haldinn.
En hitinn kom næsta dag og hélzt fáeina daga. Læknir
hans kom til hans, meðan á þessu stóð og skoðaði hann.
Hann staðfesti nákvæmlega ummælin í sambandsástand-
inu, hitinn gæti ekki stafað af neinu, sem hann yrði
var við, og hlyti að koma af geðshræringunni. Og vonum
bráðar var þetta um garð gengið.
Þá er og þess að geta, að öll hin óreglulegu og
iskyggilegu áhrif, sem hann varð fyrir á undan heilsu-
biluninni, bæði í vöku og svefni, áhrifin, sem eg hefi að
nokkuru lýst hér að framan, hafa gersamlega horfið við
tilraunirnar. Eg geri ráð fyrir, að öllum skynsömum
mönnum, sem þetta lesa, geti orðið ljóst, hve miklu máli
þetta skiftir. Eg gat aldrei treyst því nokkurn dag, að
maðurinn minn væri með sjálfum sér, hvar sem hann