Morgunn


Morgunn - 01.12.1930, Page 26

Morgunn - 01.12.1930, Page 26
168 MORGUNN viðhald verðmætanna; þá er öll trú (religio) hégómi og heilaspuni. Með slíkri skoðun er fótunum kippt undan allri trú, svo framarlega sem trúin felur í sér vissa von um viðhald verðmætanna, og þó að það sé ef til vill ekki fullnægjandi skilgreining á trúarbrögðunum að segja, að þau séu trú á viðhald verðmætanna og aðrar skilgreiningar séu hugsanlegar, þá verða a. m. k. öll trúarbrögð að fela þá trú í sér. Með öðrum orðum: Trúarbrögðin verða að gera ráð fyrir því, að til sé æðri (eða æðsti) máttur, sem umhugað sé um mannleg verðmæti og hafi getu til að sjá þeim borgið, — þ. e. a. s. öll trúarbrögð gera ráð fyrir guði eða guðum. Sumir vilja nú e. t. v. segja, að ekki geri Búddha-trúin það, en slíkt er rangt. Búddha talaði að vísu mest um löc/málið, en hlýtur auðvitað að hafa gert ráð fyrir hinum lifandi mætti á bak við lögmálið, sem setur það, heldur því við og gætir þess, — en hitt er satt, að kenning Búddha-trúarmanna um þetta (og neitun hennar á venjulegum hugmyndum Indverja um guðina) er svo óljós og villandi fyrir almenning, að ekki er að furða, þótt almenningur hafi gert Búddha sjálfan að guði, þar sem honum fannst ekki öðru vera til að tjalda. Þetta sama, að kenningin sé óljós og villandi, má og segja um neitun Búddha-trúarmanna á einingu og samhengi sálarinnar, og það bætir ekkert úr skák, þó að þar dragi saman með austrænni trú og hinni „sálar- lausu“ sálfræði nútímans, sem Ribot á heiðurinn af að hafa komið bezt orðum að. — Ef maðurinn gerir á hinn bóginn ráð fyrir fram- haldslífi sálarinnar, þá horfir málið allt öðruvísi við. Þá er leyfilegt að trúa því, að hinum æðsta mætti sé um- hugað um mannleg verðmæti, ])ar eð hann lætur grund- völl þeirra og uppsprettu, meðvitundina, haldast við. Þá fer að verða meining í því, að trúa á guð, — guð, sem gagn er að í þrautum lífsins, — guð, sem er eilífur kærleikur, um leið og hann er óendanlegur máttur, — guð, sem bæði getur og vill varðveita verðmæti vor
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.