Morgunn - 01.12.1930, Síða 23
MORGUNN
165
siðarefna? Og megum vér ekki leggja svo mikið af
mannlegri hugsun inn í sál náttúrunnar, að ætla,
að henni, sem hefur fætt af sér oss sjálfa og öll vor
verðmæti, — allt, sem oss er dýrmætt, — sé einnig um-
hugað um viðhald þessara verðmæta? En þá erum vér
komnir að því, að í náttúrunni eða bak við ytri ásýnd
hennar sé vitund, sem er að eðli til lík vitund vorri,
Þótt hún sé á öðru stigi. Og er það of djarft að álykta,
að þar sem heimurinn er einnig, þrátt fyrir alla fjöl-
óreytni, þá sé andi sjálfra vor og allra skepna og sá
audi, sem birtist í náttúrunni, — sem vit í lögmálum
hennar, sem vilji í starfsemi hennar og sem tilfinning
1 sköpun verðmæta, — aðeins sem öldur á því mikla
hafi, sem er það vald, er tengir tilveruna, sýnilega og
°sýnilega, saman í eining, — en það vald, sem er tvennt
1 einu, ,,prinsípið“ fyrir einingu tilverunnar og ,,prin-
síPið“ fyrir viðhaldi verðmætanna, nefnum vér hinu
fornheilaga heiti, ,,guð“.
En þetta er algyðistrú, munu menn segja, og er
Suð þá ekki eins hirðulaus um mannleg verðmæti, og
oss finnst náttúran einatt vera? Hér að framan hefi
e& bent á það, að ekki sé víst, að náttúran sé jafn-
hirðulaus um mannleg verðmæti, og hún sýnist vera.
Hún hefur að minnsta kosti skapað oss ásamt öllu,
sem oss er dýrmætt. En hún hefur fleiri hnöppum að
hneppa, en að hugsa um oss eingöngu. Hún leggur
Jafn-mikla rækt við spunavörtu kóngulónna, eins og
Vlð heila eða vöðva afreksmannanna. Og þar á ofan
óettur mér ekki í hug að halda, að náttúran, eins og
hún birtist oss, sé guð. Guð er að vísu íbúandi oss og
náttúrunni („immanent"), en hann er sjálfsagt miklu
^eira, nær út fyrir bæði oss og náttúruna (er „trans-
cendent“). Hver veit nema náttúran sé draumur guðs
eða hugsun hans? En af því, sem hér er sagt, sést, að
sú skoðun, sem hér er haldið fram, er andstæð bæði
Þeirri kenningu, að guð sé aðeins utan við heiminn,